Helgi Seljan fer fram á endurupptöku siðanefndarúrskurðarins

Helgi Seljan hefur krafist þess að úrskurður siðanefndar RÚV í kærumáli Samherja gegn honum verði endurupptekinn eða afturkallaður, vegna mistaka siðanefndarinnar sem ekki hafi verið unnið rétt úr og vanhæfis eins nefndarmanna.

Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Auglýsing

Frétta­mað­ur­inn Helgi Seljan hefur farið fram á að úrskurður siða­nefndar Rík­is­út­varps­ins frá 26. mars, í kæru­máli Sam­herja gegn hon­um, verði end­ur­upp­tek­inn eða mögu­lega aft­ur­kall­að­ur.

Krafa Helga, sem send var á siða­nefnd­ina þann 10. apr­íl, byggir á því að mis­tök siða­nefnd­ar­inn­ar, sem úrskurð­aði hann upp­haf­lega brot­legan á grund­velli alls fimm ummæla og þar af einna sem alls ekki voru látin falla um Sam­herja, eigi að leiða til þess að úrskurð­ur­inn verði tek­inn upp að nýju.

Einnig hafi komið í ljós eftir að úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp að einn þriggja nefnd­ar­manna í siða­nefnd­inni, Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, hafi verið van­hæf til þess að fjalla um málið vegna hags­muna­tengsla við Sam­herja.

Heild­stætt mat lagt á ummæl­in, líka þau brott­felldu

Í erindi Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar lög­manns Helga til siða­nefndar RÚV er bent á að siða­nefndin hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur með ummælum sín­um, sér­stak­lega þegar þau væru saman tek­in. Einnig hafi nefndin sagt að það þyrfti að skoða alvar­leika brots Helga í því ljósi að um væri að ræða ítrekuð til­vik yfir langan tíma.

Af þessu sé ljóst að siða­nefndin hafi lagt mat á ummælin fimm heild­stætt.

Því hafi ekki verið nægi­legt að leið­rétta úrskurð­inn með því að fella ein ummæli sem Helgi lét falla 13. des­em­ber, um fyr­ir­tækið Eldum rétt en ekki Sam­herja, á brott og láta úrskurð­inn standa óbreyttan að öðru leyti, eins og gert var.

Hin brott­felldu ummæli hafi verið hluti af heild­ar­mati siða­nefnd­ar­innar og þar með for­senda fyrir þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði gerst brot­legur við siða­reglur RÚV.

Af þessu leiði að end­ur­upp­taka þurfi úrskurð­inn og leggja mat á þau fjögur ummæli sem eftir standa, meðal ann­ars á þeim grunni hvort að rétt­ar­reglur um „orð­hefnd og að gjalda líkum líkt“ eigi við um tján­ingu Helga, en í erindi lög­manns­ins segir að fram­ganga Sam­herja, for­svars­manna hans og tengdra aðila í garð Helga hafi veitt honum „rúmt svig­rúm til að tjá sig og svara fyrir sig.“

Sig­rún sögð hafa verið van­hæf til að taka sæti í nefnd­inni

Í end­ur­upp­töku­kröf­unni segir einnig að eftir að úrskurður siða­nefnd­ar­innar var kveð­inn upp hafi komið í ljós að Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, einn nefnd­ar­manna, hafi verið van­hæf til þess að taka sæti í siða­nefnd­inni og úrskurða í mál­inu vegna tengsla sinna við Sam­herja.

Dr. Sigrún Stefánsdóttir var ein þriggja sem áttu sæti í siðanefnd RÚV. Mynd: Aðsend

Nefndar eru tvær ástæður fyrir meintu van­hæfi Sig­rún­ar. Í fyrsta lagi hafi hún frá árinu 2014 starf­rækt Vís­inda­skóla unga fólks­ins við Háskól­ann á Akur­eyri og sé jafn­framt skóla­stjóri hans, sam­kvæmt vef­væði skól­ans. Á sömu heima­síðu komi fram að Sam­herji sé einn af styrkt­ar­að­ilum skól­ans sem Sig­rún stýrir og starf­ræk­ir.

Í öðru lagi sé Sig­rún stjórn­ar­maður í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu N4 á Akur­eyri, sem sé að hluta til í óbeinni eigu Sam­herja í gegnum Fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Vör og Síld­ar­vinnsl­una. Vísað er til greinar sem Sig­rún skrif­aði í Kjarn­ann 3. apríl 2020, um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þar skrif­aði Sig­rún meðal ann­ars að hver mán­aða­mót í rekstri N4 hefðu verið kvíð­væn­leg, vegna fjár­hags­stöðu mið­ils­ins.

Auglýsing

Því er bætt við að það hafi því „ef­laust komið sér vel fyrir rekstur N4“ að Sam­herji hafi keypt klukku­tíma sjón­varps­þátt hjá sjón­varps­stöð­inni um nýtt skip, Vil­helm Þor­steins­son EA 11, sem frum­sýndur var á N4 á annan í pásk­um.

Sam­herji birti til­kynn­ingu á vef sínum um þátt­inn þann 1. apríl og bent er á að það hafi verið fimm dögum eftir að siða­nefnd RÚV komst að þeirri nið­ur­stöðu að Helgi hefði brotið gegn siða­reglum með ummælum sínum um Sam­herja.

Af þessum ástæðum segir lög­maður Helga að taka beri kröfu um end­ur­upp­töku til greina. Eftir atvikum kunni þó að vera rétt að siða­nefndin aft­ur­kalli úrskurð­inn, enda sé hann ógild­an­legur vegna van­hæfis eins nefnd­ar­manns siða­nefnd­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent