Munu Rússar láta staðar numið við víglínuna í Úkraínu?

Viðurkenning Rússa á sjálfstæði tveggja yfirráðasvæða aðskilnaðarsinna í Úkraínu hefur vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingar vestrænna ríkja. Óljóst þykir hvort Rússar muni taka undir kröfur aðskilnaðarsinna um enn meira landsvæði í Dónetsk og Lúhansk.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti talaði niður tilvistargrundvöll Úkraínu í sögulegri ræðu í gær, viðurkenndi yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem sjálfstæði ríki og skipaði svo hermönnum sínum til friðargæslustarfa á svæðunum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti talaði niður tilvistargrundvöll Úkraínu í sögulegri ræðu í gær, viðurkenndi yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem sjálfstæði ríki og skipaði svo hermönnum sínum til friðargæslustarfa á svæðunum.
Auglýsing

Mánu­dag­ur­inn 21. febr­úar 2022 hefur þegar öðl­ast sess í sögu­bókum fram­tíð­ar, en í gær ákvað Vladímir Pútín for­seti Rúss­lands að við­ur­kenna sjálf­stæði tveggja svæða í aust­ur­hluta Úkra­ínu sem eru undir yfir­ráðum aðskiln­að­ar­sinna. Hann seg­ist nú við­ur­kenna svokölluð alþýðu­lýð­veldi, Lúhansk og Dónetsk.

Í gær­kvöldi sendi Pútín svo út til­skipun þess efnis að rúss­neskar her­sveitir ættu að fara til þessa svæða og starfa sem „frið­ar­gæslu­lið­ar“. Við­brögðin við þessu hafa verið hörð.

For­dæm­ingar og hót­anir

Á fundi Örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna, þar sem Rússar sitja fremur kald­hæðn­is­lega á for­seta­stóli þessa dag­ana, voru aðgerðir Rússa harð­lega for­dæmd­ar.

Diplómatar vest­rænna ríkja hétu því að það myndi hafa miklar afleið­ingar fyrir Rússa að brjóta með þessum hætti gegn sjálf­stæði Úkra­ínu og þeim frið­ar­sátt­málum sem gerðir voru undir lok Kalda stríðs­ins.

Íslenskir ráða­menn hafa boðað að Íslandi muni taka þátt í refsi­að­gerðum vest­rænna ríkja gegn Rússum vegna þess­arar þró­unar mála í Úkra­ínu.

Þjóð­verjar frysta Nord Str­eam 2

En hvert er fram­hald­ið? Í dag má búast við því að ríki Atl­ants­hafs­banda­lags­ins og Evr­ópu­sam­bands­ins til­kynni um efna­hags­legar refsi­að­gerðir gagn­vart Rússum vegna þeirra skrefa sem tekin voru í gær.

Auglýsing

Þær kunna að verða nokkuð þung­ar, ef taka má mið af þeirri ákvörðun Þjóð­verja sem til­kynnt var í morg­un, að setja gang­setn­ingu Nord Str­eam 2 gasleiðsl­unn­ar, sem flytur jarð­gas frá Rúss­landi til Þýska­lands um botn Eystra­salts­ins, á ís.

Olaf Scholz kanslari Þýskalands. Mynd: EPA

Þýskir stjórn­mála­menn höfðu áður forð­ast það að ræða um það sem raun­hæfan mögu­leika, en Olaf Scholz kansl­ari til­kynnti á blaða­manna­fundi í morgun að staðan væri „gjör­breytt“ og því hefðu Þjóð­verjar ákveðið að ráð­ast í þetta end­ur­mat á sínum aðgerð­um.

Bretar hafa boðað að þeir hygg­ist beita fimm rúss­neska banka við­skipta­þving­unum og þrjá rúss­neska auð­menn til við­bót­ar.

Frá æðstu stöðum í Evr­ópu­sam­band­inu hafa svo borist þau boð að lagt verði fyrir aðil­ar­ríkin að grípa til við­skipta­þving­ana sem meðal ann­ars bein­ist gegn þeim 351 þing­manni á rúss­nesku Dúmunni sem sam­þykktu að við­ur­kenna sjálf­stæði svæð­anna, auk rúss­neskra banka. Þá er lagt til að aðgengi rúss­neskra yfir­valda að evr­ópskum mörk­uðum og að vöru­við­skipti við svæði aðskiln­að­ar­sinna verði heft.

Hvernig skil­greina Rússar Dónetsk og Lúhansk?

Alþýðu­lýð­veldin svoköll­uðu Dónetsk og Lúhansk eru í sam­nefndum hér­uðum í aust­ur­hluta Úkra­ínu, en svæðið í heild er oft­ast kallað Don­bass. Aðskiln­að­ar­sinn­arn­ir, sem með stuðn­ingi Rússa hafa sölsað hafa undir sig land á þessum svæðum í átökum sem staðið hafa með hléum allt frá árinu 2014, stjórna þó ein­ungis land­svæði sem nær yfir hluta hér­að­anna.

Kort af austurhéruðum Úkraínu, Dónetsk og Lúhansk. Úkraínska stjórnin stjórnar enn meirihluta beggja héraða, þrátt fyrir að samnefndar héraðshöfuðborgir séu undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja og viðurkenna nú sem sjálfstæð ríki. Mynd: Institute for War and Peace Reporting.

Kröfur aðskiln­að­ar­sinna um land­svæði ganga þó enn lengra og vilja þeir líka ná undir sína stjórn því land­svæði sem er handan víg­lín­unnar sem sker Don­bass-­svæðið í tvennt, en hún hefur lítið hreyfst á und­an­förnum árum.

Óljóst þykir hvort Vla­dimír Pútín ætli sér að taka undir þær kröfur og hvort „frið­ar­gæslu­lið­un­um“ rúss­nesku verði ætlað það hlut­verk að sækja fram gegn úkra­ínskum her­sveitum á víg­lín­unni til þess að tryggja að aðskiln­að­ar­sinnum full yfir­ráð yfir hér­uð­unum tveim­ur.

Slíkar aðgerðir myndu þýða hörð átök, sem sumir sér­fræð­ingar telja að gæt­u ­jafn­vel orðið upp­hafið að frek­ari stríðs­á­tökum í Úkra­ínu.

Fréttin hefur verið upp­færð..

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent