Helgi Seljan fer fram á endurupptöku siðanefndarúrskurðarins

Helgi Seljan hefur krafist þess að úrskurður siðanefndar RÚV í kærumáli Samherja gegn honum verði endurupptekinn eða afturkallaður, vegna mistaka siðanefndarinnar sem ekki hafi verið unnið rétt úr og vanhæfis eins nefndarmanna.

Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Auglýsing

Frétta­mað­ur­inn Helgi Seljan hefur farið fram á að úrskurður siða­nefndar Rík­is­út­varps­ins frá 26. mars, í kæru­máli Sam­herja gegn hon­um, verði end­ur­upp­tek­inn eða mögu­lega aft­ur­kall­að­ur.

Krafa Helga, sem send var á siða­nefnd­ina þann 10. apr­íl, byggir á því að mis­tök siða­nefnd­ar­inn­ar, sem úrskurð­aði hann upp­haf­lega brot­legan á grund­velli alls fimm ummæla og þar af einna sem alls ekki voru látin falla um Sam­herja, eigi að leiða til þess að úrskurð­ur­inn verði tek­inn upp að nýju.

Einnig hafi komið í ljós eftir að úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp að einn þriggja nefnd­ar­manna í siða­nefnd­inni, Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, hafi verið van­hæf til þess að fjalla um málið vegna hags­muna­tengsla við Sam­herja.

Heild­stætt mat lagt á ummæl­in, líka þau brott­felldu

Í erindi Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar lög­manns Helga til siða­nefndar RÚV er bent á að siða­nefndin hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur með ummælum sín­um, sér­stak­lega þegar þau væru saman tek­in. Einnig hafi nefndin sagt að það þyrfti að skoða alvar­leika brots Helga í því ljósi að um væri að ræða ítrekuð til­vik yfir langan tíma.

Af þessu sé ljóst að siða­nefndin hafi lagt mat á ummælin fimm heild­stætt.

Því hafi ekki verið nægi­legt að leið­rétta úrskurð­inn með því að fella ein ummæli sem Helgi lét falla 13. des­em­ber, um fyr­ir­tækið Eldum rétt en ekki Sam­herja, á brott og láta úrskurð­inn standa óbreyttan að öðru leyti, eins og gert var.

Hin brott­felldu ummæli hafi verið hluti af heild­ar­mati siða­nefnd­ar­innar og þar með for­senda fyrir þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur við siða­reglur RÚV.

Af þessu leiði að end­ur­upp­taka þurfi úrskurð­inn og leggja mat á þau fjögur ummæli sem eftir standa, meðal ann­ars á þeim grunni hvort að rétt­ar­reglur um „orð­hefnd og að gjalda líkum líkt“ eigi við um tján­ingu Helga, en í erindi lög­manns­ins segir að fram­ganga Sam­herja, for­svars­manna hans og tengdra aðila í garð Helga hafi veitt honum „rúmt svig­rúm til að tjá sig og svara fyrir sig.“

Sig­rún sögð hafa verið van­hæf til að taka sæti í nefnd­inni

Í end­ur­upp­töku­kröf­unni segir einnig að eftir að úrskurður siða­nefnd­ar­innar var kveð­inn upp hafi komið í ljós að Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, einn nefnd­ar­manna, hafi verið van­hæf til þess að taka sæti í siða­nefnd­inni og úrskurða í mál­inu vegna tengsla sinna við Sam­herja.

Dr. Sigrún Stefánsdóttir var ein þriggja sem áttu sæti í siðanefnd RÚV. Mynd: Aðsend

Nefndar eru tvær ástæður fyrir meintu van­hæfi Sig­rún­ar. Í fyrsta lagi hafi hún frá árinu 2014 starf­rækt Vís­inda­skóla unga fólks­ins við Háskól­ann á Akur­eyri og sé jafn­framt skóla­stjóri hans, sam­kvæmt vef­væði skól­ans. Á sömu heima­síðu komi fram að Sam­herji sé einn af styrkt­ar­að­ilum skól­ans sem Sig­rún stýrir og starf­ræk­ir.

Í öðru lagi sé Sig­rún stjórn­ar­maður í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu N4 á Akur­eyri, sem sé að hluta til í óbeinni eigu Sam­herja í gegnum Fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Vör og Síld­ar­vinnsl­una. Vísað er til greinar sem Sig­rún skrif­aði í Kjarn­ann 3. apríl 2020, um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þar skrif­aði Sig­rún meðal ann­ars að hver mán­aða­mót í rekstri N4 hefðu verið kvíð­væn­leg, vegna fjár­hags­stöðu mið­ils­ins.

Auglýsing

Því er bætt við að það hafi því „ef­laust komið sér vel fyrir rekstur N4“ að Sam­herji hafi keypt klukku­tíma sjón­varps­þátt hjá sjón­varps­stöð­inni um nýtt skip, Vil­helm Þor­steins­son EA 11, sem frum­sýndur var á N4 á annan í pásk­um.

Sam­herji birti til­kynn­ingu á vef sínum um þátt­inn þann 1. apríl og bent er á að það hafi verið fimm dögum eftir að siða­nefnd RÚV komst að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði brotið gegn siða­reglum með ummælum sínum um Sam­herja.

Af þessum ástæðum segir lög­maður Helga að taka beri kröfu um end­ur­upp­töku til greina. Eftir atvikum kunni þó að vera rétt að siða­nefndin aft­ur­kalli úrskurð­inn, enda sé hann ógild­an­legur vegna van­hæfis eins nefnd­ar­manns siða­nefnd­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent