Sjálfstæðisflokkurinn vill virkja einkaframtakið í „Landi tækifæranna“

Aðkoma einkaaðila í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, menntun og í uppbyggingu samgönguinnviða er meðal þess sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á fyrir komandi kosningar. Flokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar um nýliðna helgi.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksiins og fjármálaráðherra, í púlti á kosningastefnufundi formanna og flokksráðs Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksiins og fjármálaráðherra, í púlti á kosningastefnufundi formanna og flokksráðs Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Fundur flokks­ráðs og for­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins var hald­inn um helg­ina á Hilton Reykja­vík Nor­dica og á sex öðrum stöðum á land­inu sam­tím­is. Á fund­inum kom flokks­ráð og for­menn allra félaga og ráða í flokknum saman til að móta stefnu flokks­ins fyrir næstu kosn­ingar og lauk fund­inum með afgreiðslu stjórn­mála­á­lykt­unar þar sem kosn­inga­á­herslur flokks­ins er að finna undir yfir­skrift­inni „Land tæki­færanna“.

Fyrsta atriðið sem nefnt er undir kosn­inga­á­herslum flokks­ins er ábyrg efna­hags­stjórn sem sögð er vera for­senda þess að lífs­kjör hér á landi haldi áfram að batna. Flokk­ur­inn leggur áherslu á lægri skatta í þágu heim­ila og fyr­ir­tækja, öfl­ugra og fjöl­breytt­ara atvinnu­líf sem og auk­inn fjöl­breyti­leika í mennta­kerf­inu, „til að halda í við öra þróun sam­fé­lags og þarfir atvinnu­lífs.“

Flokk­ur­inn boðar græna orku­bylt­ingu sem felur í sér að Ísland taki for­ystu í orku­skiptum með því að nýta inn­lenda orku. Sam­göngur skulu auk þess verða nútíma­leg­ar, greiðar og öruggar um allt land.

Auglýsing

Þá er lögð áhersla á að réttur til heil­brigð­is­þjón­ustu verði tryggð­ur, að trygg­inga­kerfi eldri borg­ara verði end­ur­skoðað frá grunni og að frí­tekju­mark atvinnu­tekna þeirra verði hækkað í 200 þús­und krónur á mán­uði.

Sótt­varna­að­gerðir geti ekki tekið mið af stöðu Land­spít­ala

Í stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins segir að slaka þurfi á sótt­varna­að­gerð­um, nú þegar nærri öll þjóðin sé orðin bólu­sett. Nauð­syn­legt sé að vega hags­muni út frá sótt­vörnum og efn­hags- og sam­fé­lags­legum áhrif­um. Þar kemur einnig fram að leggja skuli aukna áherslu á ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir en að huga þurfi um leið sér­stak­lega að þeim sem glíma við und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eða eru í við­kvæmri stöðu.

Þar segir að Land­spít­al­inn þurfi að taka mið af far­aldr­inum hverju sinni frekar en að sótt­varna­að­gerðir taki mið af stöðu spít­al­ans. „Sótt­varna­að­gerðir til lengri tíma geta ekki tekið mið af stöðu Land­spít­ala heldur þarf skipu­lag og stjórnun spít­al­ans að taka mið af aðstæðum á hverjum tíma. Auka verður svig­rúm heil­brigð­is­kerf­is­ins til að bregð­ast við, jafnt fjár­hags­lega sem skipu­lags­lega. Standa verður áfram vörð um fleira en sótt­varnir þegar kemur að heilsu lands­manna.“

Einka­fram­takið virkjað

Flokk­ur­inn leggur áherslu á að sjálf­bærni rík­is­fjár­mála til lengri tíma sé tryggt. „Mark­miðið er að rekstur rík­is­sjóðs verði orð­inn jákvæður fyrir lok nýs kjör­tíma­bils, fyrst og fremst með auknum útflutn­ings­tekjum og umbótum í opin­berum rekstri. Leggja ber áherslu á að for­gangs­raða verk­efnum og virkja einka­fram­takið betur við veit­ingu opin­berrar þjón­ust­u,“ segir í álykt­un­inni.

Virkjun einka­fram­taks­ins er ákveðið leið­ar­stef í stefn­unni, enda sé grund­vall­ar­stefna flokks­ins sú „að frum­kvæði ein­stak­lings­ins fái notið sín sam­fara ábyrgð á eigin athöfn­um.“ Í stefn­unni segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi haft for­ystu um að fækka rík­is­stofn­unum og draga úr þátt­töku rík­is­ins á fjár­mála­mörk­uðum með sölu á hluta­bréfum í bönkum og með því að ein­falda reglu­verk og afnema lög og hund­ruð reglu­gerða. „Með því hefur sam­keppn­is­staða atvinnu­lífs­ins verið styrkt og líf ein­stak­linga ein­fald­að.“

Útlit er fyrir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vilji halda áfram á sömu braut en sam­ein­ing Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og Neyt­enda­stofu er nefnt í kosn­inga­stefnu flokks­ins sem aðgerð sem hægt sé að ráð­ast í til þess að bæta sam­keppn­isum­hverfi, laga- og reglu­verk, „þannig að hags­munir almenn­ings séu alltaf hafðir að leið­ar­ljósi.“ Flokk­ur­inn vill einnig að ríkið dragi úr sam­keppn­is­rekstri sínum og þá ekki síst með því að halda áfram að losa um eign­ar­hluti sína í fjár­mála­fyr­ir­tækjum á næstu árum en eign­ar­hald rík­is­ins í við­skipta­bönkum er um 425 millj­arðar um þessar mund­ir.

Í álykt­un­inni segir að ein­falt þurfi að vera að stofna og reka fyr­ir­tæki og fyrir fyr­ir­tæki að ráða starfs­fólk. Skattaum­hverfi verði að sníða með þeim hætti að alþjóð­leg sam­keppn­is­hæfni sé tryggð og þannig að almennt sé ekki þörf fyrir íviln­anir eða afslátt af opin­berum gjöld­um. Þá er í umfjöllun um ólíka geira, til að mynda ferða­þjón­ustu, bygg­ing­ar­iðnað og mat­væla­fram­leiðslu, sagt að huga þurfi sér­stak­lega að reglu­verki, þannig að það hafi ekki hamlandi áhrif.

Lofts­lags­breyt­ingar eru „tæki­færi fyrir bænd­ur“

Sam­kvæmt ályktun flokks­ins þarf að nýta sér­stöðu Íslands þegar kemur að heil­næmi í mat­væla­fram­leiðslu og hrein­leika nátt­úr­unnar og leggja frek­ari grunn að sókn íslenskrar mat­væla­fram­leiðslu, bæði í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi. Tryggja þurfi fjöl­breytta búskap­ar­hætti á grund­velli einka­fram­taks og frelsis til athafna og því þurfi sér­stak­lega að huga að reglu­verki svo það hamli ekki nýsköpun og fram­þró­un. Þá eru lofts­lags­breyt­ingar sagðar vera tæki­færi en ekki ógn.

„Land­bún­aður er mik­il­vægur í aðgerðum í lofts­lags­málum og getur með hag­kvæmum hætti skipt sköp­um. Um það verður ekki deilt að loft­lags­mál munu leika lyk­il­hlut­verk í þróun íslensks land­bún­að­ar. Hér er ekki um ógn að ræða heldur tæki­færi fyrir bændur til að ná fram auk­inni hag­kvæmni og arð­semi. Allar aðgerðir þurfa að vera mæl­an­legar og árangur verð­met­inn,“ segir í álykt­un­inni.

Þar segir einnig að það sé nauð­syn­legt að gjald­heimta í sjáv­ar­út­vegi dragi ekki úr sam­keppn­is­hæfni á alþjóða­mark­aði og fjár­fest­ingu. Þá gefi fisk­eldi aukin tæki­færi til verð­mæta­sköp­un­ar. Einnig segir að atvinnu­greinar sem nýti nátt­úru­auð­lindir í eigu hins opin­bera eigi að greiða hóf­legt og sann­gjarnt gjald fyr­ir. Sjálf­bær nýt­ing orku­auð­linda byggi undir árangur í lofts­lags­málum en sam­kvæmt álykt­un­inni er arð­söm upp­bygg­ing og nýt­ing auð­linda í sátt við umhverf­is­sjón­ar­mið lyk­il­at­riði í fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu hag­kerf­is­ins.

Flug­völlur í Vatns­mýri þar til annar er til­bú­inn

Flokk­ur­inn vill að aukin áhersla verði lögð á upp­bygg­ingu stofn- og tengi­vega um land allt og að áætlun verði mótuð um gerð jarð­ganga til lengri tíma, styrk­ingu ferju­leiða og við­hald flug­valla og upp­bygg­ingu vara­flug­valla. Reykja­vík­ur­flug­völlur er sagður gegna mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki fyrir landið allt og því sé „brýnt að hann verði óskertur í Vatns­mýri þar til annar jafn góður eða betri kostur er til­bú­inn til notk­un­ar.“

Flokk­ur­inn vill að einka­að­ilar komi að fjár­mögnun sam­göngu­verk­efna en það er sagt geta tryggt hrað­ari upp­bygg­ingu og betri nýt­ingu fjár­muna.

Ísland verði fyrst þjóða óháð jarð­efna­elds­neyti

Í umhverf­is­málum telur flokk­ur­inn að íviln­anir og jákvæðir hvatar séu besta tækið til að fá atvinnu­líf og ein­stak­linga til að dragar úr losun og að skapa þurfi enn frek­ari hvata til fjár­fest­inga í grænum lausn­um. Þá sé Ísland í lyk­il­stöðu til þess að hverfa frá jarð­efna­elds­neyti og taka upp umhverf­is­vænni orku­gjafa. Efna­hags­legur ávinn­ingur af því er sagður mik­ill en sam­kvæmt álykt­un­inni kaupa Íslend­ingar elds­neyti frá útlöndum fyrir um 80 til 120 millj­arðar á ári hverju. Flokk­ur­inn vill að Ísland verði fyrst þjóða óháð jarð­efna­elds­neyti.

Stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs mátti finna í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri-grænna og Fram­sóknar sem setið hefur í rík­is­stjórn á þessu kjör­tíma­bili en ekki kom til stofn­unar þjóð­garðs­ins. Ekki er með öllu ljóst hvað stendur til hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í mál­efnum mið­há­lend­is­þjóð­garðs en um hann segir í álykt­un­inni:

„Upp­bygg­ing þjóð­garða á mið­há­lendi Íslands verður að vera í sátt við sveit­ar­fé­lög, land­eig­endur og aðra þá sem nýta og njóta hálend­is­ins. Sé rétt staðið að skipu­lagi og allri umgjörð þjóð­garða geta þeir ekki aðeins verið hluti af mark­vissum aðgerðum á sviði nátt­úru­verndar heldur einnig skapað ný tæki­færi í atvinnu­málum um allt land, ekki síst ferða­þjón­ustu. Við upp­bygg­ingu þjóð­garða verður að tryggja öruggan raf­orku­flutn­ing um allt land ásamt sjálf­bærri nýt­ingu orku­auð­linda. Þá þarf að tryggja áfram ferða­frelsi um hálendi Íslands, óháð ferða­máta hvers og eins. Eigi að auka umfang þjóð­garða á hálendi Íslands þarf ávinn­ing­ur­inn að vera ljós fyrir þá sem nýta og njóta hálend­is­ins.“

Styrkja þurfi sam­starfs milli stofn­ana og sjálf­stætt starf­andi í heil­brigð­is­þjón­ustu

Flokk­ur­inn telur að hægt sé að bæta þjón­ustu í vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­þjón­ustu með „mark­vissri sam­þætt­ingu og sam­vinnu opin­berra og sjálf­stætt starf­andi aðila“ og að nauð­syn­legt sé að móta nýja stefnu á breiðum grunni. Flokk­ur­inn leggur áherslu á að við skipu­lag heil­brigð­is­þjón­ustu sé réttur ein­stak­linga til þjón­ustu tryggð­ur.

Í álykt­un­inni segir að nýta þurfi einka­fram­takið betur og mark­vissar á sviði heil­brigð­is­þjón­ustu og fjár­fest­inga. Þá eigi ein­stak­lingar og heil­brigð­is­starfs­fólk að geta átt fleiri en einn val­kost þaegar kemur að sjúkra­hús­starf­semi og almennri heil­brigð­is­þjón­ustu. Nýsköpun á sviði vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­þjón­ustu muni stuðla að auk­inni hag­kvæmni og gæðum í rekstri sem og tæki­færi til auk­inna útflutn­ings­tekna.

Gera þarf Land­spít­ala kleift að draga úr annarri starf­semi en þeirri sem hann á að sinna með því að efna til og styrkja sam­starf við aðrar heil­brigð­is­stofn­an­ir, sér­fræði­lækna og aðra sjálf­stætt starf­andi aðila í heil­brigð­is­þjón­ustu, segir enn fremur í álykt­un­inni. Land­spít­al­inn eigi að sinna stærri og flókn­ari aðgerð­um. Hann á auk þess að vera leið­andi í sótt­vörnum og örygg­is­málum er varða lýð­heilsu og heilsu­gæslu í land­inu.

Hið opin­bera greiði með hverjum nema óháð rekstr­ar­formi skóla

Í mennta­málum vill Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn meðal ann­ars að háskóla­nám verði styrkt um allt land og að gæði þess verði tryggð. Grunn­skólar eru sagðir eiga að leggja aukna áherslu á list- og verk­greinar og þá þarf skóla­starf að huga sér­stak­lega að börnum með erlent móð­ur­mál og drengj­um, enda standi þeir höllum fæti sam­kvæmt rann­sóknum og alþjóð­legum sam­an­burði.

Flokk­ur­inn vill að auk opin­bers rekstrar séu „kostir ein­stak­lings­fram­taks­ins nýttir með öfl­ugum sjálf­stætt starf­andi skólum og nýsköpun á sem flestum svið­um. Hið opin­bera á að greiða það sama með hverjum nema, óháð rekstr­ar­formi skól­ans sem hann sæk­ir.“

Fjallað er um inn­flytj­enda­mál undir liðnum „Menntun og menn­ing“ í álykt­un­inni enda auðgi inn­fletj­endur bæði menn­ingu og efna­hag, eins og það er orðað í álykt­un­inni. Að mati floks­ins þarf að þróa útlend­inga­lög­gjöf­ina áfram af „ábyrgð, raun­sæi og mann­úð.“ Í álykt­un­inni segir að auð­velda ætti fólki utan EES, sem getur fengið starf hér á landi, að koma hingað og starfa. Þar að auki segir í álykt­un­inni að stytta þurfi og ein­falda ferla og þau kerfi er varða umsækj­endur um alþjóð­lega vernd.

Til­efni til að end­ur­skoða ákveðna þætti stjórn­ar­skrár

Að mati flokks­ins er til­efni til end­ur­skoð­unar ákveð­inna þátta stjórn­ar­skrár­inn­ar, án þess þó að taka upp nýja stjórn­ar­skrá. „Heild­ar­end­ur­skoðun sem umturnar öllum ákvæðum stjórn­ar­skrár­innar sam­ræm­ist illa sjón­ar­miðum um réttar­ör­yggi og fyr­ir­sjá­an­leika.“

Þá vill flokk­ur­inn fjölga lög­reglu­mönnum í land­inu, en í álykt­un­inni segir að þekk­ing, þjálfun, starfs­um­hverfi og bún­aður þurfi að vera í takt við nútíma­kröf­ur. Það sé eitt af meg­in­hlut­verkum rík­is­valds­ins „að tryggja öryggi borg­ar­anna, vernda rétt­indi þeirra og frið­helgi einka­lífs.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent