Samherji greiðir öllu starfsfólki sínu í landi 450 þúsund króna jólabónus ofan á umsamda 74 þúsund króna desemuppbót. Þetta kemur fram í bréfi sem Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, sendi starfsmönnum og birt er á vef fyrirtækisins.
Samherji greiddi öllum starfsmönnum 61 þúsund króna orlofsuppbót í maí, og greiðir starfsfólki því ríflega 510 þúsund krónur auklega í laun á þessu ári.
Samtals eru um 500 starfsmenn sem fá þessa launauppbót, samkvæmt því sem fram kemur í bréfi Þorsteins Más, og nemur viðbótarlaunaframlag til þeirra því um 255 milljónum króna.
Samherji hagnaðist um tæplega 22 milljarða króna í fyrra en heildartekjur fyrirtækisins, það er Samherjasamstæðunnar, námu um 90 milljörðum króna.