Ákvæði hegningarlaga misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun

Þingmaður Pírata telur ákvæði almennra hegningarlaga, sem tóku breytingum í fyrra í þeim tilgangi að verjast stafrænu kynferðisofbeldi, vera misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun á Íslandi.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, segir lög­regl­una á Akur­eyri hunsa skýran vilja lög­gjafans með því að nýta 228. og 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga til að gera blaða­menn að sak­born­ing­um. Vakti hún athygli á þessu á þingi í dag þar sem hún rifj­aði upp að fyrir rétt rúmu ári stóð hún í ræðu­stól og kynnti álit alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar vegna breyt­inga á almennum hegn­ing­ar­lög­um.

„Það var að setja blátt bann við staf­rænu kyn­ferð­is­of­beldi inn í hegn­ing­ar­lögin okk­ar. Þetta var gríð­ar­lega mik­il­vægt skref, skref sem var stigið eftir mikla gras­rót­ar­bar­áttu, eftir Free the nipp­le, eftir Me Too, eftir mikið ákall í sam­fé­lag­inu eftir því að kyn­ferð­is­leg frið­helgi yrði vernd­uð, einnig í hinum staf­ræna heimi. Ég var gríð­ar­lega stolt af því að hafa fengið að fá að mæla fyrir sam­eig­in­legu nefnd­ar­á­liti allrar alls­herj­ar- og mennta­mál­nefndar til þess að bregð­ast við þessum ófögn­uði sem staf­rænt kyn­ferð­is­of­beldi sann­ar­lega er,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Grein­arnar sem Þór­hildur Sunna vísar í eru 228. og 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga, en þær laga­greinar eru undir í rann­sókn lög­reglu á máli sem teng­ist umfjöll­unum sem Kjarn­inn og Stundin birtu síð­asta vor um svo­kall­aða „skæru­liða­deild“ Sam­herja.

Auglýsing

Taldi nefnd­ina hafa tekið fyrir mögu­lega mis­notkun á lög­unum

Meðal þeirra breyt­inga sem gerðar voru var upp­færsla á frið­helgiskafla lag­anna. „Og það var ákveðið að til þess að vernda betur frið­helgi einka­lífs­ins hjá borg­urum þessa lands skyldi brot á þessum ákvæðum jafn­vel varða opin­bera ákæru, sem það hafði ekki gert áður. Allt var þetta ætlað til að vernda kyn­ferð­is­lega frið­helgi fólks vegna mik­ils ákalls í sam­fé­lag­in­u,“ sagði Þór­hildur Sunna.

­Með breyt­ing­unum var 229. grein meðal ann­­­ars breytt þannig að hún hljóðar nú svona: „Hver sem í heim­ild­­­ar­­­leysi verður sér úti um aðgang að gögnum eða for­­­ritum ann­­­arra sem geymd eru á tölvu­tæku formi skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 1 ári.“

Í áliti alls­herj­­­­­ar- og mennta­­­mála­­­nefndar vegna þeirra breyt­inga sagði að ákvæðið eigi ekki við „þegar hátt­­­semin er rétt­læt­an­­­leg með vísan til almanna- eða einka­hags­muna. Er hér m.a. litið til þess að ákvæðið hamli ekki störfum og tján­ing­­­ar­frelsi fjöl­miðla, m.a. í þeim til­­­vikum þegar þeir fá aðgang að gögnum eða for­­­ritum sem hefur verið aflað í heim­ild­­­ar­­­leysi og geti varðað almanna­hags­mun­i.“ Full­trúar allra flokka í nefnd­inni skrif­uðu undir nefnd­ar­á­lit­ið.

Þór­hildur Sunna seg­ist hafa talið á sínum tíma að nefndin hafi tekið fyrir það sem er að raun­ger­ast nú, það er að und­an­skilja fjöl­miðla frá þessu ákvæði. „Nú hefur lög­reglan á Akur­eyri ákveðið að hunsa þennan skýra vilja lög­gjafans. Það hryggir mig og skemmir fyrir því stolti sem ég fann þegar ég stóð hér að mæla fyrir þessu nefnd­ar­á­lit­i,“ sagði Þór­hildur Sunna á Alþingi í dag.

Lætur reyna á lög­mæti aðgerða lög­reglu

Yfir­heyrslur yfir blaða­mönn­unum fjórum: Þórði Snæ Júl­í­us­syni, rit­stjóra Kjarn­ans, Arn­ari Þór Ing­ólfs­syni, blaða­manni Kjarn­ans, Aðal­steini Kjart­ans­syni, blaða­manni Stund­ar­inn­ar, og Þóru Arn­órs­dótt­ur, rit­stjóra Kveiks, áttu að hefj­ast í vik­unni. Öll munu þau fá stöðu sak­born­ings við yfir­heyrsl­urnar vegna meintra brota á frið­helgi einka­lífs­ins.

Yfir­heyrsl­unum hefur hins vegar verið frestað eftir Aðal­­­steinn krafð­ist úrskurðar Hér­­aðs­­dóms Norð­­ur­lands Eystra um lög­­­mæti aðgerð­anna.

Tveir þeirra blaða­­­manna sem eru með stöðu sak­­­born­ings í rann­­­sókn lög­­­regl­unnar á Norð­­­ur­landi eystra starfa á Kjarn­an­­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki