Sigurður Ingi horfir til þess að byggðar verði 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum

Innviðaráðherra boðar nýja húsnæðisstefnu fyrir Ísland til að bregðast við gríðarlegum verðhækkunum. Hann segir ljóst að ágreiningur um ábyrgð á stöðunni „mun ekki skila okkur neitt áfram og veldur óásættanlegri pattstöðu“.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, boðar stofnun stýri­hóps til að móta hús­næð­is­stefnu fyrir Ísland á næstu dög­um. Stefnan verður svo lögð fyrir Alþingi til sam­þykktar í formi þings­á­lykt­un­ar. „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grund­völlur að því að hér á landi verði hægt að stór­auka hús­næð­is­upp­bygg­ingu á næstu árum og jafn­vel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opin­bera í formi fjöl­breytts hús­næð­is­stuðn­ings. Við erum með skýr mark­mið.“

Þetta kemur fram í grein sem Sig­urður Ingi skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Miklar hækk­anir en sögu­lega lítið fram­boð

Staðan á hús­næð­is­mark­aði hefur verið þannig síð­ustu tæpu tvö árin að eft­ir­spurn hefur verið mun meiri en fram­boð. Verð hefur hækkað skarpt, alls um 16,6 pró­sent síð­ast­liðið ár. Með­al­kaup­verð hefur hækkað um fimm millj­ónir króna á tveimur mán­uðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing
Íbúðum sem eru til sölu hefur að sama skapi fækkað mán­uði til mán­aðar og hátt hlut­fall íbúða selst yfir ásettu verði. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seld­ist til að mynda 43,2  pró­sent íbúða í fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu yfir ásettu verði í jan­úar og hefur hlut­fallið aldrei mælst áður jafn hátt, sam­kvæmt síð­ustu birtu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) um hús­næð­is­mark­að­inn. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er sér­stak­lega mikið bit­ist um litlar og ódýrar eign­ir, þær sem eru frá núll til tveggja her­bergja. Fjöldi íbúða sem eru með ásett verð á bil­inu 30-40 millj­ónir króna voru aðeins 26 tals­ins í byrjun febr­úar eða um tíu pró­sent af því sem þær voru í upp­hafi maí 2020. Það bendir til þess að vand­inn sé mestur hjá þeim sem eru að koma inn á markað eða hafa minni fjár­ráð en aðrir sem komu inn á mark­að­inn fyrr. 

Allir benda á aðra

Þeir sem bera ábyrgð á hús­næð­is­mark­aði hafa bent hver á annan þegar spurt er hverju sé um að kenna. Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri hefur til að mynda sagt að sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði að brjóta land og auka fram­boð til að auka fram­boð. Sam­tök iðn­að­ar­ins, sem gæta meðal ann­ars hags­muna bygg­ing­ar­verk­taka, hafa einnig haldið þessum mál­flutn­ingi á lofti.

­Stærstu sveit­ar­fé­lög­in, sér­stak­lega Reykja­vík, hafa á móti bent á á móti að aldrei hefur verið meira byggt en und­an­farin ár. Fram­boðs­skortur sé ekki endi­lega meg­in­á­stæð­an. Undir það hefur HMS tekið. Á Alþingi hefur stjórn­ar­and­staðan kallað eftir því að ríkið ráð­ist í stór­felldar aðgerðir til að mæta stöð­unni sem er á hús­næð­is­mark­aði og bent á að nær allar aðgerðir stjórn­valda í hús­næð­is­málum á und­an­förnum árum hafi snúið að því að auka eft­ir­spurn, ekki fram­boð. Eru þar nefndar leiðir eins og Leið­rétt­ing­in, skatt­frjáls nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar til íbúða­kaupa, Fyrsta fast­eign og hlut­deild­ar­lán. Þetta hafi leitt til hækk­unar á verði.

Bent hefur verið á að ákvarð­anir Seðla­banka Íslands um stór­felldar stýri­vaxta­lækk­anir og tíma­bundið afnám sveiflu­jöfn­un­ar­auka, sem færði bönkum lands­ins stór­aukið svig­rúm til að lána til íbúð­ar­kaupa, ásamt lækkun banka­skatts hafi haft mikil ruðn­ings­á­hrif á mark­að­inn og verið und­ir­staðan í miklum hagn­aði bank­anna á síð­ustu árum. Útlán til heim­ila hafa auk­ist um mörg hund­ruð millj­arða króna vegna þessa. 

Vill leggja ágrein­ing til hliðar

Í grein Sig­urðar Inga segir að það hafi ekki farið fram hjá neinum að þeir aðilar sem beri sam­eig­in­lega ábyrgð á stöð­unni á hús­næð­is­mark­aði séu ekki sam­mála um ástæður þess­ara miklu hækk­ana. „Að mínu mati er ljóst að þessi ágrein­ingur mun ekki skila okkur neitt áfram og veldur óásætt­an­legri patt­stöðu. Nú er tím­inn til að leggja þennan ágrein­ing og þessar skærur til hlið­ar. For­tíð er for­tíð og nú verðum við, ríki, sveit­ar­fé­lög, aðilar vinnu­mark­að­ar­ins og bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn að horfa fram á veg­inn og skapa jafn­vægi á hús­næð­is­mark­að­i.“

Það sé hins vegar ljóst að allir þeir sem koma að hús­næð­is­málum þurfi að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu sem sé fram und­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent