Samfylkingin stingur af í Reykjavík

kosningaspa.jpg
Auglýsing

Kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar, dokt­ors í stærð­fræði, sýnir að fylgi Fram­sóknar og flug­valla­vina er orðið nægt til að odd­viti list­ans nái kjöri í kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn. Sam­fylk­ingin heldur áfram að styrkja stöðu sína í borg­inni og hefur aldrei reikn­ast með meira fylgi en nákvæm­lega í dag, tveimur dögum fyrir kosn­ing­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Björt fram­tíð halda áfram að tapa fylgi.

Tvær kann­anir á fylgi fram­boð­anna í Reykja­vík birt­ust í morgun og sýna báðar kann­an­irnar svip­aða þróun á fylgi flokk­anna. Morg­un­blaðið birti könnun Félags­vís­inda­stofn­unnar og Frétta­blaðið könnun sína. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er kom­inn með nægj­an­legt fylgi til að ná manni inn og Sam­fylk­ingin heldur áfram að styrkja stöðu sína og fær sex menn kjörna sam­kvæmt báðum könn­un­um. Fimmtán full­trúar verða ­kjörnir í borg­ar­stjórn á laug­ar­dag­inn.

Þróun á fylgi fram­boð­anna



Nið­ur­stöður kosn­inga­spár­innar 26. febr­úar til 28. maí 2014.

[visu­alizer id="4616"]

Auglýsing

Björt fram­tíð og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eru nú farin að daðra við 20 pró­sentin á meðan Sam­fylk­ingin er stungin af með 33,9 pró­sent. Kosn­inga­spáin sýnir þó að Björt fram­tíð hefur tapað meira en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og er aft­ur orðið þriðja stærsta fram­boð­ið.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri nú aðeins með þrjá full­trúa. Það breyt­ist ekki þó Björt fram­tíð hafi fallið aft­ur. Fram­boð Æ-list­ans fær nú einnig aðeins þrjá menn. Bæði fram­boðin höfðu nokk­uð ­stöðugt fylgi fyrir fjórum full­trúum lengst af kosn­inga­bar­átt­unnar en missa nú menn tveimur dögum fyrir kosn­ing­ar. Meiri­hlut­inn í borg­inni heldur með níu full­trú­um.

Kosn­inga­spáin sýnir enn fremur að fylgi Pírata og Vinstri grænna heldur áfram að minnka. Spáin gerir ráð fyrir að fram­boðin tvö séu nú orðin svipað stór og fram­boð B-list­ans, um það bil sjö pró­sent. Það dugar öllum þremur til að fá odd­vita sína kjörna í borg­ar­stjórn.

Skipt­ing full­trúa í borg­ar­stjórn



[visu­alizer id="4611"]

Þó kann­an­irnar tvær sem birt­ust í dag sýni í meg­in­at­riðum sömu þróun er nokkur munur á fylg­is­þróun hvers fram­boðs. Könnun Félags­vís­inda­stofn­unnar mælir fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar til að mynda vera 37,3 pró­sent, tæp­lega tveimur pró­sentu­stigum meira en í könnun Frétta­blaðs­ins. Að sama skapi mælist fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins 9,2 pró­sent í könnun Frétta­blaðs­ins en 5,5 pró­sent í könnun Félags­vís­inda­stofn­unn­ar.

Meg­in­mun­ur­inn á þessum könn­unum er fram­kvæmd þeirra. Frétta­blaðið aflar svara í síma á tveggja daga tíma­bili (í þessu til­viki 27. og 28. maí) en Félags­vís­inda­stofnun styðst við svör úr bæði úthring­ingum og vef­hóp sem aflað var dag­ana 21. til 26. maí. Kosn­inga­spáin vegur nið­ur­stöð­urnar með nýj­ustu könn­unum sem fyrir liggja og því eru fylg­is­sveifl­urnar ekki eins dramat­ískar og sýnt er fram á í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu.

Nýjasta kosn­inga­spáin byggir á síð­ustu sex könn­unum sem birtar hafa ver­ið.

  • Könnun Félags­vís­inda­stofn­unnar sem gerð var dag­ana 12. til 15. maí.
  • Könnun Capacent/Gallup sem gerð var dag­ana 7. til 21. maí.
  • Könnun MMR sem gerð var dag­ana 20. til 23. maí.
  • Könnun MMR sem gerð var dag­ana 26. til 28. maí.
  • Könnun Frétta­blaðs­ins sem gerð var dag­ana 27. til 28. maí.
  • Könnun Félags­vís­inda­stof­unnar sem gerð var dag­ana 21. til 27. maí.

    Síð­búin sókn Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina



    flugvollurÞað verður að telj­ast nokkuð merki­legt að B-list­inn undir for­ystu Svein­bjargar Birnu Svein­björns­dóttur sé fyrst nú að ná vopnum sínum eftir að hafa verið í vand­ræðum alla kosn­inga­bar­átt­una. Fylgi fram­boðs­ins hefur aldrei farið upp fyrir fimm pró­sent, síðan kosn­inga­spáin var fyrst reiknuð 26. febr­ú­ar, fyrr en í gær þegar könnun MMR mældi Fram­sókn nógu stóra til að fá mann kjör­inn.

Odd­vita­vand­ræði flokks­ins fóru hæst í apríl eftir að Óskar Bergs­son hætti við að taka fyrsta sætið á lista Fram­sókn­ar. Þá var Guðni Ágússts­son oft­ast nefndur sem odd­vita­efni flokks­ins í Reykja­vík en á end­anum varð úr að Svein­björg Birna var val­in. Hún er jafn­framt for­mað­ur­ Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna. Hópur fólks sem vill halda flug­vell­inum í Vatns­mýri var þá í lok apr­íl, tekin upp á vagn­inn og bjóða Fram­sókn og flug­vall­ar­vinir saman fram í borg­inni.

Ástæður þess að fram­boðið skuli fá byr í seglin nú geta verið marg­vís­legar en erfitt er að líta fram hjá ummælum Svein­bjargar Birnu 23. maí síð­ast­lið­inn um skoð­anir hennar á úthlutun lóðar undir mosku í Soga­mýri. Vís­ir.is hafði þá eftir henni að: „[á] meðan við erum með þjóð­kirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rét­trún­að­ar­kirkj­una.“ Kann­anir gætu fyrst núna, sex dögum eftir að ummælin féllu, verið að mæla áhrif þess­arar stefnu Svein­bjarg­ar.

Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér. Hreiðar Eiríks­son, fimmti maður á B-lista, hefur dregið stuðn­ing sinn við fram­boðið til baka og for­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur á­réttað að skoð­anir Svein­bjargar end­ur­spegli ekki skoð­anir og stefnu flokks­ins. Mót­fram­bjóð­endur Svein­bjargar hafa flestir staðið upp og sagt mik­il­vægt að trú­frelsi sé virt.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tjáði sig fyrst í hádeg­inu í dag um mál­ið. Hann hefur hingað til beðist undan við­tali og sagst ekki þekkja máls­at­vik nógu vel til að geta tjáð sig um það. Sig­mundur segir á Face­book-­síðu sinni að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi frá upp­hafi verið í far­ar­broddi í efl­ingu almanna­hags og mann­rétt­inda, vilji rök­ræða og leyfa umræðu og að eðli­leg nið­ur­staða sé þá sú að allir séu fæddir jafn­rétt­há­ir.


Kosn­inga­spáin verður upp­færð um leið og nið­ur­stöður nýrra kann­ana eru birtar allt fram að kosn­ing­um.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None