Sérstakur saksóknari hefur fellt niður sakamál á hendur Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins þar sem grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þetta kemur fram á vef Vísis.
Þorsteinn segir, í samtali við Vísi, málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár, eða frá því mars 2012.
Málið hófst með húsleitum sem starfsmenn seðlabankans framkvæmdu í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Húsleitirnir voru framkvæmdar á grundvelli grunsemda um brot á lögum um gjaldeyrismál.
Í framhaldi af rannsókn kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til sérstaks saksóknara, en svo kom í ljós að ekki var heimilt samkvæmt laganna bókstaf að kæra fyrirtækin fyrir brot á lögunum sem um ræddi.
Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins, það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum, að því er segir í frétt Vísis.
Meint brot vörðuðu sektum eða allt að tveggja ára afangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk ekki fyrr en á vormánuðum á þessu ári.