100 þúsund krónur á ári séu „margar hafragrautsskálar“

Í fyrirspurn um fátækt vitnaði þingmaður Flokks fólksins í samtal við einstætt foreldri sem borðar hafragraut seinni hluta mánaðar vegna fátæktar. Hækkun barnabóta mikilvæg fátækum að mati fjármálaráðherra, hún væri gríðarleg mæld í hafragrautsskálum.

Bjarni og Guðmundur Ingi ræddu fátækt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Bjarni og Guðmundur Ingi ræddu fátækt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, spurði hvort ekki væri hægt að finna fjár­magn til þess að útrýma sára­fá­tækt hér á landi líkt og tek­ist hefði að finna fjár­magn fyrir þær efna­hags­að­gerðir sem ráð­ist hefur verið í í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í fyr­ir­spurn sinni til Bjarna Bene­dikts­sonar vitn­aði Guð­mundur í fyrri umræður þar sem Bjarni spurði hvar ætti að fá fjár­magnið til þess að útrýma fátækt.

Guð­mundur taldi upp nokkrar þeirra aðgerða sem rík­is­stjórnin hefur ráð­ist í vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sem kostað hafa um 80 millj­arða á síð­ustu mán­uð­um. Hann tal­aði einnig sér­stak­lega um ferða­menn sem þurfa að dvelja á sótt­kví­ar­hót­eli með fæði en kostn­að­ur­inn er greiddur úr rík­is­sjóði.

„Þegar þessi útgjöld voru sett á, kom hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra hér upp í ræðupúlt og spurði hvar í ósköp­unum við eigum að fá pen­inga til að gera þetta? Ég minn­ist þess ekki,“ sagði Guð­mundur meðal ann­ars í ræðu sinni.

Auglýsing

Verð­mætum bjargað með efna­hags­að­gerðum

Bjarni tók undir það að hér byggju of margir sem ekki ná endum sam­an. Stuðn­ingur við þennan hóp væri samt sem áður til stað­ar. „En við höfum verið að styðja betur við bakið á þessum hóp­um. Við höfum gert það með ýmsum hætti. Við getum nefnt sem dæmi fjóra millj­arða sem við tókum sér­stak­lega til hliðar í þess­ari rík­is­stjórn í þessum til­gangi á þessu kjör­tíma­bili og það hefur verið þannig að við höfum hækkað um næstum því helm­ing stuðn­ing úr almanna­trygg­inga­kerf­inu á und­an­förnum tæpum ára­tug og kaup­máttur bóta hefur aldrei verið hærri en í dag, aldrei.“

Þá benti Bjarni á að efna­hags­að­gerð­irnar hefðu verið fjár­magn­aðar með lán­um. „Við teljum að með því að gera það þá séum við að bjarga verð­mætum þannig að ég held að það verði bara að horfa til þess að við erum að reka rík­is­sjóð hér með geig­væn­legum halla og hug­myndir um að afnema allar tekju­teng­ing­ar, svo dæmi sé tek­ið, kosta tugi millj­arða,“ bætti hann við.

Hann sagði lausnin væri að halda áfram að skapa mikil verð­mæti og að kraft­mikið atvinnu­líf hér á landi væri for­senda þess að hægt væri að stoppa í götin í vel­ferð­ar­kerf­inu.

Hafra­grautur á morgn­anna og hafra­grautur síð­degis

Guð­mundur Ingi sagði fjóra millj­arða í mála­flokk­inn vera dropa í haf­ið. Í kjöl­farið vitn­aði þing­mað­ur­inn í sam­tal sitt við ein­stætt for­eldri: „Ein­stætt for­eldri sagði við mig nýlega: „Hafra­grautur á morgn­ana og hafra­grautur seinni­part­inn eftir fimmt­ánda hvers mán­að­ar.“ Þá er fjár­magnið búið og þá getur við­kom­andi, eftir að hafa borgað leigu og önnur útgjöld, ekki haft efni á öðru fæði og hann kór­ón­aði það og sagði: „Helg­ar? Þá er hafra­grautur líka. En þá notum við þurrk­aða ávexti, rús­ínur og annað og kanil til að fá til­breyt­ingu og lúx­us.““

Að mati Guð­mundar hafi engum verð­mætum verið bjargað með því að greiða fyrir dvöl ferða­manna á sótt­kví­ar­hót­elum sem hingað koma. Betur færi á því að bjóða fátækum ein­stak­lingum að dvelja á hót­eli í fimm daga og borða ókeyp­is.

Margar hafra­grauts­skálar

Bjarni benti á að snúið væri að leggja mat á stöð­una út frá ein­stöku dæmi. „Maður vill skilja hvað er á bak við. Maður vill skilja hverjar eru tekj­urn­ar, hverjir eru tekju­straum­arn­ir, hvort við­kom­andi er virkur á atvinnu­mark­aði eða ekki?“

Til að nefna eitt dæmi, sagði Bjarni, þá hefði rík­is­stjórnin breytt barna­bótum þannig að ein­stætt for­eldri með tvö börn og 300 þús­und krónur í mán­að­ar­tekjur fengi nú meira en 100 þús­und krónur til við­bótar í barna­bætur á ári.

„Ef að hátt­virtur þing­maður vill mæla það í hafra­grauts­skálum þá eru þetta margar hafra­grauts­skál­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent