Helgi Seljan fer fram á endurupptöku siðanefndarúrskurðarins

Helgi Seljan hefur krafist þess að úrskurður siðanefndar RÚV í kærumáli Samherja gegn honum verði endurupptekinn eða afturkallaður, vegna mistaka siðanefndarinnar sem ekki hafi verið unnið rétt úr og vanhæfis eins nefndarmanna.

Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Auglýsing

Fréttamaðurinn Helgi Seljan hefur farið fram á að úrskurður siðanefndar Ríkisútvarpsins frá 26. mars, í kærumáli Samherja gegn honum, verði endurupptekinn eða mögulega afturkallaður.

Krafa Helga, sem send var á siðanefndina þann 10. apríl, byggir á því að mistök siðanefndarinnar, sem úrskurðaði hann upphaflega brotlegan á grundvelli alls fimm ummæla og þar af einna sem alls ekki voru látin falla um Samherja, eigi að leiða til þess að úrskurðurinn verði tekinn upp að nýju.

Einnig hafi komið í ljós eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að einn þriggja nefndarmanna í siðanefndinni, Sigrún Stefánsdóttir, hafi verið vanhæf til þess að fjalla um málið vegna hagsmunatengsla við Samherja.

Heildstætt mat lagt á ummælin, líka þau brottfelldu

Í erindi Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns Helga til siðanefndar RÚV er bent á að siðanefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Helgi hefði gerst brotlegur með ummælum sínum, sérstaklega þegar þau væru saman tekin. Einnig hafi nefndin sagt að það þyrfti að skoða alvarleika brots Helga í því ljósi að um væri að ræða ítrekuð tilvik yfir langan tíma.

Af þessu sé ljóst að siðanefndin hafi lagt mat á ummælin fimm heildstætt.

Því hafi ekki verið nægilegt að leiðrétta úrskurðinn með því að fella ein ummæli sem Helgi lét falla 13. desember, um fyrirtækið Eldum rétt en ekki Samherja, á brott og láta úrskurðinn standa óbreyttan að öðru leyti, eins og gert var.

Hin brottfelldu ummæli hafi verið hluti af heildarmati siðanefndarinnar og þar með forsenda fyrir þeirri niðurstöðu að Helgi hefði gerst brotlegur við siðareglur RÚV.

Af þessu leiði að endurupptaka þurfi úrskurðinn og leggja mat á þau fjögur ummæli sem eftir standa, meðal annars á þeim grunni hvort að réttarreglur um „orðhefnd og að gjalda líkum líkt“ eigi við um tjáningu Helga, en í erindi lögmannsins segir að framganga Samherja, forsvarsmanna hans og tengdra aðila í garð Helga hafi veitt honum „rúmt svigrúm til að tjá sig og svara fyrir sig.“

Sigrún sögð hafa verið vanhæf til að taka sæti í nefndinni

Í endurupptökukröfunni segir einnig að eftir að úrskurður siðanefndarinnar var kveðinn upp hafi komið í ljós að Sigrún Stefánsdóttir, einn nefndarmanna, hafi verið vanhæf til þess að taka sæti í siðanefndinni og úrskurða í málinu vegna tengsla sinna við Samherja.

Dr. Sigrún Stefánsdóttir var ein þriggja sem áttu sæti í siðanefnd RÚV. Mynd: Aðsend

Nefndar eru tvær ástæður fyrir meintu vanhæfi Sigrúnar. Í fyrsta lagi hafi hún frá árinu 2014 starfrækt Vísindaskóla unga fólksins við Háskólann á Akureyri og sé jafnframt skólastjóri hans, samkvæmt vefvæði skólans. Á sömu heimasíðu komi fram að Samherji sé einn af styrktaraðilum skólans sem Sigrún stýrir og starfrækir.

Í öðru lagi sé Sigrún stjórnarmaður í fjölmiðlafyrirtækinu N4 á Akureyri, sem sé að hluta til í óbeinni eigu Samherja í gegnum Fjárfestingarfélagið Vör og Síldarvinnsluna. Vísað er til greinar sem Sigrún skrifaði í Kjarnann 3. apríl 2020, um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Þar skrifaði Sigrún meðal annars að hver mánaðamót í rekstri N4 hefðu verið kvíðvænleg, vegna fjárhagsstöðu miðilsins.

Auglýsing

Því er bætt við að það hafi því „eflaust komið sér vel fyrir rekstur N4“ að Samherji hafi keypt klukkutíma sjónvarpsþátt hjá sjónvarpsstöðinni um nýtt skip, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, sem frumsýndur var á N4 á annan í páskum.

Samherji birti tilkynningu á vef sínum um þáttinn þann 1. apríl og bent er á að það hafi verið fimm dögum eftir að siðanefnd RÚV komst að þeirri niðurstöðu að Helgi hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Samherja.

Af þessum ástæðum segir lögmaður Helga að taka beri kröfu um endurupptöku til greina. Eftir atvikum kunni þó að vera rétt að siðanefndin afturkalli úrskurðinn, enda sé hann ógildanlegur vegna vanhæfis eins nefndarmanns siðanefndarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent