Segir óbreytt ASÍ ekkert nema uppvakning sem þurfi að „kveða í gröfina“

Sólveig Anna Jónsdóttir segir verk að vinna í baráttunni við auðstéttina og sérhagsmunaöflin. Eina vopnið sem geti leitt til árangurs séu verkföll eða hótun um beitingu þeirra. Hún vill að verkalýðshreyfingin nýti lífeyrissjóðina í þágu sinna markmiða.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að ef Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) ætli sér ekki að móta stefnu sína ekki út frá skoð­unum og veru­leika félags­manna í aðild­ar­fé­lögum sam­bands­ins „heldur útfrá veru­leikafirrtum hug­myndum mennt­aðrar milli­stéttar sem komið hefur sér fyrir í ráðu­neyt­um, hjá hags­muna­sam­tökum hálaun­aðra rík­is­starfs­manna og í sam­tökum atvinnu­rek­enda þá er sam­bandið ekk­ert nema upp­vakn­ingur sem við skulum öll taka höndum saman um að kveða í gröf­ina.“

Þetta kemur fram í fjórðu og síð­ustu grein Sól­veigar Önnu um átökin innan ASÍ sem birt­ist á Kjarn­anum í morg­un.

Hún tel­ur  ein­ungis tvær leiðir séu færar fyrir ASÍ sem stend­ur. Önnur sé að horfast í augu við þá breyttu stöðu sem upp sé komin í íslenskri verka­lýðs­bar­áttu með til­komu nýrra afla inn í hana, laga sig að þeirri stöðu og breyta um kúrs. „Tak­ist ASÍ ekki að breyta um kúrs er aðeins ein önnur leið fær: Hún er sú að þau félög sem vilja starfa í verka­lýðs­hreyf­ingu sem er raun­veru­legt fram­fara- og mót­stöðu­afl skilji sig frá sam­band­in­u.“ 

Verk­föll eina vopnið sem getur leitt til árang­urs

Sól­veig Anna segir að ASÍ þurfi að fara í djúpa og alvar­lega vinnu við að end­ur­meta stefnu sína. 

Auglýsing
Í grein­inni leggur hún til að í þeirri vinnu verði við­ur­kennt að verk­efni íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ingar sé ekki lok­ið. „Þvert á móti er raun­veru­legt og stórt verk að vinna í bar­áttu við auð­stétt­ina og sér­hags­muna­öfl­in. Skylda sam­bands­ins er að þróa og leiða þetta verk­efni, og vera óhrætt við að skora á hólm þær ýmsu stofn­anir valds­ins sem standa vörð um óbreytt ástand, sama hvort það eru líf­eyr­is­sjóð­ir, fjár­mála­kerf­ið, Sam­tök atvinnu­lífs­ins eða rík­is­stjórn­in. Þá þarf Alþýðu­sam­bandið að við­ur­kenna fyrir sjálfu sér að eina vopnið sem getur leitt til árang­urs í verka­lýðs­bar­áttu eru verk­föll eða trú­verðug hótun um beit­ingu þeirra.“

Mögu­lega sé allt of margt fólk undir einum hatti

Sól­veig Anna segir að ef ASÍ tak­ist ekki að breyta um kúrs sé óum­flýj­an­legt að þau félög sem vilji starfa í verka­lýðs­hreyf­ingu sem er raun­veru­legt fram­fara- og mót­stöðu­afl skilji sig frá sam­band­inu. Þar á hún meðal ann­ars við tvö stærstu stétt­ar­fé­lög lands­ins, VR og Efl­ing­u. 

ASÍ er í dag eina lands­sam­band launa­fólks á almennum vinnu­mark­aði, með um 130 þús­und félags­menn. Sól­veig Anna segir að hugs­an­lega sé þetta alltof margt félags­fólk undir einum hatti, sér­stak­lega ef horft sé til sam­an­burðar við opin­beru félögin og lands­sam­bönd þeirra. „Op­in­berir starfs­menn deil­ast niður á þrjú félög (KÍ, BSRB og BHM) sem eru hvert um sig með á bil­inu 10-24 þús­und félags­menn. Slíkur fjöldi er miklu við­ráð­an­legri, og þetta fyr­ir­komu­lag hefur hvorki hamlað opin­beru félög­unum frá því að eiga í sam­starfi sín á milli né við Alþýðu­sam­bandið eða aðra aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Tvö eða fleiri heild­ar­sam­tök á almenna vinnu­mark­aðnum gætu auð­veld­lega starfað hlið við hlið og sam­eig­in­lega í þeim málum þar sem sam­komu­lag næð­ist um slíkt.“

Mörgum þyki vænt um nafn og sögu Alþýðu­sam­bands Íslands, sem sé skilj­an­legt að mati Sól­veigar Önnu, en á hinn bóg­inn geti það ber­sýni­lega ekki gengið að sam­bandið aftri eðli­legri fram­þróun og nauð­syn­legum breyt­ingum í hags­muna­bar­áttu félags­fólks. „Það þarf að nálg­ast hlut­ina með opnum hug og kasta af sér fjötrum íhalds­semi og for­tíð­ar­dýrk­un­ar.“

Verka­lýðs­hreyf­ingin á að nýta líf­eyr­is­sjóð­ina í þágu sinna mark­miða

Það að leiða íslenskt verka­fólk í bar­áttu fyrir betra þjóð­fé­lagi krefj­ist þess ekki endi­lega að öll verka­lýðs­hreyf­ingin sé sam­mála um loka­mark­mið bar­átt­unn­ar. „Á tutt­ug­ustu öld náðu verka­lýðs­hreyf­ingar um heim allan oft miklum árangri með sam­vinnu sós­í­alde­mókrata og komm­ún­ista, sem voru á köflum ósam­mála um lang­tíma­mark­mið en gátu engu að síður starfað vel og náið saman um brýnni skamm­tíma­mark­mið. Ekk­ert segir að þetta sé ekki hægt, en hins vegar ljóst að hinir betur settu hópar innan ASÍ og ann­arra lands­sam­banda þurfa að láta af hug­myndum um fast­setn­ingu kjara­bils á milli verka­lýðs­stéttar og milli­stétt­ar, sem birt­ist bæði í Salek-hug­mynda­fræð­inni og í stefn­unni um pró­sentu­hækk­anir launa.“

Þá telur Sól­veig Anna að það þurfi að láta af kreddu­bund­inni varð­stöðu um líf­eyr­is­sjóða­kerf­ið, sem sé löngu orðin að kvöð og byrði á verka­lýðs­hreyf­ing­unni. „Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru tæki sem verka­lýðs­hreyf­ingin sjálf lét á sínum tíma smíða. Hreyf­ingin á að nýta sjóð­ina í þágu sinna mark­miða, hvort sem það er í hús­næð­is­mál­u­m,  varð­andi sam­fé­lags­á­byrgð fyr­ir­tækja eða jafn­að­ar­stefnu í launum innan fyr­ir­tækja, en ekki láta sér­fræð­inga­veldi sjóð­anna eða rödd atvinnu­rek­enda í stjórnum sjóð­anna segja sér fyrir verk­um. Þegar þessum kreddum hefur verið hent á rusla­hauga sög­unnar ættu okkur að vera fleiri leiðir fær­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent