Sjálfstæðisflokkurinn „holdgervingur“ eitraðs kokteils íslensks viðskiptalífs og stjórnmálalífs

Þingflokksformaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða ábyrgð hún bæri á að hafa komið Sjálfstæðisflokknum til valda og Bjarna Benediktssyni í fjármálaráðuneytið. Þær ræddu Íslandsbankasöluna í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

Halldóra Mogensen
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fjöll­uðu um Íslands­banka­söl­una í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í dag.

Hall­dóra ræddi tengsl Bjarna Bene­dikts­sonar efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra inn í íslenskt við­skipta­líf en hún sagði þau væru það víð­tæk og marglaga að hann hlyti að hafa vitað hverja hann myndi finna á til­boðs­list­anum í útboði Banka­sýsl­unn­ar.

„Það bara hlýtur að vera. Hann hlýtur að hafa vitað að hann myndi finna gamla kunn­ingja, jafn­vel ætt­ingja, á list­anum og að ef hann hefði kannað til­boðin til hlítar hefði kannski komið í ljós að hann væri van­hæfur til að taka ákvörðun um að sam­þykkja eða hafna til­boð­un­um. Hans eina und­an­komu­leið var að halda fyrir nef­ið, kvitta upp á for­síð­una og vona það besta. Ég sé það alla vega fyrir mér þannig,“ sagði hún.

Auglýsing

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nefni­lega hold­gerv­ingur eitr­aða kok­teils­ins. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var bar­þjónn­inn sem hristi þetta allt sam­an. Vinstri græn voru einu sinni sam­mála þessu, það veit ég. Svo sprakk þetta allt saman framan í okkur og það lítur út fyrir að ballið sé rétt að byrja á ný,“ sagði Hall­dóra og spurði Katrínu hvaða ábyrgð hún bæri á að hafa komið Sjálf­stæð­is­flokknum til valda og komið Bjarna í fjár­mála­ráðu­neyt­ið.

Telur að Alþingi eigi að hafa meiri aðkomu

Katrín sagði að hér hefði verið um að ræða ákvörðun sem var tekin og að ákveðin lög væru um það hvernig skuli taka þá ákvörð­un.

„Það er ákveðin stofnun sem var sett á lagg­irnar með lögum sem ber að gera til­lögur til ráð­herra og gerir slíka til­lögu um þetta ferli. Ætl­unin með lög­unum er að tryggja ákveðna fjar­lægð milli hins póli­tíska valds og síðan þess fram­kvæmd­ar­að­ila sem fer með söl­una. Það var hugs­unin á bak við það. Sömu­leiðis var ákveðið á sínum tíma að ein­stakar sölur ein­stakra hluta skyldu ekki bornar undir Alþingi nema með þeim hætti að óska skyldi umsagnar frá nefndum þings­ins.

Ég ætla að leyfa mér að segja það að ég hef efa­semdir um að það hafi reynst væn­leg leið. Ég tel að Alþingi eigi að hafa meiri aðkomu að þessu máli. Ég held að þegar við horfum á reynsl­una og drögum af henni lær­dóm þá sé það ekki óeðli­leg hug­mynd, eins og ég hef viðr­að, að Alþingi sam­þykki til að mynda þegar ákveðið er að selja ein­staka hluta og kafi þá ofan í mál­in. Ég vil hins vegar minna á það að ætl­unin með lög­unum var að hafa þessa fjar­lægð milli hins póli­tíska valds og fram­kvæmd­ar­að­il­ans. Það var ætl­unin og þá verður kakan ekki bæði geymd og borðuð í þessum efn­um,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

For­sæt­is­ráð­herra rétt­læti málið með „ein­hverju bulli“

Hall­dóra hóf fyr­ir­spurn sína á að segja að fyrir 14 árum hefði efna­hags­hrun orðið hér á landi. „Efna­hags­hrun sem var afleið­ing eitr­aðs kok­teils íslensks við­skipta­lífs og stjórn­mála­lífs, kok­teils sem við héldum að við hefðum sagt skilið við fyrir fullt og allt. Í kjöl­far hruns­ins, þar sem ríkið eign­að­ist skyndi­lega alla bankana, settum við lög um sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum en til­gang­ur­inn var að setja fast­mót­aðan ramma utan um það hvernig sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins skyldi hátt­að. Lögin kveða á um skýra laga­lega og póli­tíska ábyrgð ráð­herra á sölu­ferl­inu, að fjár­mála­ráð­herra sé skylt að skoða og sam­þykkja öll til­boð í eign­ar­hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m,“ sagði hún.

Benti Hall­dóra á að þetta ákvæði hefði ekki verið þarna að ástæðu­lausu og að for­sæt­is­ráð­herra viti það, enda hefði hún setið í þeirri rík­is­stjórn sem samdi og sam­þykkti þessi lög árið 2012.

„Það er ekki hægt að skýla sér á bak við það að túlk­unin sé ein­hvern veg­inn öðru­vísi en aug­ljós andi lag­anna var. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að ráð­herra beri ekki að kanna öll til­boðin í almennu útboði. Það stendur þar. Það á ekk­ert að gera það. En þetta á ekki við um lokuð útboð. Þar ber ráð­herra að fara yfir og meta til­boð­in.“

Hún sagð­ist ekki skilja að for­sæt­is­ráð­herra væri „í alvör­unni að taka þann pól í hæð­ina að fara að rétt­læta þetta með, ég veit ekki hverju, ein­hverju bulli“.

„Ákvæð­inu er ætlað að koma í veg fyrir að fjár­mála­ráð­herra geti selt pabba sínum banka. Það er nákvæm­lega ástæðan fyrir þessu ákvæði, til að koma í veg fyrir það en það tókst ekki. Í til­kynn­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu þann 8. apríl segir að upp­lýs­ingar um til­boð eða til­boðs­gjafa hafi aldrei verið bornar undir fjár­mála­ráð­herra sem þýðir að hann hafi ekki skoðað til­boðin sem honum bar laga­leg skylda til að skoða. Þetta eru rétt rúm­lega tvö hund­ruð til­boð. Við erum ekki að tala um mörg þús­und eins og verið er að reyna að rugla umræð­una með,“ sagði hún og spurði hvort henni fynd­ist þetta í lagi.

„Og eru það í alvör­unni við­brögð hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra að skýla sér á bak við það að það hafi ekki verið andi lag­anna að fjár­mála­ráð­herra tæki ábyrgð og myndi und­ir­rita til­boðin og skoða þau áður en hann gerði það?“

„Þetta er til skoð­unar og rann­sókn­ar“

Katrín svar­aði og sagði að hún gæti vitnað til þeirra gagna sem hún hefði undir höndum og lægju fyrir varð­andi þetta mál.

„Eftir að grein­ar­gerð um sölu­með­ferð liggur fyrir skal ráð­herra fela Banka­sýslu rík­is­ins að ann­ast um fram­kvæmd söl­unnar með þeim hætti sem grein­ar­gerðin um sölu­með­ferð­ina kveður á um. Banka­sýslan er því fram­kvæmd­ar­að­ili söl­unnar fyrir hönd rík­is­ins. Hún skal und­ir­búa sölu, leita til­boða, meta til­boð, hafa umsjón með samn­inga­við­ræðum við utan­að­kom­andi ráð­gjafa og vænt­an­lega kaup­endur og ann­ast samn­inga­gerð. Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ráð­herra eftir að hann hefur falið Banka­sýslu rík­is­ins fram­kvæmd söl­unnar fyrr en kemur að því að sam­þykkja sölu og und­ir­ritun samn­inga. Þá skilar Banka­sýsla rík­is­ins þessu rök­studda mati.

Það er svo að ábyrgð og verka­skipt­ing milli ráð­herra og Banka­sýslu rík­is­ins sam­kvæmt lög­unum er með þeim hætti að ekki er ætl­ast til þess að ráð­herra hafi afskipti af sölu­með­ferð­inni eftir að hann hefur falið Banka­sýslu rík­is­ins sölu eign­ar­hlut­ar­ins. Það má því segja að þarna sé kveðið á um mjög skýra verka­skipt­ingu milli ráð­herra á hverjum tíma og Banka­sýsl­unn­ar. Síðan getum við haft skoðun á því hvort ferlið hafi upp­fyllt þau sjón­ar­mið sem lögð eru til grund­vallar í grein­ar­gerð. Þá er ég til að mynda að vitnað til þess þegar kemur að skil­grein­ingu á hæfum fjár­festum og öðru slíku. Þetta er til skoð­unar og rann­sókn­ar,“ sagði Katrín.

Ráð­herr­ann sagði – af því að þing­mað­ur­inn spurði hvort henni fynd­ist þetta í lagi – að henni fynd­ist mjög mik­il­vægt að þessi mál væru einmitt öll uppi á borðum og að þau skoð­uðu málin til hlítar – að þetta væri rann­sakað til hlít­ar.

„Þess vegna eru tveir aðil­ar, Rík­is­end­ur­skoðun og Seðla­bank­inn, að taka þetta mál til skoð­un­ar, af því að við viljum öll að þetta sé í lagi. En það að fella dóm um þetta út frá lög­un­um, það mun ég ekki gera fyrr en þessar nið­ur­stöður liggja fyr­ir,“ sagði Katrín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent