Segja leyniþjónustuna hafa eytt skilaboðum frá 6. janúar

Þegar óskað var eftir að fá afhent textaskilaboð úr farsímum leyniþjónustumanna daginn sem árás var gerð á bandaríska þinghúsið gripu rannsakendur í tómt.

Árásarmennirnir komu sér þægilega fyrir í þinghúsinu.
Árásarmennirnir komu sér þægilega fyrir í þinghúsinu.
Auglýsing

Er yfir­maður rann­sókna- og eft­ir­lits­deildar banda­ríska inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins óskaði eftir afriti af skila­boðum starfs­manna leyni­þjón­ust­unnar dag­ana í kringum árás­ina á þing­húsið í Was­hington, fékk hann þau svör að þeim hefði verið eytt. Skýr­ing­in: Upp­færsla og end­ur­nýjun á far­síma­bún­aði. Frá þessu greindi yfir­mað­ur­inn, Jos­eph V. Cuffari, í bréfi til for­manna örygg­is­nefnda öld­unga­deildar og full­trúa­deildar þings­ins nú í vik­unni.

Rann­sókn stendur yfir á aðdrag­anda árás­ar­innar á þing­hús­ið. Sér­stök þing­nefnd fer fyrir rann­sókn­inni, skipuð bæði full­trúum repúblik­ana og demókrata.

Cuffari sagði í bréfi sínu að eyð­ing skila­boða til og milli starfs­manna leyni­þjón­ust­unn­ar, bæði 5. og 6. jan­ú­ar, hafi átt sér stað eftir að hann óskaði eftir að fá þessi gögn afhent. Því væri verið að hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar. Frá þessu greinir í frétta­skýr­ingu Was­hington Post.

Auglýsing

Cuffari og deild hans innan inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins bað um að fá afhent skila­boð starfs­mann­anna er hann var að vinna að eigin rann­sókn á árásinni. Sam­kvæmt lögum eiga starfs­menn leyni­þjón­ust­unnar að afhenda deild Cuffari gögn sem beðið er um. En í þess­ari til­teknu rann­sókn rakst hann á veggi. Honum var ítrekað neitað um að fá gögnin og vildi leyni­þjón­ustan að lög­fræð­ingar færu fyrst yfir þau. „Þetta leiddi til margra vikna tafa á því að við fengjum gögnin og olli rung­lingi um hvort þau hefðu öll verið afhent,“ skrifar Cuffari í bréfi sínu til þings­ins.

Í grein Was­hington Post segir að texta­skila­boðin hefðu getað varpað ljósi á aðdrag­anda árás­ar­innar og jafn­vel mein­tan þátt Don­alds Trump í henni. Starfs­menn Hvíta húss­ins hafa þegar upp­lýst í skýrslu­tökum hjá rann­sókn­ar­nefnd­inni að Trump hafi vitað hvað var í upp­sigl­ingu er vopn­aður skari stuðn­ings­manna hans kom til höf­uð­borg­ar­innar og streymdi svo eftir úti­fund með honum að þing­hús­inu og braust þar inn. Þá hefur einn fyrr­ver­andi starfs­maður Hvíta húss­ins sagt að Trump hafi ráð­ist á starfs­mann leyni­þjón­ust­unnar í for­seta­bílnum á leið frá úti­fund­in­um. Trump vildi að sér yrði ekið að þing­hús­inu með skrílnum en bíl­stjór­inn og líf­vörður Trumps voru á öðru máli.

Hafnar ásök­unum

Tals­maður leyni­þjón­ust­unnar segir stofn­una ekki hafa eytt texta­skila­boðum frá þessum dögum vís­vit­andi. Hann segir alla hafa lagt sig fram við að aðstoða við rann­sókn máls­ins, hvort sem það varðar afhend­ingu gagna eða skýrslu­tök­ur.

Hann segir að í jan­úar í fyrra hafi haf­ist inn­leið­ing á upp­færslu far­síma leyni­þjón­ustu­manna. Það hefði lengi staðið til og ekki tengst árásinni á þing­húsið á nokkurn hátt. Þetta hafi hins vegar leitt til þess að gögn úr „ein­hverjum far­sím­um“ hafi glat­ast.

Cuffari og hans rann­sókn­arteymi hafi ekki óskað eftir þessum far­síma­gögnum fyrr en 26. febr­úar í fyrra og þá hafi þessi upp­færsla sím­anna verið komin vel á veg.

Donald Trump hélt útifund við Hvíta húsið 6. janúar í fyrra þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til dáða.

Það var Trump sem til­nefndi Cuffari í stöðu yfir­rann­sak­anda hjá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem svipar nokkuð til starfs rík­is­end­ur­skoð­anda hér á landi. Hann hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir að fara í sögu­lega fáar rann­sóknir og skoð­anir á stofn­unum rík­is­ins síðan hann tók við og fyrir að hindra rann­sóknir ann­arra stofn­anna í ýmsum mál­um. Eitt þeirra er morðið á George Floyd sem lög­reglu­maður hefur nú verið dæmdur í fang­elsi fyr­ir.

Er Cuffari óskaði loks eftir far­síma­gögnum leyni­þjón­ust­unnar vegna árás­ar­innar á þing­húsið hafði meira en þriðj­ungur allra starfs­manna hennar fengið nýja far­síma sam­kvæmt hinni fyr­ir­fram ákveðnu upp­færslu. Allir starfs­menn stofn­un­ar­innar eiga að taka afrit af gömlum sím­tækjum sín­um, gæta þess að engin gögn glat­ist, m.a. texta­skila­boð. Það gera þeir hins vegar fæst­ir, segir heim­ild­ar­maður Was­hington Post.

Gögn um Kenn­edy-morðið

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leyni­þjón­ustan hefur ekki þau gögn á reiðu sem þarf til rann­sókna. Það gerð­ist t.d. við end­ur­upp­töku á rann­sókn á skotárásinni á John F. Kenn­edy, ára­tugum eftir að hún átti sér stað. Spurn­ingar vökn­uðu um hvort leyni­þjón­ustan hefði fengið upp­lýs­ingar um yfir­vof­andi hættu, um að hópur manna ætl­aði sér að ráða for­set­ann af dög­um. Er sú rann­sókn­ar­nefnd bað um gögn fékk hún þau svör að öllum gögnum í tengslum við morðið á Kenn­edy hefði verið eytt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent