Skipar starfshóp sem á að binda í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum íbúða

Menningar- og viðskiptaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem á að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Hann á að hafa hliðsjón af þingsályktunartillögu sem stjórnarandstöðuflokkar lögðu fram á síðasta kjörtímabili, og var samþykkt þvert á flokka.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, hefur ákveðið að skipa starfs­hóp sem er ætlað að að útfæra laga­breyt­ingar sem tryggi að ástands­skýrslur fylgi sölu­yf­ir­litum allra fast­eigna sem ætl­aðar eru til íbúð­ar. Hóp­ur­inn á að hafa þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem átta stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn – sjö frá Pírötum og einn úr Flokki fólks­ins – lögðu fram á síð­asta kjör­tíma­bili og fengu sam­þykkta með atkvæðum þing­manna úr öllum stjórn­mála­flokkum sem áttu full­trúa á Alþingi utan Mið­flokks­ins, sem sat hjá við atkvæða­greiðsl­una. 

Sam­kvæmt til­lög­unni eiga ástands­skýrslur að inn­i­halda grein­­ar­­góðar upp­­lýs­ingar um ástand fast­­eignar og vera unnar af óháðu mats­­fólki með víð­tæka þekk­ingu á mann­­virkja­­gerð. „Til þess að stuðla enn frekar að áreið­an­­leika, trausti og sátt í fast­­eigna­við­­skiptum verður fram­­kvæmd mats­ins og inn­i­halds ástands­­skýrsln­anna sam­ræmt,“ sagði í til­­kynn­ingu sem Píratar sendu frá sér þegar hún var sam­þykkt en Björn Leví Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður flokks­ins var fyrsti flutn­ings­­maður til­­lög­unn­­ar. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fast­eigna­við­skiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástands­skýrslum mun falla á mats­að­ila.

Auglýsing
Í til­lög­unni fólst að fela ráð­herra mála­flokks­ins að und­ir­búa laga­breyt­ingar í sam­ræmi við hana. Við því er Lilja að bregð­ast nú. Hún kynnti áform sín um skipun starfs­hóps­ins á rík­is­stjórn­ar­fundi sem fram fór í gær, þriðju­dag. 

Gæti hægt á mark­aðnum

Verði það bundið í lög að selj­endur íbúð­ar­hús­næðis þurfi að láta fram­kvæma ástands­skýrslu áður en íbúð er seld mun það fela í sér mikla breyt­ingu á íslenskum fast­eigna­mark­aði. Í dag er val­kvætt að kaupa slíka ástands­skoðun af einka­að­ilum en það er ekki algengt að það sé gert og þá nær alltaf á kostnað vænt­an­legra kaup­enda. Til­gang­ur­inn er að aukna rétt­ar­vernd íbúð­ar­kaup­enda en laga­breyt­ingin mun einnig óhjá­kvæmi­lega hafa áhrif á stöðu, ábyrgð og verk­efni fast­eigna­sala við kynn­ingu og sölu fast­eigna. 

Auk fram­an­greindra atriða mun starfs­hópnum verða falið að taka til skoð­unar aðrar til­lögur á sviði fast­eigna­kaupa sem varða hlut­verk fast­eigna­sala og fyr­ir­komu­lag til­boðs­gerðar og sam­þykkt­ar, auk mögu­leika á fyr­ir­komu­lagi um úrlausn ágrein­ings kaup­enda og selj­enda utan dóm­stóla.

Hlið­ar­á­hrif af þess­ari laga­breyt­ingu, verði hún að veru­leika, gætu líka verið þau að hægja myndi á fast­eigna­við­skipt­um, en gríð­ar­leg hækkun á íbúða­verði hefur verið meg­in­drif­kraftur þess að verð­bólga hefur hækkað skarpt hér­lendis und­an­farna mán­uði og mælist nú 8,8 pró­sent. Helstu grein­ing­ar­að­ilar búast við að verð­bólgan fari í tveggja stafa tölu í lok sum­ar­s. 

Starfs­hóp­ur­inn verður skip­aður full­trúum helstu hag­hafa, þ.e. Félagi fast­eigna­sala, Neyt­enda­sam­tök­un­um, Sam­tökum iðn­að­ar­ins og Hús­eig­enda­fé­lag­inu. Búið er að óska eftir til­nefn­ingum í starfs­hóp­inn og verður hann í fram­haldi af því skip­aður og tekur til starfa.

Miðað er við að starfs­hóp­ur­inn skili ráð­herra skýrslu á fyrri hluta árs 2023.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent