Síldarvinnslan vill ekki að Ísland beiti Rússa viðskiptaþvingunum

Gunnþór Ingvarsson
Auglýsing

Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaups­stað, telur þátt­töku Íslands í við­skipta­banni gegn Rússum vera van­hugs­aða. Með þátt­töku eru gríð­ar­legir hags­munir þjóð­ar­bús­ins lagðir að veði, segir Gunn­þór í grein sem birt­ist á vef­síðu Síld­ar­vinnsl­unnar í dag. „Sé raun­veru­legur vilji til að aðstoða íslensk fyr­ir­tæki og gæta að hags­munum þjóð­ar­innar getur ráð­herra lýst yfir hlut­leysi stjórn­valda og reynt að vinda ofan af stuðn­ingi Íslands í aðgerðum gegn Rúss­um. Á þann hátt er sjálf­stæði Íslend­inga í utan­rík­is­málum und­ir­strik­að,“ segir Gunn­þór.

Nú sitja stjórn­endur fyr­ir­tækja milli vonar og ótta um það hvort stjórn­völd í Rúss­landi láti okkur á list­ann yfir þjóðir sem beittar verða við­skipta­þving­un­um. Mik­il­vægar ver­tíðir eru framund­an. Kraftar utan­rík­is­ráð­herra og hans fólks eiga ekki að fara í það að selja sjáv­ar­af­urð­ir. Athygli þeirra á að bein­ast að því að halda góðu sam­bandi við við­skipta­þjóðir okkar svo við getum flutt út sjáv­ar­af­urðir og aflað þjóð­ar­bú­inu tekna,“ segir í grein­inni. Síld­ar­vinnslan hefur flutt út síld­ar­af­urðir til Rúss­lands í meira en hálfa öld og hefur skipt fyr­ir­tækið miklum máli. „Vonum við að svo verði áfram um ókomna tíð og að sam­skipti okkar og við­skipta­vina okkar í Rúss­landi haldi áfram að styrkj­ast.“

Auglýsing


Greint var frá því í fjöl­miðlum í gær að stjórn­völd í Rúss­landi und­ir­búi nú útvíkkun á inn­flutn­ings­banni á mat­vörum sem er þegar í gildi gagn­vart Evr­ópu­sam­bands­lönd­um. Þetta hafa rúss­nesk stjórn­völd þó ekki stað­fest. Sam­kvæmt frétt fjöl­mið­ils­ins Russian Times hyggj­ast stjörn­völd láta inn­flutn­ings­bannið einnig ná til þeirra sjö Evr­ópu­ríkja sem styðja við­skipta­þving­anir ESB gagn­vart Rúss­landi vegna hern­að­ar­að­gerða þeirra í Úkra­ínu. Ísland er eitt þess­ara sjö ríkja.



Fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar segir enga efn­is­lega umræðu hafa farið fram um þátt­töku íslenskra stjórn­valda í að fram­lengja við­skipta­bann gegn Rússum, en það var gert í síð­ustu viku.

Telur hlut­leysi rétt­ast

Gunn­þór segir það hlut­verk utan­rík­is­ráðu­neytis Íslands að fram­fylgja utan­rík­is­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar eftir diplómat­ískum leiðum en ekki að beita þjóðir við­skipta­þving­unum án umræðu. „Und­ir­rit­aður átti fundi bæði með ráð­herra og for­manni utan­rík­is­mála­nefndar eftir að í ljós kom að Ísland studdi upp­haf­legar þving­un­ar­að­gerðir gegn Rússum þar sem þeim var fylli­lega gerð grein fyrir þeim afleið­ingum sem þetta gæti haft ef við­skipta­bann gegn Íslandi kæmi til fram­kvæmda.  Samt sér Birgir Ármanns­son, for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar, enga ástæðu til að staldra við þótt gríð­ar­legir hags­munir séu í húfi fyrir íslenskt efna­hags­líf.



Hlut­verk stjórn­valda er að skapa umgjörð um starfs­skil­yrði fyr­ir­tækja og styðja við þann far­veg sem alþjóð­leg við­skipti fara um. Sé raun­veru­legur vilji til að aðstoða íslensk fyr­ir­tæki og gæta að hags­munum þjóð­ar­innar getur ráð­herra lýst yfir hlut­leysi stjórn­valda og reynt að vinda ofan af stuðn­ingi Íslands í aðgerðum gegn Rúss­um. Á þann hátt er sjálf­stæði Íslend­inga í utan­rík­is­málum und­ir­strik­að.



Við­skipta­þving­anir hafa tak­mörkuð áhrif og bitna helst á þeim sem síst skyldi, það er almennum borg­urum við­kom­andi ríkja. Hlut­verk utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins er að fram­fylgja utan­rík­is­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar eftir diplómat­ískum leiðum en ekki að beita þjóðir við­skipta­þving­unum án umræðu. Það á að rækta við­skiptin við Rússa á þessum erf­iðu tímum og er full ástæða að við­halda ára­tuga góðum við­skipta­sam­böndum við Rússa,“ segir hann.

Afleið­ing­arnar steyp­ast yfir okkur

„Af­leið­ingar af þess­ari þátt­töku Íslend­inga eru að öllum lík­indum að steyp­ast yfir okkur á næstu dögum í formi inn­flutn­ings­banns á einn af okkar mik­il­væg­ustu mörk­uðum fyrir frystan upp­sjáv­ar­fisk; loðn­u-, síld­ar- og mak­ríl­af­urð­ir. Auk þess hefur mark­aður fyrir bol­fiskaf­urðir okkar verið vax­andi í Rúss­landi. Við­skipta­að­ilar okkar þar í landi hafa verið dug­legir að upp­lýsa okkur um frétta­flutn­ing af þessu máli sl. viku og hefur verið alveg skýrt í þeirra huga hvert málið stefn­ir. Samt virð­ast þessar fréttir koma utan­rík­is­ráð­herra á óvart í Morg­un­blað­inu og hann segir óljóst hvað Med­vedev for­sæt­is­ráð­herra sé að segja. Hér eru miklir hags­munir í húfi og ráð­herra lætur málið koma sér í opna skjöldu!



Við Íslend­ingar höfum síð­ustu ára­tug­ina átt í far­sælum og góðum við­skiptum við Rúss­land og stóðu þau við­skipti af sér kalda stríð­ið.   Eins og sést í sam­an­tekt hér að neð­an, sem byggð er á gögnum frá Hag­stofu Íslands, hafa við­skipti við Rúss­land með sjáv­ar­af­urðir vaxið ár frá ári.“



Gunn­þór segir enn­fremur að við­skipti með síld­ar­af­urðir eigi sér margra ára­tuga sögu. Mark­aður fyrir frosna loðnu hafi vaxið síðusut ára­tug­ina og mark­aður fyrir loðnu­hrogn sé stækk­anid. „Með til­komu mak­ríls­ins nýtt­ust við­skipta­sam­böndin strax til að byggja upp góða mark­aði fyrir mak­ríl­af­urðir okk­ar. Hags­mun­ir­þjóð­ar­innar eru hér mikl­ir.“

Stórt við­skipta­land

Kjarn­inn fjall­aði um við­skipta­bannið í gær og rýndi meðal ann­ars í utan­rík­is­við­skipti Íslands og Rúss­lands á síð­ustu árum. Í fyrra var Rúss­land 6. stærsta við­skipta­land Íslands. Alls voru fluttar út vör­ur, mest sjáv­ar­af­urð­ir, fyrir 29 millj­arða króna. Það er um fimm pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi Íslands árið 2014.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None