hj.nin_.2.jpg
Auglýsing

Í lok þessa mán­aðar verður síð­ustu bóka­búð­inni í Gex – L´Archiel des Mots -lok­að. Það eru hjónin Anne og Alex Sou­bra-Belay sem hafa rekið þessa verslun um ára­bil. Hann er tölv­un­ar­fræð­ingur og hún er end­ur­skoð­andi. Þau áttu sér lengi þann draum að opna lítið bóka­kaffi og hafa staðið fyrir ýmsum menn­ing­ar­við­burð­um: ljóða­upp­lestrum, mynd­list­ar­sýn­ing­um, bóka­kynn­ing­um, skipu­lagt les­hringi, fundi og mann­fagn­aði, selt og keypt gamlar bæk­ur. En eftir tap­rekstur síð­ast­liðin þrjú ár er draum­ur­inn úti.

„Við eigum eftir að sakna kúnn­anna en við getum ekki lengur keppt við Amazon og stór­mark­að­ina.“

Auglýsing

Verslun og við­skipti í frönskum smábæ

Það er nota­legt and­rúms­loft í þess­ari litlu búð sem er stað­sett í hjarta bæj­ar­ins. Hér situr fólk, drekkur kaffi, spjallar og les. Það er lykt af gömlum pappír í loft­inu, djas­s­plata rúllar á fón­in­um; búðin er stút­full af fal­legum og merki­legum bók­um, safn­grip­um, sér­visku­legum rit­u­m.  Hér er stöðugt skvaldur um heims­mál­in, bók­menntir og slúður bæj­ar­ins. Það er sér­stakur krókur fyrir börn sem una sér vel í kyrrð og ró.

„Flestir sem koma hérna eru annað hvort mjög ungir eða frekar gaml­ir. Fólk á aldr­inum 20 til 60 ára sést ekki hérna,“ segir Anne á meðan hún hellir upp á kaffi og afgreiðir bæk­ur.

Arnaldur Indriđason er sá íslenski höfundur sem mesta plássiđ tekur í frönskum bókabúđum. Í bókabúðinni í Gex er það sama upp á teningnum. Mynd: FE Arn­aldur Indriđa­son er sá íslenski höf­undur sem mesta plássiđ tekur í frönskum bóka­búđ­um. Bóka­búðin í Gex er engin und­an­tekn­ing. Mynd: FE

Gex er lít­ill, gam­all, franskur bær sem berst fyrir lífi sínu og því að geta verið lít­ill, gam­all,  franskur smá­bær. Hann liggur við landa­mæri Sviss með Júra­fjöllin í norðri, Alpana í suðri og stór­fljótið Rón í austri. Um ára­bil nutu bændur og bæj­ar­búar skatta­fríð­inda vegna land­fræði­legrar ein­angr­un­ar. Hér hefur ríkt friður í gegnum miklar styrj­aldir og bær­inn nýtur nálægð­ar­innar við Genf. Það er efna­hags­legt öryggi, hag­vöxtur og upp­bygg­ing. Í bænum búa um tíu þús­und manns frá ýmsum lönd­um; fjöl­margir kjósa að búa hér í sveit­inni, en vinna í stór­borg­inni sem er í um tutt­ugu kíló­metra fjar­lægð. Frið­sælar kýr sjást á beit á hverju túni og undir fótum þeirra, í iðrum jarð­ar, liggur síðan öreinda­hrað­all CERN þar sem vís­inda­menn reyna að leysa helstu ráð­gátur alheims­ins.



Hér bjuggu til forna Keltar og hér dvaldi Júl­íus Sesar á leið sinni norður eftir að hafa her­tekið Genf og reisti sér kast­ala á hæstu hæð bæj­ar­ins, sem bæj­ar­búar síðan nýttu í mörg ár gegn árásum inn­rás­ar­herja.



Þótt kastal­inn sé fall­inn er bær­inn enn að heyja sín varn­ar­s­tíð. Nú er það nútím­inn, staf­rænar bylt­ing­ar, ferða­menn og alþjóða­væð­ing sem herja á bæinn. Tím­inn lætur ekk­ert í friði. Risa­stórir stór­mark­aðir hafa hreiðrað um sig umhverfis bæinn eins og róm­verskur her og dregið mátt­inn úr öllum smá­versl­un­um.



„Allar litlu búð­irnar eru að hverfa. Þetta er orð­inn svefn­bær, hann var á margan hátt lit­rík­ari og skemmti­legri þegar hann var minni og fátækari,“ segir Anne.

Rue du Commerse - Versl­un­ar­gata

Bóka­búðin er við Rue du Commerce, eða Versl­un­ar­götu, sem varla stendur undir nafni leng­ur. Þarna hafa verið mark­aðir og litlar versl­anir í gegnum ald­irn­ar; nú standa þær flestar auðar eða þeim verið breytt í íbúð­ir.

Þarna er þó enn bak­aríið sem stofnað var 1884, lítil sér­visku­leg hljóð­færa­versl­un, búð sem selur ólívu­ol­í­ur; þarna eru gard­ínusal­inn og bólstr­ar­inn sem eiga lítið að gera í IKEA stór­veldið og draga segl sín smátt og smátt sam­an. Þrátt fyrir að bæj­ar­búar reyni eftir fremsta megni að versla við bændur á mark­aðn­um, kaupa kjöt af slátr­ar­anum og brauð af bak­ar­an­um, er Gol­íat samt sem áður að taka slag­inn að þessu sinni.

Rue du Commerce, eða Verslunargatan, í Gex. Mynd: FE Rue du Commerce, eða Versl­un­ar­gatan, í Gex. Mynd: FE

Bók­sal­inn í Gex hefur reynt eftir fremsta megni að aðlag­ast breyttum aðstæð­um: boðið upp á þráð­laust net, enskar bækur  sem og spænskar, þýskar jafnt sem franskar bæk­ur. Ljúfir smá­réttir og kökur með kaff­inu. Hjónin hafa skipu­legt menn­ing­ar­við­burði af ýmsu tagi. Alex segir að þetta sé fyrst og fremst ástríða. „Konan mín elskar bæk­ur, hún hrein­lega gleypir þær í sig og lang­aði alltaf að stofna bóka­búð. Ólst upp á miklu bóka­heim­ili. Við erum þakk­lát fyrir þennan tíma, hér inni eigum við dýr­legar minn­ing­ar. Við munum halda áfram að miðla bókum og munum fram­vegis selja þær á net­in­u.“

Bóka­búðum fækkar og fækkar

Frakkar eru mikil bóka­þjóð og lesa mik­ið. Öfugt við aðrar þjóðir hafa papp­írs­bækur haldið velli gagn­vart raf­bókum – alla vega um sinn. En spjald­tölvur og raf­bækur sækja hratt á sem veldur því að bóka­búðum fækkar og fækk­ar. Þetta er sama þróun og um alla  Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um. Stöðugt heyr­ast áhyggju­raddir yfir minnk­andi lestri barna og ung­linga. Bók­sala á Íslandi hefur til að mynda dreg­ist saman um 19 pró­sent að raun­virði frá árinu 2008. Eins og í Frakk­landi hefur bóka­búðum á lands­byggð­inni fækkað ört. Þar hafa stór­mark­að­irnir tekið við bók­söl­unni og ein­ungis boðið upp á vin­sæl­ustu titl­ana.  Örvænt­ing­ar­fullir bók­salar reyna að bregð­ast við kalli tím­ans og breyta búðum í bóka­kaffi og safn­ara­búð­ir.

Bóka­búðir hafa gegnt mik­il­vægu hlut­verki í frönsku þjóð­lífi. Napól­eon var mjög umhugað um þær og setti lög um bóka­búðir sem gerði þær kröfur að bók­salar væru geð­þekkir, mennt­aðir og víð­sýn­ir. Þegar leyfi voru gefin út voru bók­salar látnir sverja eið þess efnis að þeir myndu þjóna upp­lýs­ing­unni og frönsku þjóð­inni af alúð og elju­semi.

Innan úr bókabúð þeirra hjóna í Gex. Mynd: FE Innan úr bóka­búð þeirra hjóna í Gex. Mynd: FE

Hjónin Anne og Alex í L´Archipel Des Mots er með­vituð um þetta. „Nú þurfum við að finna nýja vinnu. En við gef­umst ekki upp; við erum alltaf til­búin að skipu­leggja bóka­kynn­ingar og ljóða­upp­lestur og að miðla bók­um. Þetta eru engin enda­lok þótt ákveðnum kafla sé nú lok­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None