Setið fyrir Halldóri fyrir utan World Class með uppsagnarbréf og stefnu

Halldór Kristmannsson segir að sú aðferð Alvogen og Alvotech að skjóta sendiboðann en hvítþvo Róbert Wessman kunni að skaða orðspor fyrirtækjanna tveggja. Málið hafi vakið athygli erlendis, meðal annars hjá samstarfsaðilum fyrirtækjanna.

Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Auglýsing

Hall­dór Krist­manns­son, einn nán­asti sam­starfs­maður Róberts Wessman til 18 ára, seg­ist hafa verið beittur for­dæma­lausri hörku fyrir að hafa gerst upp­ljóstr­ari og sagt frá hegðun Róberts, for­stjóra Alvogen og Alvot­ech, sem fól meðal ann­ars í sér morð­hót­an­ir. 

Hall­dór, sem var upp­lýs­inga­full­trúi og síðar fram­kvæmda­stjóri hjá sam­stæð­unni, sendi frá sér til­kynn­ingu í morg­un.

Þar segir hann að sama dag og Alvogen sendi frá sér yfir­lýs­ingu um að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins bæri fullt traust til Róberts eftir rann­sókn sem fram­kvæmt var vegna kvört­unar Hall­dórs, hafi verið setið fyrir hon­um. Sú harka sem sé hlaup­inn í málið sé með ólík­ind­um. „Sama dag og nafni mínu er lekið í fjöl­miðla og til­kynnt um „hvít­þott­inn“, þá er setið fyrir mér fyrir utan World Class í Smára­lind, með upp­sagn­ar­bréf og stefnu, þar sem fyr­ir­tækin hyggj­ast freista þess að fá lög­mæti upp­sagn­ar­innar stað­festa fyrir Hér­aðs­dómi. Stjórnum fyr­ir­tækj­anna virð­ist ein­fald­lega vera ofviða að fram­kvæma óháða rann­sókn á stjórn­ar­for­manni, for­stjóra og sínum stærsta hlut­hafa, eða aðhaf­ast nokkuð yfir höfuð þegar Róbert er ann­ars veg­ar.“

Morð­hót­anir og mis­notkun á fjöl­miðlum

Áður­nefnd yfir­lýs­ing Alvogen var send út til fjöl­miðla 23. mars síð­ast­lið­inn. Þá var málið ekki á vit­orði margra og lítið kom fram í henni annað en að „óháð úttekt“ hefði sýnt að engin gögn bentu til þess að eitt­hvað væri athuga­vert við stjórn­ar­hætti Róberts sem for­stjóra fyr­ir­tækj­anna tveggja. „Nið­­ur­­stað­an er skýr og ljóst að efni kvart­an­ann­a á sér enga stoð. Ekk­ert bend­ir til þess að starfs­hætt­ir Rób­erts Wess­man séu þess eðl­is sem greint er frá í bréf­in­u og eng­in á­stæð­a er til þess að að­haf­­ast neitt vegn­a þess­a máls.“

Auglýsing
Halldór steig svo fram í síð­ustu viku, sagð­ist vera upp­ljóstr­ar­inn í mál­inu og greindi frá inni­haldi kvört­unar sinnar til stjórnar Alvogen. Stundin greindi frá því sama dag að Róbert hefði reynt að hringja í fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra Act­a­vis, Mark Keat­ly, eftir að hann bar vitni í máli sem Björgólfur Thor Björg­ólfs­son hafði höfðað meðal ann­ars gegn Róbert. Í kjöl­farið hafi hann sent mann­inum og Claudio Albrecht, fyrr­ver­andi for­stjóra Act­a­vis, alls 33 smá­skila­boð á innan við sól­ar­hring þar sem hann hótað meðal ann­ars að drepa Keatly og að hann myndi vinna þeim og fjöl­skyldu þeirra skaða.

Róbert hefur geng­ist við því að hafa sent skila­boðin og upp­lýs­inga­full­trúi hans, Lára Ómars­dótt­ir, sagði við fjöl­miðla að hann hafa beðist afsök­unar á þeim og sjái eftir að hafa sent skila­boð­in. Þau hafi verið send úr flug­vél.

Hall­dór sagði einnig að Róbert hefði beitt sig allskyns óeðli­legum þrýst­ingi til að koma höggi á meinta óvild­ar­menn sína, meðal ann­ars í gegnum fjöl­miðla sem þeir fjár­mögn­uðu. Kjarn­inn greindi frá því 29. mars að einn þeirra væri Har­aldur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, en Róbert hafði tapað dóms­máli gegn syni Har­ald­ar. 

Gæti skaðað orð­spor

Í til­kynn­ingu sinni í dag segir Hall­dór, sem er hlut­hafi í fyr­ir­tækj­un­um, að hann hafi tals­verðar áhyggjur af aðgerð­ar­leysi Alvogen og Alvot­ech í mál­inu og að það kunni að skaða orð­spor fyr­ir­tækj­anna tveggja. „Málið hefur vakið nokkra athygli erlendis á meðal sam­starfs­að­ila, við­skipta­vina og fjár­festa, sem hafa sumir hverjir sett sig í sam­band við mig. Umræddir aðilar hafa eðli­lega borið upp spurn­ingar og lýst áhyggjum af þróun mála.

­Sama á við um íslenska fjár­festa, sem komu nýlega að fjár­mögnun Alvot­ech, og aðra sem hafa hags­muna að gæta hér á landi. Ég vill því stíga fram og ítreka sátta­hug og vel­vilja í garð fyr­ir­tækj­anna og sam­starfs­manna. Slík sátt setur hags­muni fyr­ir­tækj­anna í for­gang og felur í sér að óháðir stjórn­ar­menn taki hæfi Róberts til alvar­legrar skoð­un­ar. Auð­mýkt, virð­ing og almenn skyn­semi, er það eina sem þarf til að ljúka þessu máli, með far­sælum hætt­i.“

Hann segir að sú aðferð sem beitt hefur verið hingað til að hálfu Alvogen og Alvot­ech, sem felur í sér að hans mati að skjóta sendi­boð­ann og hvít­þvo Róbert Wess­man, sé til þess fallin að rýra trú­verðu­leika stjórn­ar­manna og hlut­hafa, og geti að óbreyttu skaðað orð­spor fyr­ir­tækj­anna til fram­tíð­ar. „Ég hef enn ekki fengið neina nið­ur­stöðu um rann­sókn, enda hef ég ástæðu til að efast um að ein­hver rann­sókn­ar­skýrsla hafi yfir höfuð verið gerð. Mér var mein­aður aðgangur að vinnu­gögn­um, til að aðstoða við rann­sókn­ina, og frá byrjun var ljóst að lög­fræði­stof­unni White & Case, var falið að „hvít­þvo“ Róbert.  Enn og aft­ur, virð­ist stjórn Alvogen ætla að horfa fram hjá kvört­unum um ósæmi­lega hegðun Róberts.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent