Sigmundur Davíð boðar áætlun um losun hafta fyrir lok vorþings

10054150805_0c00abdeec_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gerði fjár­magns­höftin að umfjöll­un­ar­efni í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem nú stendur yfir. Þar sagði hann að áætlun um losun hafta verði hrint í fram­kvæmd áður en yfir­stand­andi vor­þingi lýk­ur.

Í ræðu sinni sagði for­sæt­is­ráð­herra: „Á meðan und­ir­bún­ingur fyrir losun hafta hefur staðið yfir hafa stjórn­völd beðið þess að sjá hvort slita­búin legðu fram raun­hæfa áætlun um nauða­samn­inga. Áætlun þar sem tekið yrði til­lit til hags­muna íslensks almenn­ings og sýnt fram á að efna­hags­legum stöð­ug­leika yrði ekki ógn­að. Það er ekki óeðli­legt að gera slíka kröfu enda ómögu­legt fyrir stjórn­völd að losa höftin fyrr en menn hafa vissu fyrir því, að lífs­kjörum þjóð­ar­innar verði ekki stefnt í voða.“

Fyrst þurfti að skýra afstöðu til aðildar að Evr­ópu­sam­band­inuSig­mundur Davíð sagði að framan af hafi stefna kröfu­haf­anna miðað að því að bíða þess að Ísland gengi í Evr­ópu­sam­band­ið. „Mark­miðið var upp­taka evru með fyr­ir­greiðslu frá Evr­ópska seðla­bank­anum til að borga kröfu­hafa út. Slíkt hefði verið efna­hags­legt glapræði enda gefur evr­ópski seðla­bank­inn ekki aðild­ar­lönd­unum ókeypis pen­inga. Hingað hefðu sjálf­sagt borist allar þær evrur sem þörf hefði verið á til að borga út alla kröfu­hafa og alla snjó­hengj­una ekki aðeins á fullu verði heldur á því yfir­verði sem felst í því að papp­írs­hagn­aður kröfu­hafa væri fjár­magn­aður af íslenskum almenn­ingi með lán­töku.“

Þá sagði for­sæt­is­ráð­herra í ræðu sinni að ekki hafi verið hægt að stíga næstu skref við losun fjár­magns­hafta fyrr en afstaða rík­is­stjórn­ar­innar til aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu yrði skýrð.

Auglýsing

„Eftir að und­ir­bún­ings­vinnu sér­fræð­ing­anna lauk og tekið var fyrir Evr­ópu­sam­bands­leið­ina var full­trúum slita­bú­anna og vog­un­ar­sjóð­anna til­kynnt að ekki væri hægt að bíða leng­ur. Engin raun­hæf lausn hefur komið úr þeirri átt. Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í fram­kvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störf­um. Sér­stakur stöð­ug­leika­skattur mun þá skila hund­ruðum millj­arða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórn­völdum kleift að losa um höft án þess að efna­hags­legum stöð­ug­leika verði ógn­að. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hag­kerfið sé í gísl­ingu óbreytts ástands og eign­ar­hald á fjár­mála­kerfi lands­ins í því horfi sem það er.“

Út frá orðum Sig­mundar Dav­íðs má því reikna með að von sé á málum fyrir Alþingi á yfir­stand­andi vor­þingi, sem miði að losun fjár­magns­hafta. Reiknað er með að vor­þingi ljúki í maí og því má búast við veiga­miklum tíð­indum í þessum efnum á næstu vik­um.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None