None

Sjálfakandi bílar verða orðnir almenningseign eftir 10 ár

ralf_herrtwich.jpg
Auglýsing

Sjálfa­kandi bílar eru orðnir að veru­leika og verða komnir í almenn­ings­eigu eftir um tíu ár. Þetta er spá Dr. Ralf G. Herrtwich sem stýrir þróun sjálf­keyr­andi bíla hjá Mercedes Benz. Hann kynnti þróun Daim­ler, móð­ur­fé­lags bíla­fram­leið­and­ans, á þess­ari nýju tækni og þær hindr­anir sem þarf að yfir­stíga á haust­ráð­stefnu Advania í Hörpu á föstu­dag.

Fyr­ir­tækið hefur verið að þróa þessa tækni í þónokkur ár en í sam­tali við Kjarn­ann segir Herrtwich skrið hafa kom­ist á þró­un­ina árið 2010. „Þetta fór að rúlla þegar við fórum að skoða þá tækni sem þegar er komin í bíl­ana,“ segir hann. „Sér­stak­lega hjá okkur þar sem alls­konar hjálp­ar­bún­aður fyrir öku­menn hefur verið lyk­il­at­riðið í að bæta öryggi far­þega.“

Auglýsing


„Við veltum fyrir okkur þá: hvað er hið eðli­lega næsta skref? Bif­reiðin býr yfir svo mik­illi tækni að við átt­uðum okkur á að það væri ekki aðeins hægt að búa til sjálf­stýr­ingu á örygg­is­bún­aði heldur á öllum verk­efn­unum sem lúta að akstri.“Nú þegar hefur hluta þess­arar nýju tækni verið komið fyrir í bílum frá Mercedes Benz. Herrtwich tekur dæmi af tækni sem kölluð er „Stop & Go“ sem var fyrst seld með bílum fyrir tveimur árum. Með þeirri tækni er bíll­inn sjálf­stýrður þegar hann er í umferð­ar­teppu og fær­ist aðeins fáeina metra í einu; eitt­hvað sem öllum bíl­stjórum þykir gríð­ar­lega leið­in­legt að sinna. „Bíll­inn ferð­ast sjálf­ur, án þess að öku­mað­ur­inn þurfi að snerta stýrið eða pedal­ana, upp í 20 kíló­metra hraða. Þá biður bíll­inn þig um að taka við stjórn­inn­i.“Teymi Herrtwich hefur þurft að takast á við mörg vanda­mál sem lúta sjálf­stýrðum bíln­um. Sjálfur sagði hann í fyr­ir­lestri sínum að nú þegar væru bílar orðnir sjálf­stýrðir í aðstæðum þar sem öku­menn gera venju­lega mis­tök. Nægir hér að nefna spól­vörn eða ABS-hemla­læsi­kerfi sem dæmi, eða í nýrri bílum skynjara sem  stöðva bíl­inn ef öku­maður er að bakka á kyrr­stæðan bíl eða staur. Hins vegar er það æði margt sem öku­menn gera yfir­leitt rétt og mun betur en tölvur kunna nú. Öll þau til­vik þurfi að for­rita og und­ir­búa áður en sjálf­stýrðir bílar verði almenn­ings­eign.Herrtwich segir þess vegna að á næstu fimm árum verði Mercedes til­búið með tækni sem gerir öku­mönnum kleift að stilla á sjálf­stýr­ingu á hrað­braut­um, þar sem til­tölu­lega auð­velt er að kenna bíl að aka. Eftir að minnsta kosti tíu ár verður svo hægt að bjóða upp á sjálf­stýr­ingu í borg­ar­um­hverfi þar sem hætt­urnar eru mun víðar og fjöl­breytt­ari. Þar þarf til dæmis að taka til­lit til umferð­ar­ljósa, gang­andi og hjólandi veg­far­enda og óskipu­lagð­ari bíla­um­ferð.Hlusta má á sam­talið í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None