Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi

Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.

Logi og Katrín samsett.jpg
Auglýsing

„Það er búið að reka ríkisstjórnina til baka með þær aðgerðir sem hún taldi áður nauðsynlegar, landamærin eru götótt og eftirlit með sóttkví er í skötulíki. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin frekari opnun fyrsta maí,“ sagði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag er hann beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Logi sagði að áhrifaríkasta leiðin í baráttunni við faraldurinn væri sú að skylda fólk til að dvelja í sóttvarnahúsi við komuna til landsins, leið sem hefði verið reynd en dæmd ólögmæt. „Í kjölfar dómsins féll ríkisstjórnin frá þessum áformum á landamærum og virðist gæta mikillar sundrungar innan stjórnarinnar um aðgerðir þrátt fyrir yfirlýsingar hæstvirts forsætisráðherra um annað,“ bætti hann svo við.

„Fyrst reglugerðina skorti lagastoð er nauðsynlegt að styrkja lögin og spurningin er því sáraeinföld, hæstvirtur forsætisráðherra, hyggst ríkisstjórnin gera það eða til hvaða aðgerða ætlar ríkisstjórnin að grípa svo komið sé hægt að koma í veg fyrir að við fáum faraldurinn í fullan vöxt aftur og aftur?“ spurði Logi.

Auglýsing

Núverandi kerfi „skilvirkt og gott“

Katrín áréttaði það að smitið sem rekja má nýjustu hópsýkingarnar til kom inn til landsins áður en reglugerð um sóttkvíarhótel tók gildi. „Mér finnst mikilvægt að halda því til haga að þau smit sem við erum að sjá núna og má rekja til smits sem kom yfir landamærin, til aðila sem hélt ekki sóttkví, kom hingað til lands fyrir fyrsta apríl, bæði fyrir gildistöku reglugerðar um sóttkvíarhótel sem og fyrir þess regluverks sem tók við af þeirri reglugerð þegar hún var dæmd ólögmæt. Þannig að við verðum að hafa það í huga að það er kannski erfitt að draga of miklar ályktanir um núverandi ráðstafanir út frá þessu tiltekna smiti.“

Hún sagði núverandi fyrirkomulag vera skilvirkt og gott en að fólk hefði ekki fylgt því, það væri miður, og að hún skildi gremju þeirra sem hefðu fylgt reglum. Eftir að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögmæt hefði verið leitað leiða til að grípa til ráðstafanna innan núverandi lagaramma.

Katrín sagði að ef það kæmi á daginn að núgildandi reglur væru ekki fullnægjandi þá væri ríkisstjórnin reiðubúin til að skoða breytingar á lögum til að hægt verði að tryggja það að svona atvik endurtaki sig ekki. „Það er auðvitað mikill skaði sem verður af einu svona broti og algjörlega óásættanlegt hversu miklum skaða slík brot geta valdið,“ sagði hún í lok svars síns.

Tilbúinn með frumvarp

Logi spurði í kjölfarið hversu langan tíma ríkisstjórnin hygðist taka sér til að meta hvort ráðast þyrfti í breytingar á lögum. Hann spurði einnig hvort hún hefði tryggt stuðning við slíka lagasetningu innan ríkisstjórnarinnar, „vegna þess að þó að hún segir sjálf í fjölmiðlum að það sé mikið samlyndi á því heimili þá veit ég ekki hvort maður á þá að sleppa því að taka mark á fjölmörgu stjórnarliðum sem segjast ekki munu styðja þetta.“

Hann sagði Samfylkinguna vera tilbúið með frumvarp sem skyldar fólk til að dvelja í sóttvarnahúsi. „En Samfylkingin er tilbúin til að taka ómakið af ríkisstjórninni og við erum tilbúin með frumvarp á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda fólki sem hingað kemur í dvöl í sóttvarnarhús. Það byggir á tillögum Þórólfs og ég spyr því: Er hæstvirtur forsætisráðherra tilbúinn til að styðja slíkt frumvarp ef það kemur fram strax og er hún tilbúin til að hlusta á áfram á sérfræðinga okkar?“

Lagabreytingar til skoðunar síðan dómur féll

Katrín sagði sóttvarnahús hafa verið notað töluvert af ferðamönnum sem hingað koma. Þó hefðu mögulegar lagabreytingar verið til skoðunar allt síðan dómur féll í málinu sem sneri að lögmæti sóttvarnahúss.

„En eðli málsins samkvæmt vildu leita leiða innan gildandi lagaramma fyrst. Þessar ákvarðanir, eins og allar aðrar í þessum faraldri, eru til stöðugrar endurskoðunar þannig að ætla ekki að segja til um það nákvæmlega hver hverjar lyktir málsins verða. En ég get fullvissað háttvirtan þingmann um það markmið ríkisstjórnarinnar að gera eins vel og við getum í því að kæfa niður þennan faraldur,“ sagði Katrín að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent