Sigmundur Davíð: Æskilegt og nauðsynlegt að mynda þjóðarsátt

sigmundurda.png
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í kvöld­fréttum RÚV að við þær aðstæður sem nú eru uppi væri æski­legt, og jafn­vel nauð­syn­legt, að mynda ein­hvers kon­ar ­þjóð­ar­sátt. Hann var í við­tali vegna kjara­samn­inga.

Sig­mundur segir að það sé tómt mál að tala um atbeina stjórn­valda við gerð kjara­samn­inga sem myndu leiða til verð­bólgu og óstöð­ug­leika. Ef ákveðið yrði að gera það sem hann kallar kaup­mátt­ar­samn­inga horfi það öðru­vísi við. Þá sé rík­is­stjórnin til­búin að bæta við kaup­mátt­ar­aukn­ingu með lækkun skatta, gjald­töku og með breyt­ingu á tollum á fatn­aði.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, var einnig í við­tali á RÚV. Hann segir að hús­næð­is­frum­vörp rík­is­stjórn­ar­innar og gerð kjara­samn­inga teng­ist ekki neitt, þótt stjórn­völd haldi því fram. Úrbætur í hús­næð­is­málum séu mik­il­væg­ar, en teng­ist ekki samn­ing­un­um. „Það að lág­tekju­hópar innan ASÍ séu að gera kjara­samn­inga, það er ekk­ert tengt því að hér verði komið á ein­hverju hús­næð­is­kerfi, ekk­ert frekar en rík­is­stjórnin ræddi það við ein­hverja aðra hópa sem voru að semja hér á und­an­förnum mán­uðum og miss­erum,“ segir Gylfi.

Auglýsing

Bæði Eygló Harð­ar­dóttir félags­mála­ráð­herra og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hafa talað um að hús­næð­is­frum­vörp rík­is­stjórn­ar­innar séu inn­legg stjórn­valda inn í kjara­við­ræð­ur. Fleiri hafa talað um að rík­is­stjórnin eigi að koma að kjara­samn­ingum í formi til­laga í hús­næð­is­mál­um, til dæmis Gylfi Zoega hag­fræði­pró­fess­or. Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa einnig talað fyrir mik­il­vægi þess að atriði sem tengj­ast fast­eigna­mark­aðnum séu hluti af þessum mál­um.

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None