Segir „ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vísindafólk og ríkisstjórnin verði að fá „andrými til að meta stöðuna“ í faraldrinum og viðeigandi viðbrögð, í ljósi útbreiddra bólusetninga á Íslandi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera farna að ræða mögulegar aðgerðir vegna nýrrar bylgju veirufaraldursins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera farna að ræða mögulegar aðgerðir vegna nýrrar bylgju veirufaraldursins.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vegna víðtækra bólusetninga almennings sé Ísland ekki á sama stað í faraldrinum nú og þegar þriðja bylgja faraldursins fór af stað. Því sé „ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“ til þess að hefta útbreiðslu COVID-19, sem er hröð þessa dagana.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé ekki farin að ræða frekari aðgerðir vegna stöðunnar í faraldrinum og að mikilvægt sé að sóttvarnayfirvöld og ríkisstjórnin fái „andrými til að meta stöðuna núna.“

„Við erum þannig að reyna það sem þjóð hvernig bóluefnin virka, en það fylgir því að vera fremstur í röðinni að enginn annar hefur neina forskrift fyrir okkur. Við þurfum sjálf að vega og meta stöðuna sem er það sem okkar góða vísindafólk er að gera,“ segir Katrín við Fréttablaðið.

Gætum fengið „hundruð og þúsundir smita“ eftir útihátíðir

Ör vöxtur smita undanfarna daga hefur valdið Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni áhyggjum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusetninga.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Í viðtölum við fjölmiðla í gær og í dag hefur hann ekki skotið loku fyrir það að hann muni leggja til einhverjar innanlandsaðgerðir á næstunni til að stemma stigu við útbreiðslu smita í samfélaginu, nú þegar stórar útihátíðir eru framundan

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir hann að viðburður á borð við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum gæti hrint af stað smitbylgju sem erfitt yrði að eiga við. „Við gætum fengið hundruð og þúsundir smita eftir slíkt,“ segir sóttvarnalæknirinn við blaðið.

Auglýsing

56 smit greindust innanlands í fyrradag og sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í gær að ekki væri útlit fyrir annað en að fjöldi smita væri enn á uppleið. Hann sagði líklegt að Ísland yrði „rautt land“ á korti Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar strax á næstu dögum ef fram héldi sem horfir.

Kosningabarátta megi ekki flækjast fyrir viðbrögðum

Á stjórnmálasviðinu hefur gætt titrings vegna stöðu mála í vikunni. Eftir ríkisstjórnarfund á mánudag þar sem ákveðið var að grípari til hertra aðgerða á landamærum, með kröfu um neikvætt COVID-próf frá bólusettum frá og með næsta þriðjudegi, viðruðu ráðherrar Sjálfstæðisflokks efasemdir um rökin fyrir því að grípa til frekari aðgerða í samtölum við fjölmiðla.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði við Ríkisútvarpið þann sama dag að sjálfstæðismenn hefðu „komið fram með ýmsar efasemdir um ýmsar sóttvarnaráðstafanir, í raun frá upphafi faraldursins“ og fóru þau ummæli, samkvæmt Morgunblaðinu, fyrir brjóstið á sjálfstæðismönnum.

Sögðu ónafngreindir þingmenn við blaðið að ljóst væri af ummælum ráðherra Vinstri grænna að kosningabaráttan væri hafin, en alþingiskosningar fara fram eftir rúma tvo mánuði.

Forsætisráðherra segir við Fréttablaðið í dag að komandi kosningar megi ekki hafa áhrif á það hvernig stjórnvöld takast á við faraldurinn, heldur verði að taka skynsamlegustu ákvarðanir á hverjum tíma.

„Það er á okkar ábyrgð að tryggja það,“ segir Katrín við blaðið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent