100 þúsund krónur á ári séu „margar hafragrautsskálar“

Í fyrirspurn um fátækt vitnaði þingmaður Flokks fólksins í samtal við einstætt foreldri sem borðar hafragraut seinni hluta mánaðar vegna fátæktar. Hækkun barnabóta mikilvæg fátækum að mati fjármálaráðherra, hún væri gríðarleg mæld í hafragrautsskálum.

Bjarni og Guðmundur Ingi ræddu fátækt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Bjarni og Guðmundur Ingi ræddu fátækt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Auglýsing

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði hvort ekki væri hægt að finna fjármagn til þess að útrýma sárafátækt hér á landi líkt og tekist hefði að finna fjármagn fyrir þær efnahagsaðgerðir sem ráðist hefur verið í í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Í fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar vitnaði Guðmundur í fyrri umræður þar sem Bjarni spurði hvar ætti að fá fjármagnið til þess að útrýma fátækt.

Guðmundur taldi upp nokkrar þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur ráðist í vegna kórónuveirufaraldursins sem kostað hafa um 80 milljarða á síðustu mánuðum. Hann talaði einnig sérstaklega um ferðamenn sem þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli með fæði en kostnaðurinn er greiddur úr ríkissjóði.

„Þegar þessi útgjöld voru sett á, kom hæstvirtur fjármálaráðherra hér upp í ræðupúlt og spurði hvar í ósköpunum við eigum að fá peninga til að gera þetta? Ég minnist þess ekki,“ sagði Guðmundur meðal annars í ræðu sinni.

Auglýsing

Verðmætum bjargað með efnahagsaðgerðum

Bjarni tók undir það að hér byggju of margir sem ekki ná endum saman. Stuðningur við þennan hóp væri samt sem áður til staðar. „En við höfum verið að styðja betur við bakið á þessum hópum. Við höfum gert það með ýmsum hætti. Við getum nefnt sem dæmi fjóra milljarða sem við tókum sérstaklega til hliðar í þessari ríkisstjórn í þessum tilgangi á þessu kjörtímabili og það hefur verið þannig að við höfum hækkað um næstum því helming stuðning úr almannatryggingakerfinu á undanförnum tæpum áratug og kaupmáttur bóta hefur aldrei verið hærri en í dag, aldrei.“

Þá benti Bjarni á að efnahagsaðgerðirnar hefðu verið fjármagnaðar með lánum. „Við teljum að með því að gera það þá séum við að bjarga verðmætum þannig að ég held að það verði bara að horfa til þess að við erum að reka ríkissjóð hér með geigvænlegum halla og hugmyndir um að afnema allar tekjutengingar, svo dæmi sé tekið, kosta tugi milljarða,“ bætti hann við.

Hann sagði lausnin væri að halda áfram að skapa mikil verðmæti og að kraftmikið atvinnulíf hér á landi væri forsenda þess að hægt væri að stoppa í götin í velferðarkerfinu.

Hafragrautur á morgnanna og hafragrautur síðdegis

Guðmundur Ingi sagði fjóra milljarða í málaflokkinn vera dropa í hafið. Í kjölfarið vitnaði þingmaðurinn í samtal sitt við einstætt foreldri: „Einstætt foreldri sagði við mig nýlega: „Hafragrautur á morgnana og hafragrautur seinnipartinn eftir fimmtánda hvers mánaðar.“ Þá er fjármagnið búið og þá getur viðkomandi, eftir að hafa borgað leigu og önnur útgjöld, ekki haft efni á öðru fæði og hann kórónaði það og sagði: „Helgar? Þá er hafragrautur líka. En þá notum við þurrkaða ávexti, rúsínur og annað og kanil til að fá tilbreytingu og lúxus.““

Að mati Guðmundar hafi engum verðmætum verið bjargað með því að greiða fyrir dvöl ferðamanna á sóttkvíarhótelum sem hingað koma. Betur færi á því að bjóða fátækum einstaklingum að dvelja á hóteli í fimm daga og borða ókeypis.

Margar hafragrautsskálar

Bjarni benti á að snúið væri að leggja mat á stöðuna út frá einstöku dæmi. „Maður vill skilja hvað er á bak við. Maður vill skilja hverjar eru tekjurnar, hverjir eru tekjustraumarnir, hvort viðkomandi er virkur á atvinnumarkaði eða ekki?“

Til að nefna eitt dæmi, sagði Bjarni, þá hefði ríkisstjórnin breytt barnabótum þannig að einstætt foreldri með tvö börn og 300 þúsund krónur í mánaðartekjur fengi nú meira en 100 þúsund krónur til viðbótar í barnabætur á ári.

„Ef að háttvirtur þingmaður vill mæla það í hafragrautsskálum þá eru þetta margar hafragrautsskálar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent