Sigurður Ingi horfir til þess að byggðar verði 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum

Innviðaráðherra boðar nýja húsnæðisstefnu fyrir Ísland til að bregðast við gríðarlegum verðhækkunum. Hann segir ljóst að ágreiningur um ábyrgð á stöðunni „mun ekki skila okkur neitt áfram og veldur óásættanlegri pattstöðu“.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, boðar stofnun stýri­hóps til að móta hús­næð­is­stefnu fyrir Ísland á næstu dög­um. Stefnan verður svo lögð fyrir Alþingi til sam­þykktar í formi þings­á­lykt­un­ar. „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grund­völlur að því að hér á landi verði hægt að stór­auka hús­næð­is­upp­bygg­ingu á næstu árum og jafn­vel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opin­bera í formi fjöl­breytts hús­næð­is­stuðn­ings. Við erum með skýr mark­mið.“

Þetta kemur fram í grein sem Sig­urður Ingi skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Miklar hækk­anir en sögu­lega lítið fram­boð

Staðan á hús­næð­is­mark­aði hefur verið þannig síð­ustu tæpu tvö árin að eft­ir­spurn hefur verið mun meiri en fram­boð. Verð hefur hækkað skarpt, alls um 16,6 pró­sent síð­ast­liðið ár. Með­al­kaup­verð hefur hækkað um fimm millj­ónir króna á tveimur mán­uðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing
Íbúðum sem eru til sölu hefur að sama skapi fækkað mán­uði til mán­aðar og hátt hlut­fall íbúða selst yfir ásettu verði. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seld­ist til að mynda 43,2  pró­sent íbúða í fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu yfir ásettu verði í jan­úar og hefur hlut­fallið aldrei mælst áður jafn hátt, sam­kvæmt síð­ustu birtu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) um hús­næð­is­mark­að­inn. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er sér­stak­lega mikið bit­ist um litlar og ódýrar eign­ir, þær sem eru frá núll til tveggja her­bergja. Fjöldi íbúða sem eru með ásett verð á bil­inu 30-40 millj­ónir króna voru aðeins 26 tals­ins í byrjun febr­úar eða um tíu pró­sent af því sem þær voru í upp­hafi maí 2020. Það bendir til þess að vand­inn sé mestur hjá þeim sem eru að koma inn á markað eða hafa minni fjár­ráð en aðrir sem komu inn á mark­að­inn fyrr. 

Allir benda á aðra

Þeir sem bera ábyrgð á hús­næð­is­mark­aði hafa bent hver á annan þegar spurt er hverju sé um að kenna. Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri hefur til að mynda sagt að sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði að brjóta land og auka fram­boð til að auka fram­boð. Sam­tök iðn­að­ar­ins, sem gæta meðal ann­ars hags­muna bygg­ing­ar­verk­taka, hafa einnig haldið þessum mál­flutn­ingi á lofti.

­Stærstu sveit­ar­fé­lög­in, sér­stak­lega Reykja­vík, hafa á móti bent á á móti að aldrei hefur verið meira byggt en und­an­farin ár. Fram­boðs­skortur sé ekki endi­lega meg­in­á­stæð­an. Undir það hefur HMS tekið. Á Alþingi hefur stjórn­ar­and­staðan kallað eftir því að ríkið ráð­ist í stór­felldar aðgerðir til að mæta stöð­unni sem er á hús­næð­is­mark­aði og bent á að nær allar aðgerðir stjórn­valda í hús­næð­is­málum á und­an­förnum árum hafi snúið að því að auka eft­ir­spurn, ekki fram­boð. Eru þar nefndar leiðir eins og Leið­rétt­ing­in, skatt­frjáls nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar til íbúða­kaupa, Fyrsta fast­eign og hlut­deild­ar­lán. Þetta hafi leitt til hækk­unar á verði.

Bent hefur verið á að ákvarð­anir Seðla­banka Íslands um stór­felldar stýri­vaxta­lækk­anir og tíma­bundið afnám sveiflu­jöfn­un­ar­auka, sem færði bönkum lands­ins stór­aukið svig­rúm til að lána til íbúð­ar­kaupa, ásamt lækkun banka­skatts hafi haft mikil ruðn­ings­á­hrif á mark­að­inn og verið und­ir­staðan í miklum hagn­aði bank­anna á síð­ustu árum. Útlán til heim­ila hafa auk­ist um mörg hund­ruð millj­arða króna vegna þessa. 

Vill leggja ágrein­ing til hliðar

Í grein Sig­urðar Inga segir að það hafi ekki farið fram hjá neinum að þeir aðilar sem beri sam­eig­in­lega ábyrgð á stöð­unni á hús­næð­is­mark­aði séu ekki sam­mála um ástæður þess­ara miklu hækk­ana. „Að mínu mati er ljóst að þessi ágrein­ingur mun ekki skila okkur neitt áfram og veldur óásætt­an­legri patt­stöðu. Nú er tím­inn til að leggja þennan ágrein­ing og þessar skærur til hlið­ar. For­tíð er for­tíð og nú verðum við, ríki, sveit­ar­fé­lög, aðilar vinnu­mark­að­ar­ins og bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn að horfa fram á veg­inn og skapa jafn­vægi á hús­næð­is­mark­að­i.“

Það sé hins vegar ljóst að allir þeir sem koma að hús­næð­is­málum þurfi að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu sem sé fram und­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent