Sigríður Dögg býður sig fram til formanns Blaðamannafélagsins

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Blaðamannafélags Íslands. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, hefur einnig gefið kost á sér.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Auglýsing

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, hefur einnig gefið kost á sér. Hjálmar Jónsson sem gegnir formennsku nú, verður ekki í endurkjöri. Kosningin fer fram á næsta aðalfundi félagsins, 29. apríl.

„Blaðamannafélagið stendur á spennandi tímamótum,“ skrifar Sigríður Dögg í framboðstilkynningu sinni sem hún hefur sent Blaðamannafélaginu. „Nýr formaður tekur við að loknum næsta aðalfundi og hans bíður það verkefni að færa starfsemi félagsins inn í nýja tíma. Við þurfum að aðlaga þetta öfluga félag að nútímanum og móta starfsemina út frá breyttum þörfum nýrra tíma með hagsmuni félaganna að leiðarljósi. Við þurfum að setjast niður, öll sem eitt, og koma okkur saman um hvað félagið á að standa fyrir, hvaða hlutverki það á að gegna í samfélaginu og gagnvart störfum okkar. Ég tel að nýr formaður eigi að stýra slíku endurbótastarfi og vera leiðtogi í þeirri vinnu og ég er sannfærð um að ég sé rétta manneskjan til þess að gera það.“

Auglýsing

Sigríður Dögg skrifar að hlutverk formanns Blaðamannafélags Íslands sé að verja hagsmuni félagsins og félagsmanna út á við og „taka alla þá slagi“ sem nauðsynlegt sé að taka. „Blaða- og fréttamenn þurfa oft að sitja undir ásökunum og jafnvel ærumeiðingum tengdum störfum sínum og eitt helsta hlutverk formanns og félagsins er að standa þétt við bak þeirra félagsmanna (og annarra blaða- og fréttamanna ef svo ber undir) og verja þá og störf þeirra þegar þess er þörf.“

Einnig segir hún nauðsynlegt að finna leiðir til þess að ná fram bættum kjörum og auknu starfsöryggi í stéttinni og vinna að því að efla skilning á mikilvægi fjölmiðla í samfélaginu og þýðingu þeirra í lýðræðisþjóðfélagi.

Sigríður Dögg segist hafa góða innsýn í flest störf innan íslenskra fjölmiðla og rúmlega tveggja áratuga reynslu í faginu. Auk þess að hafa unnið fréttir og viðtöl í dagblöð og ljósvakamiðla hafi hún stofnað og stýrt fjölmiðlum „með þeirri dýrmætu reynslu sem það felur í sér“.

Hún hefur unnið við blaða- og fréttamennsku frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í hagnýtri fjölmiðlum og hóf störf á Morgunblaðinu. Þar var hún fyrst fastráðin og síðan lausráðin sem fréttaritari í London til ársins 2002.

Í London vann hún við fjölmiðla og almannatengsl þangað til hún kom aftur heim til Íslands árið 2004 og hóf störf á Fréttablaðinu þar sem hún starfaði til ársbyrjunar 2007. Þá stofnaði hún og eiginmaður hennar, Valdimar Birgisson, vikublaðið Krónikuna. Í framhaldinu fór hún til starfa á DV en síðan í almannatengsl hjá Mosfellsbæ, stofnaði eigið almannatengslafyrirtæki og fór loks á Fréttatímann þar sem hún varð ritstjóri til ársins 2014. Eftir nokkurra ára hlé frá fjölmiðlastörfum hóf hún störf sem fréttamaður hjá RÚV árið 2017

„Ég vona að mér verði treyst til þess að leiða félagið inn í nýja tíma og heiti því að vinna með ykkur og fyrir ykkur að því að efla hagsmuni ykkar og félagsins okkar,“ skrifar Sigríður Dögg í framboðstilkynningu sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent