Seðlabankarnir í stríðsham

Doktor í fjármálum segir að samhæfð frysting rússneskra eigna í mörgum helstu seðlabönkum heims hafi náð „að færa vígvöllinn inn á svið reikningsskila, lögfræði og bókhalds inni í seðlabönkunum“. Hann ræddi þessi mál í hlaðvarpsþættinum Ekon.

Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum.
Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum.
Auglýsing

Ásgeir Brynjar Torfa­son doktor í fjár­málum segir að það eigi eftir að koma í ljós, hvort sú nær for­dæma­lausa ákvörðun helstu seðla­banka heims að frysta gjald­eyr­is­vara­forða rúss­neska rík­is­ins eftir inn­rás­ina í Úkra­ínu fyrir rúmu hálfu ári muni ein­hvern tím­ann ganga til baka, eða hvort gjald­eyr­is­vara­forð­inn verði á end­anum nýttur upp í stríðs­skaða­bætur til handa Úkra­ínu­mönn­um.

„Þetta er eigna­upp­taka, eða eigna­fryst­ing, við skulum sjá til hvað verð­ur,“ sagði Ásgeir Brynjar í sam­tali við Emil Dags­son, dokt­or­snema í hag­fræði og rit­stjóra Vís­bend­ing­ar, í hlað­varps­þætt­inum Ekon sem finna má í Hlað­varpi Kjarn­ans.

Þar ræddu þeir Emil og Ásgeir Brynjar um efna­hags­þving­an­irnar sem Rússar hafa verið beittir frá því í lok febr­ú­ar, er Rússar hófu alls­herj­ar­inn­rás sína í Úkra­ínu.

Ásgeir Brynjar minnti á það í þætt­inum að efna­hags­þving­unum hefur verið beitt gegn Rússum allt frá árinu 2014 er Krím­skagi var inn­limað­ur, en sagði að þær hefðu ekki virkað neitt sér­lega vel, þar sem leiðir til þess að kom­ast hjá áhrifum þeirra hefðu fund­ist.

Það hefði síðan komið í ljós er Rússar réð­ust inn í Úkra­ínu að „stríðs­herr­ann í Kreml“ væri búinn að safna vel í stríðskistu sína, auk þess sem Rússar væru byrj­aðir að fram­leiða ýmsa hluti inn­an­lands sem ekki voru fram­leiddir þar áður til þess að draga úr áhrifum við­skipta­þving­ana úr vestri.

Auglýsing

Ásgeir Brynjar segir hins vegar að fryst­ing gjald­eyr­is­vara­forða Rússa í mörgum helstu seðla­bönkum hafi verið svo stór og svo alþjóð­leg að hún hafi verið viss „ga­me-chan­ger“ og náð „að færa víg­völl­inn inn á svið reikn­ings­skila, lög­fræði og bók­halds inni í seðla­bönk­un­um.“

Í þætt­inum setti Ásgeir Brynjar fram þá til­gátu að hin stóra alþjóð­lega aðgerð, fryst­ing gjald­eyr­is­vara­forð­ans, hefði valdið því að ný bylgja aðgerða skall á Rússum; sjálf­vilj­ugar aðgerðir fyr­ir­tækja gegn Rúss­landi, hafi orðið rosa­lega mikl­ar.

„Það drógu sig út úr Rúss­landi strax á fyrstu dög­unum stór­fyr­ir­tæki. [...] Það fór af stað við­bót­ar­flóð­bylgja þving­ana,“ segði Ásgeir Brynj­ar.

„Öll koff­ort í Moskvu halda áfram að fyll­ast af pen­ing­um“

En þrátt fyrir allar þær þreng­ingar sem Rússar hafa verið beittir und­an­farið af vest­rænum ríkjum og vest­rænum fyr­ir­tækjum hefur inn­rás rúss­neska hers­ins í Úkra­ínu ekki verið hrund­ið.

„Það sem er lyk­il­at­riði í að þessa við­skipta­þving­anir hafa ekki dugað eru und­an­þág­urnar á orku­söl­unni. Það er olían og sér­stak­lega gasið,“ segir Ásgeir Brynjar og bendir á að olíu­kaupa­bannið á Rússa taki ekki gildi fyrr en næstu ára­mót. Þá taki enn lengri tíma að finna nýjar leiðir til þess að flytja gas, sem er nauð­syn­legt evr­ópskum iðn­aði, ekki síst þeim þýska. Einnig nefnir Ásgeir Brynjar að sumar þving­anir hafi áhrif sem komi fram á lengri tíma, og bendir í því sam­hengi á að íhlutir til reglu­bund­ins við­halds rúss­neska flug­flot­ans hafi ekki feng­ist frá inn­rásinni, sem kunni fyrst núna að fara að bíta.

En áfram­hald­andi verslun með olíu og gas „hefur gert það að verkum að öll koff­ort í Moskvu halda áfram að fyll­ast af pen­ing­um, af því bæði fer ein­inga­verðið upp á gas­inu og olí­unni og það er und­an­þegið við­skipta­þving­un­unum svo það flæðir inn pen­ingur til Rúss­lands á móti gas­inu sem fer út,“ sagði Ásgeir Brynj­ar.

Þegar seðla­bankar verða bankar rík­is­sjóð­anna

Í þætt­inum ræddu þeir Ásgeir Brynjar og Emil einnig þann þrýst­ing sem mun fyr­ir­sjá­an­lega skap­ast á stjórn­völd á meg­in­land Evr­ópu í vet­ur, vegna verð­bólgu og hækk­andi orku­verðs. Ásgeir Brynjar sagði að rétt eins og rík­is­sjóðir heims hefðu aukið skuldir sínar í „stríð­inu“ við kór­ónu­veiruna væri fyr­ir­séð að þess þyrfti aftur nú.

„Það er í raun þá sem seðla­bankar verða bankar rík­is­sjóð­anna, í stríðs­á­stand­i,“ sagði Ásgeir Brynj­ar.

„Þegar þetta stríð byrjar núna í Evr­ópu kallar það á útgjöld til her­mála, varn­ar­mál­anna og útgjöld til að styðja Úkra­ínu en einnig útgjöld eins og við erum að sjá núna til þess að tempra orku­kostn­að­inn, við­brögð við verð­bólg­unni og síðan þá öfugu efna­hags­á­hrifin á almenn­ing okkar megin við víg­lín­una og langt frá víg­lín­unni, verð­bólgan er að fara upp alstaðar og fólk er að borga hærri hús­næð­is­kostnað [...] og öll lönd nema Ísland kannski að borga hærri upp­hit­un­ar­kostn­að,“ sagði Ásgeir Brynjar, sem sagði tapið af stríð­inu lenda um allt.

Hægt er að horfa á við­­­tal Emils Dags­­­sonar við Ásgeir Brynjar Torfa­son í nýjasta þætti Ekon í mynd­­­band­inu hér fyrir neð­­­an. Þætt­irnir Ekon eru styrktir af Háskóla Íslands, sem styður vís­inda­­­­menn til virkrar þátt­­­­töku í sam­­­­fé­lag­inu í krafti rann­­­­sókna þess og sér­­­­þekk­ing­­­­ar. Einnig er hægt að hlusta á Ekon í Hlað­varpi Kjarn­ans, sem finna má í öllum hlað­varpsveit­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent