Segir „ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vísindafólk og ríkisstjórnin verði að fá „andrými til að meta stöðuna“ í faraldrinum og viðeigandi viðbrögð, í ljósi útbreiddra bólusetninga á Íslandi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera farna að ræða mögulegar aðgerðir vegna nýrrar bylgju veirufaraldursins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera farna að ræða mögulegar aðgerðir vegna nýrrar bylgju veirufaraldursins.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að vegna víð­tækra bólu­setn­inga almenn­ings sé Ísland ekki á sama stað í far­aldr­inum nú og þegar þriðja bylgja far­ald­urs­ins fór af stað. Því sé „ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“ til þess að hefta útbreiðslu COVID-19, sem er hröð þessa dag­ana.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag. For­sæt­is­ráð­herra segir að rík­is­stjórnin sé ekki farin að ræða frek­ari aðgerðir vegna stöð­unnar í far­aldr­inum og að mik­il­vægt sé að sótt­varna­yf­ir­völd og rík­is­stjórnin fái „and­rými til að meta stöð­una nún­a.“

„Við erum þannig að reyna það sem þjóð hvernig bólu­efnin virka, en það fylgir því að vera fremstur í röð­inni að eng­inn annar hefur neina for­skrift fyrir okk­ur. Við þurfum sjálf að vega og meta stöð­una sem er það sem okkar góða vís­inda­fólk er að ger­a,“ segir Katrín við Frétta­blað­ið.

Gætum fengið „hund­ruð og þús­undir smita“ eftir úti­há­tíðir

Ör vöxtur smita und­an­farna daga hefur valdið Þórólfi Guðn­a­syni sótt­varna­lækni áhyggjum þrátt fyrir hátt hlut­fall bólu­setn­inga.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Í við­tölum við fjöl­miðla í gær og í dag hefur hann ekki skotið loku fyrir það að hann muni leggja til ein­hverjar inn­an­lands­að­gerðir á næst­unni til að stemma stigu við útbreiðslu smita í sam­fé­lag­inu, nú þegar stórar úti­há­tíðir eru framundan

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag segir hann að við­burður á borð við Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum gæti hrint af stað smit­bylgju sem erfitt yrði að eiga við. „Við gætum fengið hund­ruð og þús­undir smita eftir slíkt,“ segir sótt­varna­lækn­ir­inn við blað­ið.

Auglýsing

56 smit greindust inn­an­lands í fyrra­dag og sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn í gær að ekki væri útlit fyrir annað en að fjöldi smita væri enn á upp­leið. Hann sagði lík­legt að Ísland yrði „rautt land“ á korti Evr­ópsku sótt­varna­stofn­un­ar­innar strax á næstu dögum ef fram héldi sem horf­ir.

Kosn­inga­bar­átta megi ekki flækj­ast fyrir við­brögðum

Á stjórn­mála­svið­inu hefur gætt titr­ings vegna stöðu mála í vik­unni. Eftir rík­is­stjórn­ar­fund á mánu­dag þar sem ákveðið var að gríp­ari til hertra aðgerða á landa­mærum, með kröfu um nei­kvætt COVID-­próf frá bólu­settum frá og með næsta þriðju­degi, viðr­uðu ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks efa­semdir um rökin fyrir því að grípa til frek­ari aðgerða í sam­tölum við fjöl­miðla.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði við Rík­is­út­varpið þann sama dag að sjálf­stæð­is­menn hefðu „komið fram með ýmsar efa­semdir um ýmsar sótt­varna­ráð­staf­an­ir, í raun frá upp­hafi far­ald­urs­ins“ og fóru þau ummæli, sam­kvæmt Morg­un­blað­inu, fyrir brjóstið á sjálf­stæð­is­mönn­um.

Sögðu ónafn­greindir þing­menn við blaðið að ljóst væri af ummælum ráð­herra Vinstri grænna að kosn­inga­bar­áttan væri haf­in, en alþing­is­kosn­ingar fara fram eftir rúma tvo mán­uði.

For­sæt­is­ráð­herra segir við Frétta­blaðið í dag að kom­andi kosn­ingar megi ekki hafa áhrif á það hvernig stjórn­völd takast á við far­ald­ur­inn, heldur verði að taka skyn­sam­leg­ustu ákvarð­anir á hverjum tíma.

„Það er á okkar ábyrgð að tryggja það,“ segir Katrín við blað­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent