Segir „ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vísindafólk og ríkisstjórnin verði að fá „andrými til að meta stöðuna“ í faraldrinum og viðeigandi viðbrögð, í ljósi útbreiddra bólusetninga á Íslandi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera farna að ræða mögulegar aðgerðir vegna nýrrar bylgju veirufaraldursins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera farna að ræða mögulegar aðgerðir vegna nýrrar bylgju veirufaraldursins.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að vegna víð­tækra bólu­setn­inga almenn­ings sé Ísland ekki á sama stað í far­aldr­inum nú og þegar þriðja bylgja far­ald­urs­ins fór af stað. Því sé „ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“ til þess að hefta útbreiðslu COVID-19, sem er hröð þessa dag­ana.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag. For­sæt­is­ráð­herra segir að rík­is­stjórnin sé ekki farin að ræða frek­ari aðgerðir vegna stöð­unnar í far­aldr­inum og að mik­il­vægt sé að sótt­varna­yf­ir­völd og rík­is­stjórnin fái „and­rými til að meta stöð­una nún­a.“

„Við erum þannig að reyna það sem þjóð hvernig bólu­efnin virka, en það fylgir því að vera fremstur í röð­inni að eng­inn annar hefur neina for­skrift fyrir okk­ur. Við þurfum sjálf að vega og meta stöð­una sem er það sem okkar góða vís­inda­fólk er að ger­a,“ segir Katrín við Frétta­blað­ið.

Gætum fengið „hund­ruð og þús­undir smita“ eftir úti­há­tíðir

Ör vöxtur smita und­an­farna daga hefur valdið Þórólfi Guðn­a­syni sótt­varna­lækni áhyggjum þrátt fyrir hátt hlut­fall bólu­setn­inga.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Í við­tölum við fjöl­miðla í gær og í dag hefur hann ekki skotið loku fyrir það að hann muni leggja til ein­hverjar inn­an­lands­að­gerðir á næst­unni til að stemma stigu við útbreiðslu smita í sam­fé­lag­inu, nú þegar stórar úti­há­tíðir eru framundan

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag segir hann að við­burður á borð við Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum gæti hrint af stað smit­bylgju sem erfitt yrði að eiga við. „Við gætum fengið hund­ruð og þús­undir smita eftir slíkt,“ segir sótt­varna­lækn­ir­inn við blað­ið.

Auglýsing

56 smit greindust inn­an­lands í fyrra­dag og sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn í gær að ekki væri útlit fyrir annað en að fjöldi smita væri enn á upp­leið. Hann sagði lík­legt að Ísland yrði „rautt land“ á korti Evr­ópsku sótt­varna­stofn­un­ar­innar strax á næstu dögum ef fram héldi sem horf­ir.

Kosn­inga­bar­átta megi ekki flækj­ast fyrir við­brögðum

Á stjórn­mála­svið­inu hefur gætt titr­ings vegna stöðu mála í vik­unni. Eftir rík­is­stjórn­ar­fund á mánu­dag þar sem ákveðið var að gríp­ari til hertra aðgerða á landa­mærum, með kröfu um nei­kvætt COVID-­próf frá bólu­settum frá og með næsta þriðju­degi, viðr­uðu ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks efa­semdir um rökin fyrir því að grípa til frek­ari aðgerða í sam­tölum við fjöl­miðla.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði við Rík­is­út­varpið þann sama dag að sjálf­stæð­is­menn hefðu „komið fram með ýmsar efa­semdir um ýmsar sótt­varna­ráð­staf­an­ir, í raun frá upp­hafi far­ald­urs­ins“ og fóru þau ummæli, sam­kvæmt Morg­un­blað­inu, fyrir brjóstið á sjálf­stæð­is­mönn­um.

Sögðu ónafn­greindir þing­menn við blaðið að ljóst væri af ummælum ráð­herra Vinstri grænna að kosn­inga­bar­áttan væri haf­in, en alþing­is­kosn­ingar fara fram eftir rúma tvo mán­uði.

For­sæt­is­ráð­herra segir við Frétta­blaðið í dag að kom­andi kosn­ingar megi ekki hafa áhrif á það hvernig stjórn­völd takast á við far­ald­ur­inn, heldur verði að taka skyn­sam­leg­ustu ákvarð­anir á hverjum tíma.

„Það er á okkar ábyrgð að tryggja það,“ segir Katrín við blað­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent