Tökum á móti hlutfallslega færri flóttamönnum en Bandaríkin og Kanada

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna yfirtöku Talibana þar í landi. Er það mikið eða lítið miðað við þann fjölda sem önnur lönd hafa sagst ætla að taka á móti?

h_57140325.jpg
Auglýsing

Íslenska rík­is­stjórnin hyggst taka á móti fleiri afgönskum flótta­mönnum en Bret­ar, en færri flótta­mönnum en Banda­ríkja­menn og Kana­da­bú­ar, ef tekið er til­lit til mann­fjölda.

Sam­kvæmt nýlegri umfjöllun Newsweek um málið hefur banda­ríska rík­is­stjórnin sam­þykkt að taka á móti allt að 125 þús­und flótta­mönnum frá Afganistan fyrir lok næsta árs. Breska rík­is­stjórnin hefur aftur á móti sagst ætla að taka á móti 20 þús­und flótta­mönnum það­an, en búast má við að 5 þús­und þeirra muni koma til lands­ins fyrir lok þessa árs.

Marco Mend­icino, inn­flytj­enda­mála­ráð­herra Kana­da, til­kynnti svo á Twitter fyrir tæpum tveimur vikum síðan að rík­is­stjórnin þar í landi ætli að taka á móti 20 þús­und afgönskum flótta­mönn­um. Til sam­an­burðar sam­þykkti íslenska rík­is­stjórnin að taka á móti 120 afgönskum flótta­mönnum vegna ástands­ins þar í landi í síð­ustu viku.

Auglýsing

Sam­kvæmt þessum yfir­lýs­ingum má því búast við að rúm­lega þremur afgönskum flótta­mönnum verði gefið dval­ar­leyfi hér á landi fyrir hverja 10 þús­und íbúa, nánar til­tekið 3,2. Þetta er nokkuð hærra en í Bret­landi, þar sem búast má við færri en þremur afgönskum flótta­mönnum á hverja 10 þús­und íbúa, en lægra en í Banda­ríkj­un­um, sem hyggj­ast ætla að taka á móti 3,6 afgönskum flótta­mönnum á hverja 10 þús­und íbúa.

Höfum tekið á móti færri Afgönum en hin Norð­ur­löndin

Sam­kvæmt tölum frá flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR) bjuggu rúm­lega 120 afganskir flótta­menn hér á landi í fyrra, eða rúm­lega þrír fyrir hverja 10 þús­und íbúa. Þetta er lægsta hlut­fall afganskra flótta­manna á öllum Norð­ur­lönd­um, líkt og sjá má á mynd hér að neð­an.

Mynd: Kjarninn. Heimild: UNHCR

Til sam­an­burðar hafa dönsk stjórn­völd tekið á móti fjórum afgönskum flótta­mönnum á hverja 10 þús­und íbúa, en Finnar hafa tekið á móti sex og Norð­menn sjö. Lang­hæsta hlut­fallið er þó í Sví­þjóð, en þar bjuggu tæp­lega 30 þús­und afganskir flótta­menn í fyrra. Þetta jafn­gildir 29 flótta­mönnum á hverja tíu þús­und íbúa.

Aftur á móti hafa Bret­ar, Banda­ríkja­menn og Kanada­menn tekið á móti mjög fáum afgönskum flótta­mönnum hingað til. Sam­kvæmt sömu tölum voru þeir ein­ungis um 1.600 tals­ins í Banda­ríkj­unum í fyrra, sem jafn­gildir 0,05 á hverja 10 þús­und íbúa. Í Kanada voru 0,6 afganskir flótta­menn á hverja 10 þús­und íbúa, en í Bret­landi nam sam­svar­andi hlut­fall 1,3.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent