Lögreglan í Ottawa, höfuðborg Kanada, leitar nú byssumanns sem skaut mann við minnismerki í miðborg borgarinnar um klukkan 10 að staðartíma. Byssumaðurinn hljóp í kjölfarið í átt á þinghúsinu sem er handan götunnar við minnismerkið.
Stephen Harper, forsætisráðherra landsins, hefur verið komið í skjól að sögn talsmanna hans. Þinghúsinu hefur verið lokað og lögregla leitar byssumannsins þar inni og í næsta nágreni.
Maðurinn sem skotinn var er hermaður en hann hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, að sögn CBC-fréttastofunnar. Lögreglan í Ottawa hefur ekki staðfest hvert fórnarlambið er. Lögreglumenn loka nú og læsa öllum dyrum þinghússins svo hægt sé að þrengja leitina að byssumanninum sem sagður er bera „stóran riffil“.
Josh Wingrove, blaðamaður Globe and Mail, flytur fréttir eins og þær berast á Twitter.
I saw one motionless body outside the library of parliament. It appeared police had been aiming that decision with many gunshots.
— Josh Wingrove (@josh_wingrove) October 22, 2014
Police now searching all rooms that weren't locked pic.twitter.com/YAVgZFau5Q — Josh Wingrove (@josh_wingrove) October 22, 2014
Enn eru fréttir að berast af atburðinum og verður þessi frétt uppfærð um leið og fréttir berast.
[google_map width="100%" height="300px" src="https://www.google.com/maps/embed?pb=!1m18!1m12!1m3!1d2800.274035274166!2d-75.69540899999997!3d45.423977!2m3!1f0!2f0!3f0!3m2!1i1024!2i768!4f13.1!3m3!1m2!1s0x4cce04ffda0b042b%3A0xd9d50042c23c17e8!2sNational+War+Memorial+of+Canada!5e0!3m2!1sis!2sis!4v1413989643629"]
Uppfært kl. 16:25
Lögreglan leitar allt að þriggja byssumanna. Þetta hefur The Guardian eftir Chuck Benoit lögregluforingja í Ottawa. Skotárásir voru gerðar við minnismerkið, í þinghúsinu og í verslunarmiðstöðinni Rideau Center. Allir staðirnir hafa verið lokaðir fyrir umferð almennings. Einn er í haldi lögreglu en fregnir herma að lögreglan hafi skotið hann. Bandaríska sendiráðinu hefur einnig verið lokað en það er skammt frá vettvangi.
Police source has told a Globe colleague of mine that a second shooter has been shot
— Josh Wingrove (@josh_wingrove) October 22, 2014
Hermaðurinn sem skotinn var við minnisvarða um fallna hermenn hefur verið fluttur á spítala í borginni. Fréttafólk var flutt úr þinghúsinu því talið var að einn byssumannanna hafi verið á þaki hússins. Þá hafa heyrst þung högg úr þinghúsinu en fréttafólk á staðnum telur að þar sé lögregla að berja niður hurðir til að finna árásarmennina.
Google earth view showing the 3 locations of shootings in downtown Ottawa this morning -- all remain on lockdown pic.twitter.com/NsQ1zPwuxe
— Jason Morrell (@CNNJason) October 22, 2014
Á Twitter-reikningi Rideau Center-verslunarmiðstöðvarinnar er því neitað að skotárás hafi verið gerð þar. Lögregan tiltók ekki hvort árás hafi verið gerð þar inni, fyrir utan eða nærri verslunarkjarnanum.