Segir Róbert Wessman hafa beitt ofbeldi og lagt á ráðin um rógsherferðir í fjölmiðlum

Einn nánasti samstarfsmaður Róberts Wessman til tveggja áratuga hefur stigið fram og sagt forstjóra Actavis hafa sýnt af sér óverjandi hegðun fyrir forstjóra í alþjóðlegu fyrirtæki.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og Alvotech.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og Alvotech.
Auglýsing

Hall­dór Krist­manns­son, einn nán­asti sam­starfs­maður Róberts Wessman síð­ast­liðna tvo ára­tugi, segir for­stjóra Alvogen hafa orðið upp­vís að morð­hót­un­um, lík­ams­árásum, sví­virði­legum ásök­unum og æru­meið­ingum í garð meintra óvild­ar­manna. Þá hafi Róbert lagt á ráðin um rógs­her­ferðir í fjöl­miðlum gegn ýmsu fólki sem hann hafi borið kala til. Þar á meðal hafi verið við­skipta­keppi­nautar og opin­berir emb­ætt­is­menn. Frá þessu er greint í frétt í Morg­un­blað­inu í dag þar sem rætt er við Hall­dór.

Róbert Wessman hefur skipt sér nokkuð af fjöl­miðla­rekstri á Íslandi á und­an­förnum árum. Hann kom að fjár­mögnun fjöl­miðla­sam­steypu sem rekin var undir hatti Pressunn­ar. Sá rekstur óx mikið á árunum 2014 til 2017 með yfir­töku ann­arra fjöl­miðla. Pressu­veldið leið undir lok haustið 2017 og þá eign­að­ist fjár­fest­ing­ar­fé­lag sem var meðal ann­ars í eigu Róberts útgáfu­fé­lagið Birt­ing, sem gaf meðal ann­ars út viku­blaðið Mann­líf. Róbert seldi sinn hlut í útgáf­unni árið 2018 til Hall­dórs Krist­manns­son­ar.

Í Morg­un­blað­inu í dag segir Hall­dór að sú hegðun sem Róbert hafi sýnt af sér, og hann kvart­aði til stjórnar Alvogen yfir, sé óverj­andi hegðun for­stjóra í alþjóð­legu fyr­ir­tæki og hljóti að vekja upp spurn­ingar um hæfi Róberts sem for­stjóra. 

Sögðu kvart­an­irnar ekki eiga sér stoð

Fyrir tæpri viku síðan sendi stjórn Alvogen frá sér yfir­lýs­ingu þar sem greint var frá því að henni hafi borist bréf 20. jan­úar síð­ast­lið­inn frá fyrr­ver­andi starfs­manni fyr­ir­tæk­is­ins þar sem kvartað var yfir hegðun Róberts Wessm­an. Óháð nefnd hafi verið sett á fót til að kanna inni­hald kvört­un­ar­innar og Róbert sagði sig frá störfum fyrir Alvogen á meðan að sú athugun fór fram.

Nokkru seinna, 10. febr­ú­ar, mætti Róbert þó í ítar­legt við­tal í Kast­ljós á RÚV en var þar titl­aður for­stjóri og stofn­andi Alvot­ech, syst­ur­fyr­ir­tækis Alvogen. Í mars var hann svo gestur Sölva Tryggva­sonar í podcasti hans, og þar var hann einnig titl­aður for­stjóri Alvot­ech.

Auglýsing
Sá sem kvart­aði, Hall­dór Krist­manns­son, hefur verið upp­lýs­inga­full­trúi Alvogen frá stofnun og starf­aði þar áður með Róberti hjá Act­a­v­is. Ásamt Árna Harð­ar­syni hefur Hall­dór verið nán­asti sam­starfs­maður Róberts á þess­ari öld. 

Erlend lög­fræði­stofa, White & Case, var fengin til að fara yfir kvart­anir Hall­dórs og íslenska lög­manns­stofan Lex veitti ráð­gjöf. Rann­sóknin stóð yfir í átta vikur og á meðan henni stóð var farið yfir gögn og rætt við tugi núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna.

Í yfir­lýs­ingu Alvogen frá því í síð­ustu viku stóð: „Nið­­ur­­stað­an er skýr og ljóst að efni kvart­an­ann­a á sér enga stoð. Ekk­ert bend­ir til þess að starfs­hætt­ir Rób­erts Wessman séu þess eðl­is sem greint er frá í bréf­in­u og eng­in á­stæð­a er til þess að að­haf­­ast neitt vegn­a þess­a máls.“

Seg­ist hafa verið „kýldur kald­ur“

Strax var greint frá því í fjöl­miðlum að starfs­mað­ur­inn sem um ræddi væri Hall­dór Krist­manns­son, þrátt fyrir að hann hefði ekki verið nafn­greindur í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Hann tjáir sig í fyrsta sinn um málið í Morg­un­blað­inu í dag og seg­ist telja að rann­sóknin á Róberti beri vott um hvít­þvott. Þar hafi verið litið fram­hjá hátt­semi sem stjórn­inni hafi þegar verið kunn­ugt um og Róbert hafi þegar þurft að biðj­ast afsök­unar á. Þá hafnar Hall­dór því algjör­lega að hafa sett fram fjár­kröfu á hendur fyr­ir­tæk­inu líkt og sagt var að hann hefði gert í áður­nefndri yfir­lýs­ingu.

Sjálfur segir Hall­dór að hann hafi verið „kýldur kald­ur“ í vitna við­ur­vist og önnur dæmi væru um að Róbert hefði beitt lík­am­legu ofbeldi. Í Morg­un­blað­inu segir að blaðið hafi rætt við vitni sem hafi séð þegar Hall­dór hafi verið kýld­ur. 

Stundin birti umfjöllun um Róbert nýverið þar sem kom meðal ann­ars fram að hann og fyr­ir­tæki á hans vegum hafi ­stundað það í gegnum árin að greiða erlendum aðilum og fyr­ir­tækjum fyrir jákvæða umfjöllun um sig. Var það sagt hluti af mark­vissri ímynd­ar­sköpun hans og fyr­ir­tæk­is­ins. Alvogen og Alvot­ech noti svo þessar keyptu og jákvæðu umfjall­anir svo til að aug­lýsa og kynna fyr­ir­tækið á Íslandi og erlend­is. 

Meðal ann­ars hafi verið greiddar um 70 þús­und pund síðla árs 2017, sem eru nálægt tíu millj­ónir króna á gengi þess tíma, fyrir for­síðu­við­tal við Róbert í enska tíma­rit­inu World Fin­ance. 

Stefna á skrán­ingu í Hong Kong

Alvogen hefur vaxið mikið á und­an­förnum árum og byggt upp umfangs­mikla starf­semi hér­lend­is. Það er með starf­semi i 20 löndum og hjá fyr­ir­tæk­inu vinna um 1.700 manns. Fyr­ir­tækið sér­hæfir sig í þróun og fram­leiðslu sam­heita­lyfja, lausa­sölu­lyfja og líf­tækni­lyfja. 

Al­vogen er svo stór hlut­hafi í sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­inu Alvot­ech, sem ætlar að setja á markað sam­heita­lyf innan tveggja ára. Róbert sagði í áður­nefndu Kast­ljós­við­tali að stefnt væri að útflutn­ings­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins muni nema um 20 pró­sentum vergrar lands­fram­leiðslu innan fárra ára.

Stærsti hlut­haf­inn í Alvot­ech er hins vegar Aztiq pharma, sjóður sem er undir stjórn Róberts. Í fyr­ir­tækja­skrá er Róbert skráður óbeinn end­an­legur eig­andi að 38,6 pró­sent hlut í Alvot­ech, sem gefur til kynna að það sé eign­ar­hlut­ur­inn sem hann stýr­ir. 

Stefnt er að skrán­ingu Alvot­ech í kaup­höll í Hong Kong síðar á þessu ári og með það fyrir augum hefur fyr­ir­tækið verið að sækja sér nýtt hlutafé til að tryggja rekst­ur­inn fram yfir fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð. 

Frétta­blaðið greindi frá því í síð­ustu viku að sam­tals hafi Alvot­ech sótt sér um 100 millj­ónir dala, um 12,7 millj­arða króna, í nýtt hlutafé á und­an­förnum fjórum mán­uð­um. Síð­ast bætt­ust TM, fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Hvalur og tveir sjóðir Stefn­is, sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis Arion banka, í hóp­inn.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent