Munu Rússar láta staðar numið við víglínuna í Úkraínu?

Viðurkenning Rússa á sjálfstæði tveggja yfirráðasvæða aðskilnaðarsinna í Úkraínu hefur vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingar vestrænna ríkja. Óljóst þykir hvort Rússar muni taka undir kröfur aðskilnaðarsinna um enn meira landsvæði í Dónetsk og Lúhansk.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti talaði niður tilvistargrundvöll Úkraínu í sögulegri ræðu í gær, viðurkenndi yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem sjálfstæði ríki og skipaði svo hermönnum sínum til friðargæslustarfa á svæðunum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti talaði niður tilvistargrundvöll Úkraínu í sögulegri ræðu í gær, viðurkenndi yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem sjálfstæði ríki og skipaði svo hermönnum sínum til friðargæslustarfa á svæðunum.
Auglýsing

Mánu­dag­ur­inn 21. febr­úar 2022 hefur þegar öðl­ast sess í sögu­bókum fram­tíð­ar, en í gær ákvað Vladímir Pútín for­seti Rúss­lands að við­ur­kenna sjálf­stæði tveggja svæða í aust­ur­hluta Úkra­ínu sem eru undir yfir­ráðum aðskiln­að­ar­sinna. Hann seg­ist nú við­ur­kenna svokölluð alþýðu­lýð­veldi, Lúhansk og Dónetsk.

Í gær­kvöldi sendi Pútín svo út til­skipun þess efnis að rúss­neskar her­sveitir ættu að fara til þessa svæða og starfa sem „frið­ar­gæslu­lið­ar“. Við­brögðin við þessu hafa verið hörð.

For­dæm­ingar og hót­anir

Á fundi Örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna, þar sem Rússar sitja fremur kald­hæðn­is­lega á for­seta­stóli þessa dag­ana, voru aðgerðir Rússa harð­lega for­dæmd­ar.

Diplómatar vest­rænna ríkja hétu því að það myndi hafa miklar afleið­ingar fyrir Rússa að brjóta með þessum hætti gegn sjálf­stæði Úkra­ínu og þeim frið­ar­sátt­málum sem gerðir voru undir lok Kalda stríðs­ins.

Íslenskir ráða­menn hafa boðað að Íslandi muni taka þátt í refsi­að­gerðum vest­rænna ríkja gegn Rússum vegna þess­arar þró­unar mála í Úkra­ínu.

Þjóð­verjar frysta Nord Str­eam 2

En hvert er fram­hald­ið? Í dag má búast við því að ríki Atl­ants­hafs­banda­lags­ins og Evr­ópu­sam­bands­ins til­kynni um efna­hags­legar refsi­að­gerðir gagn­vart Rússum vegna þeirra skrefa sem tekin voru í gær.

Auglýsing

Þær kunna að verða nokkuð þung­ar, ef taka má mið af þeirri ákvörðun Þjóð­verja sem til­kynnt var í morg­un, að setja gang­setn­ingu Nord Str­eam 2 gasleiðsl­unn­ar, sem flytur jarð­gas frá Rúss­landi til Þýska­lands um botn Eystra­salts­ins, á ís.

Olaf Scholz kanslari Þýskalands. Mynd: EPA

Þýskir stjórn­mála­menn höfðu áður forð­ast það að ræða um það sem raun­hæfan mögu­leika, en Olaf Scholz kansl­ari til­kynnti á blaða­manna­fundi í morgun að staðan væri „gjör­breytt“ og því hefðu Þjóð­verjar ákveðið að ráð­ast í þetta end­ur­mat á sínum aðgerð­um.

Bretar hafa boðað að þeir hygg­ist beita fimm rúss­neska banka við­skipta­þving­unum og þrjá rúss­neska auð­menn til við­bót­ar.

Frá æðstu stöðum í Evr­ópu­sam­band­inu hafa svo borist þau boð að lagt verði fyrir aðil­ar­ríkin að grípa til við­skipta­þving­ana sem meðal ann­ars bein­ist gegn þeim 351 þing­manni á rúss­nesku Dúmunni sem sam­þykktu að við­ur­kenna sjálf­stæði svæð­anna, auk rúss­neskra banka. Þá er lagt til að aðgengi rúss­neskra yfir­valda að evr­ópskum mörk­uðum og að vöru­við­skipti við svæði aðskiln­að­ar­sinna verði heft.

Hvernig skil­greina Rússar Dónetsk og Lúhansk?

Alþýðu­lýð­veldin svoköll­uðu Dónetsk og Lúhansk eru í sam­nefndum hér­uðum í aust­ur­hluta Úkra­ínu, en svæðið í heild er oft­ast kallað Don­bass. Aðskiln­að­ar­sinn­arn­ir, sem með stuðn­ingi Rússa hafa sölsað hafa undir sig land á þessum svæðum í átökum sem staðið hafa með hléum allt frá árinu 2014, stjórna þó ein­ungis land­svæði sem nær yfir hluta hér­að­anna.

Kort af austurhéruðum Úkraínu, Dónetsk og Lúhansk. Úkraínska stjórnin stjórnar enn meirihluta beggja héraða, þrátt fyrir að samnefndar héraðshöfuðborgir séu undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja og viðurkenna nú sem sjálfstæð ríki. Mynd: Institute for War and Peace Reporting.

Kröfur aðskiln­að­ar­sinna um land­svæði ganga þó enn lengra og vilja þeir líka ná undir sína stjórn því land­svæði sem er handan víg­lín­unnar sem sker Don­bass-­svæðið í tvennt, en hún hefur lítið hreyfst á und­an­förnum árum.

Óljóst þykir hvort Vla­dimír Pútín ætli sér að taka undir þær kröfur og hvort „frið­ar­gæslu­lið­un­um“ rúss­nesku verði ætlað það hlut­verk að sækja fram gegn úkra­ínskum her­sveitum á víg­lín­unni til þess að tryggja að aðskiln­að­ar­sinnum full yfir­ráð yfir hér­uð­unum tveim­ur.

Slíkar aðgerðir myndu þýða hörð átök, sem sumir sér­fræð­ingar telja að gæt­u ­jafn­vel orðið upp­hafið að frek­ari stríðs­á­tökum í Úkra­ínu.

Fréttin hefur verið upp­færð..

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent