Flokkar sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskrá sinni eru með rúman meirihluta þingsæta í héraðinu, samkvæmt útgönguuspám fyrir kosningarnar, en héraðskosningar fóru fram. Niðurstöður liggja ekki fyrir enn.
Samkvæmt útgönguspám, meðal annars skoðanakönnun sjónvarpstöðvarinnar TV3 þá voru flokkar sem eru með sjálfstæði Katalóníu á stefnuskrá sinni með um 50 prósent atkvæða, og gætu fengið á bilinu 63 til 68 þingsæti af þeim 135 sem héraðinu tilheyra. Aðrar kannanir hafa sýnt sterkari meirihluta, á bilinu 74 til 79 sæti af 135.
MORE: Pro-independence parties to win 74-79 out of 135 parliamentary seats - polls http://t.co/YiZKEwMomB #Catalonia pic.twitter.com/wTk32AYjN3
Auglýsing
— RT (@RT_com) September 27, 2015
Forystufólk flokkanna tveggja sem eru með sjálfstæði Katalóníu á sinni stefnuskrá, Convergencia og Esquerra Republicana, hefur lýst því yfir að það muni lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu fari svo að þeir nái meirihluta atkvæða.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hvatt fólk eindregið til að sýna það með atkvæði sínu að það vilji halda „tryggð við Spán“. Hann hefur enn fremur sagt að mikilvægt sé fyrir fólk að átta sig á því að þetta mál varði framtíðar Spánar og tengist efnahaglegri velmegun landsins til framtíðar. Fari svo að sjálfstæðissinnar vinni geti það skaðað efnahag landsins.