Helgi Seljan fer fram á endurupptöku siðanefndarúrskurðarins

Helgi Seljan hefur krafist þess að úrskurður siðanefndar RÚV í kærumáli Samherja gegn honum verði endurupptekinn eða afturkallaður, vegna mistaka siðanefndarinnar sem ekki hafi verið unnið rétt úr og vanhæfis eins nefndarmanna.

Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Auglýsing

Frétta­mað­ur­inn Helgi Seljan hefur farið fram á að úrskurður siða­nefndar Rík­is­út­varps­ins frá 26. mars, í kæru­máli Sam­herja gegn hon­um, verði end­ur­upp­tek­inn eða mögu­lega aft­ur­kall­að­ur.

Krafa Helga, sem send var á siða­nefnd­ina þann 10. apr­íl, byggir á því að mis­tök siða­nefnd­ar­inn­ar, sem úrskurð­aði hann upp­haf­lega brot­legan á grund­velli alls fimm ummæla og þar af einna sem alls ekki voru látin falla um Sam­herja, eigi að leiða til þess að úrskurð­ur­inn verði tek­inn upp að nýju.

Einnig hafi komið í ljós eftir að úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp að einn þriggja nefnd­ar­manna í siða­nefnd­inni, Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, hafi verið van­hæf til þess að fjalla um málið vegna hags­muna­tengsla við Sam­herja.

Heild­stætt mat lagt á ummæl­in, líka þau brott­felldu

Í erindi Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar lög­manns Helga til siða­nefndar RÚV er bent á að siða­nefndin hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur með ummælum sín­um, sér­stak­lega þegar þau væru saman tek­in. Einnig hafi nefndin sagt að það þyrfti að skoða alvar­leika brots Helga í því ljósi að um væri að ræða ítrekuð til­vik yfir langan tíma.

Af þessu sé ljóst að siða­nefndin hafi lagt mat á ummælin fimm heild­stætt.

Því hafi ekki verið nægi­legt að leið­rétta úrskurð­inn með því að fella ein ummæli sem Helgi lét falla 13. des­em­ber, um fyr­ir­tækið Eldum rétt en ekki Sam­herja, á brott og láta úrskurð­inn standa óbreyttan að öðru leyti, eins og gert var.

Hin brott­felldu ummæli hafi verið hluti af heild­ar­mati siða­nefnd­ar­innar og þar með for­senda fyrir þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur við siða­reglur RÚV.

Af þessu leiði að end­ur­upp­taka þurfi úrskurð­inn og leggja mat á þau fjögur ummæli sem eftir standa, meðal ann­ars á þeim grunni hvort að rétt­ar­reglur um „orð­hefnd og að gjalda líkum líkt“ eigi við um tján­ingu Helga, en í erindi lög­manns­ins segir að fram­ganga Sam­herja, for­svars­manna hans og tengdra aðila í garð Helga hafi veitt honum „rúmt svig­rúm til að tjá sig og svara fyrir sig.“

Sig­rún sögð hafa verið van­hæf til að taka sæti í nefnd­inni

Í end­ur­upp­töku­kröf­unni segir einnig að eftir að úrskurður siða­nefnd­ar­innar var kveð­inn upp hafi komið í ljós að Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, einn nefnd­ar­manna, hafi verið van­hæf til þess að taka sæti í siða­nefnd­inni og úrskurða í mál­inu vegna tengsla sinna við Sam­herja.

Dr. Sigrún Stefánsdóttir var ein þriggja sem áttu sæti í siðanefnd RÚV. Mynd: Aðsend

Nefndar eru tvær ástæður fyrir meintu van­hæfi Sig­rún­ar. Í fyrsta lagi hafi hún frá árinu 2014 starf­rækt Vís­inda­skóla unga fólks­ins við Háskól­ann á Akur­eyri og sé jafn­framt skóla­stjóri hans, sam­kvæmt vef­væði skól­ans. Á sömu heima­síðu komi fram að Sam­herji sé einn af styrkt­ar­að­ilum skól­ans sem Sig­rún stýrir og starf­ræk­ir.

Í öðru lagi sé Sig­rún stjórn­ar­maður í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu N4 á Akur­eyri, sem sé að hluta til í óbeinni eigu Sam­herja í gegnum Fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Vör og Síld­ar­vinnsl­una. Vísað er til greinar sem Sig­rún skrif­aði í Kjarn­ann 3. apríl 2020, um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þar skrif­aði Sig­rún meðal ann­ars að hver mán­aða­mót í rekstri N4 hefðu verið kvíð­væn­leg, vegna fjár­hags­stöðu mið­ils­ins.

Auglýsing

Því er bætt við að það hafi því „ef­laust komið sér vel fyrir rekstur N4“ að Sam­herji hafi keypt klukku­tíma sjón­varps­þátt hjá sjón­varps­stöð­inni um nýtt skip, Vil­helm Þor­steins­son EA 11, sem frum­sýndur var á N4 á annan í pásk­um.

Sam­herji birti til­kynn­ingu á vef sínum um þátt­inn þann 1. apríl og bent er á að það hafi verið fimm dögum eftir að siða­nefnd RÚV komst að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði brotið gegn siða­reglum með ummælum sínum um Sam­herja.

Af þessum ástæðum segir lög­maður Helga að taka beri kröfu um end­ur­upp­töku til greina. Eftir atvikum kunni þó að vera rétt að siða­nefndin aft­ur­kalli úrskurð­inn, enda sé hann ógild­an­legur vegna van­hæfis eins nefnd­ar­manns siða­nefnd­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent