Ákvæði hegningarlaga misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun

Þingmaður Pírata telur ákvæði almennra hegningarlaga, sem tóku breytingum í fyrra í þeim tilgangi að verjast stafrænu kynferðisofbeldi, vera misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun á Íslandi.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, segir lög­regl­una á Akur­eyri hunsa skýran vilja lög­gjafans með því að nýta 228. og 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga til að gera blaða­menn að sak­born­ing­um. Vakti hún athygli á þessu á þingi í dag þar sem hún rifj­aði upp að fyrir rétt rúmu ári stóð hún í ræðu­stól og kynnti álit alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar vegna breyt­inga á almennum hegn­ing­ar­lög­um.

„Það var að setja blátt bann við staf­rænu kyn­ferð­is­of­beldi inn í hegn­ing­ar­lögin okk­ar. Þetta var gríð­ar­lega mik­il­vægt skref, skref sem var stigið eftir mikla gras­rót­ar­bar­áttu, eftir Free the nipp­le, eftir Me Too, eftir mikið ákall í sam­fé­lag­inu eftir því að kyn­ferð­is­leg frið­helgi yrði vernd­uð, einnig í hinum staf­ræna heimi. Ég var gríð­ar­lega stolt af því að hafa fengið að fá að mæla fyrir sam­eig­in­legu nefnd­ar­á­liti allrar alls­herj­ar- og mennta­mál­nefndar til þess að bregð­ast við þessum ófögn­uði sem staf­rænt kyn­ferð­is­of­beldi sann­ar­lega er,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Grein­arnar sem Þór­hildur Sunna vísar í eru 228. og 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga, en þær laga­greinar eru undir í rann­sókn lög­reglu á máli sem teng­ist umfjöll­unum sem Kjarn­inn og Stundin birtu síð­asta vor um svo­kall­aða „skæru­liða­deild“ Sam­herja.

Auglýsing

Taldi nefnd­ina hafa tekið fyrir mögu­lega mis­notkun á lög­unum

Meðal þeirra breyt­inga sem gerðar voru var upp­færsla á frið­helgiskafla lag­anna. „Og það var ákveðið að til þess að vernda betur frið­helgi einka­lífs­ins hjá borg­urum þessa lands skyldi brot á þessum ákvæðum jafn­vel varða opin­bera ákæru, sem það hafði ekki gert áður. Allt var þetta ætlað til að vernda kyn­ferð­is­lega frið­helgi fólks vegna mik­ils ákalls í sam­fé­lag­in­u,“ sagði Þór­hildur Sunna.

­Með breyt­ing­unum var 229. grein meðal ann­­­ars breytt þannig að hún hljóðar nú svona: „Hver sem í heim­ild­­­ar­­­leysi verður sér úti um aðgang að gögnum eða for­­­ritum ann­­­arra sem geymd eru á tölvu­tæku formi skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 1 ári.“

Í áliti alls­herj­­­­­ar- og mennta­­­mála­­­nefndar vegna þeirra breyt­inga sagði að ákvæðið eigi ekki við „þegar hátt­­­semin er rétt­læt­an­­­leg með vísan til almanna- eða einka­hags­muna. Er hér m.a. litið til þess að ákvæðið hamli ekki störfum og tján­ing­­­ar­frelsi fjöl­miðla, m.a. í þeim til­­­vikum þegar þeir fá aðgang að gögnum eða for­­­ritum sem hefur verið aflað í heim­ild­­­ar­­­leysi og geti varðað almanna­hags­mun­i.“ Full­trúar allra flokka í nefnd­inni skrif­uðu undir nefnd­ar­á­lit­ið.

Þór­hildur Sunna seg­ist hafa talið á sínum tíma að nefndin hafi tekið fyrir það sem er að raun­ger­ast nú, það er að und­an­skilja fjöl­miðla frá þessu ákvæði. „Nú hefur lög­reglan á Akur­eyri ákveðið að hunsa þennan skýra vilja lög­gjafans. Það hryggir mig og skemmir fyrir því stolti sem ég fann þegar ég stóð hér að mæla fyrir þessu nefnd­ar­á­lit­i,“ sagði Þór­hildur Sunna á Alþingi í dag.

Lætur reyna á lög­mæti aðgerða lög­reglu

Yfir­heyrslur yfir blaða­mönn­unum fjórum: Þórði Snæ Júl­í­us­syni, rit­stjóra Kjarn­ans, Arn­ari Þór Ing­ólfs­syni, blaða­manni Kjarn­ans, Aðal­steini Kjart­ans­syni, blaða­manni Stund­ar­inn­ar, og Þóru Arn­órs­dótt­ur, rit­stjóra Kveiks, áttu að hefj­ast í vik­unni. Öll munu þau fá stöðu sak­born­ings við yfir­heyrsl­urnar vegna meintra brota á frið­helgi einka­lífs­ins.

Yfir­heyrsl­unum hefur hins vegar verið frestað eftir Aðal­­­steinn krafð­ist úrskurðar Hér­­aðs­­dóms Norð­­ur­lands Eystra um lög­­­mæti aðgerð­anna.

Tveir þeirra blaða­­­manna sem eru með stöðu sak­­­born­ings í rann­­­sókn lög­­­regl­unnar á Norð­­­ur­landi eystra starfa á Kjarn­an­­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokki