Sögðu Sjálfstæðisflokkinn bara vilja ræða leka, ekki bankasöluna eða skýrsluna um hana

Heitar umræður voru á þingi í dag um leka á skýrslu Ríkisendurskoðunar til fjölmiðla tæpum sólarhring áður en hún átti að birtast. Stjórnarandstaðan benti á að þingmenn Sjálfstæðisflokks virtust ekki hafa miklar áhyggjur af leka á drögum á skýrslunni.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ekki ræða banka­söl­una. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ekki ræða skýrslu um banka­söl­una. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ræða ótíma­bæra birt­ingu á skýrslu um banka­söl­una. Það er inn­an­hús­met í með­virkni hér að falla.“ Þetta sagði Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, í umræðum á Alþingi í dag þar sem þing­menn og vara­þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks og þing­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokka tók­ust á um alvar­leika þess að skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um Íslands­banka­söl­una hafi verið lekið til fjöl­miðla tæpum sól­ar­hring áður en til stóð að birta hana. 

Morg­un­blaðið hefur fjallað mikið um lek­ann á skýrsl­unni und­an­farna daga og í prentút­gáfu blaðs­ins hefur verið fjallað svipað mikið um hann og efn­is­at­riði skýrsl­unnar það sem af er viku, auk þess sem tveir leið­arar hafa verið lagðir undir málið og einn Stak­steinapist­lill.

Í umræð­unum á þingin lýstu Sjálf­stæð­is­flokks­ins yfir miklum áhyggjum af því að trún­að­ar­gagn hefði lekið og for­seti Alþing­is, Birgir Ármanns­son úr Sjálf­stæð­is­flokki, lýsti því yfir í lok umræðu að lek­inn á skýrsl­unni yrði tek­inn fyrir í for­sætis­nefnd auk þess sem vænt­ingar væru til þess að hann yrði ræddur á vett­vangi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. 

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn köll­uðu mál­flutn­ing Sjálf­stæð­is­manna leik­rit og spurðu þá um áhyggjur þeirra af leka á drögum að skýrsl­unni, sem ein­ungis þrír þing­menn höfðu fengið að sjá. Þeir þrír þing­menn sitja í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og eru Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og við­skipta­ráð­herra, en Vísir fjall­aði fyrr í vik­unni um upp­lýs­ingar úr drög­un­um. Þá var spurt hvað þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins ætl­uð­ust til að for­seti Alþingis myndi gera í þessu máli og hvort hann ætti að fara yfir­heyra fjöl­miðla um hver heim­ild­ar­maður þeirra væri.

Sagði lek­ann rof á dreng­skap­ar­heiti þing­manna

Umræðan hófst á því að tveir vara­þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, þeir Björg­vin Jóhann­es­son og Frið­jón R. Frið­jóns­son, stigu í pontu undir liðnum störf þings­ins og lýstu yfir miklum áhyggjum af því að skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar hafi lekið til nokk­urra fjöl­miðla á sunnu­dag, tæpum sól­ar­hring áður en til stóð að birta hana. 

Björgvin Jóhannesson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks.

Björg­vin sagði í ræðu sinni að skýrslan hafi verið afhent sem trún­að­ar­gagn. „Ein­hvern veg­inn rataði skýrslan samt beint í fjöl­miðla og er orðin fyrsta frétt tæpum sól­ar­hring áður en til stóð að opin­bera hana. En það hefur varla verið minnst á þennan leka og trún­að­ar­brests hér í þing­sal. Finnst hæst­virtum þing­mönnum þetta í alvör­unni eitt­hvað létt­vægt mál, að trún­að­ar­gögnum nefnd­ar­manna Alþingis sé lekið beint í fjöl­miðla? Mér finnst það alls ekki og myndi ekki vilja liggja undir grun sem nefnd­ar­maður og hafa gerst sekur um slíkt athæfi.“ 

Auglýsing
Hann sagði að honum fynd­ist leki á trún­að­ar­gögnum í fjöl­miðla vera ein­fald­lega rof á dreng­skap­ar­heiti þing­manna og ekki leiðin til að efla traust Alþing­is. „Lek­inn geng­is­fellir störf þings­ins og sendir þau skila­boð út á við að okkur þing­mönnum sé ekki treystandi fyrir trún­að­ar­gögn­um. Og ef hæst­virt­um. þing­mönnum er alvara um að auka virð­ingu og traust Alþingis þá er nauð­syn­legt að kom­ast til botns í þessu máli.“

Frið­jón sagð­ist for­viða yfir lek­anum og sagði að Alþingi myndi gjalda fyrir trún­að­ar­brest­inn. Fólk sem ætti erindi við nefndir þings­ins geti ekki treyst þing­inu. „Fyrir 30 árum sirka­bát líkti þing­maður og ráð­herra starfs­háttum á Alþingi við gagn­fræða­skóla og hlaut bágt fyr­ir. Ég held að flestir þeir sem ég var með í Réttó á sínum tíma hafi haldið trúnað lengur og betur en þessi þing­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar sem var skjót­ari en skugg­inn að skjóta skýrsl­unni upp í Efsta­leiti. Ég held að það blasi við, virðu­legi for­seti, að Alþingi setur niður við þennan trún­að­ar­brest og for­seti hlýtur að bregð­ast við mál­in­u.“

„Á for­seti að fara í ein­hvern löggu­leik?“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar tóku þennan mál­flutn­ing óstinnt upp í næsta lið þing­fund­ar, um fund­ar­stjórn for­seta. Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hóf þau andsvör með því að spyrja hver það væri sem græddi á lek­an­um. „Hver er það sem græðir á því að umræða og frétta­flutn­ingur hverf­ist um þennan leka frekar en þær brotala­mir sem fjallað er um í skýrsl­unni sjálfri og ábyrgð ráð­herra á þeim? Ekki eru það þeir þing­menn sem vilja að hér fari fram skýr og fók­useruð umræða um skýrsl­una sjálfa. Ég verð að segja að ég er hund­fúll að þessi skýrsla hafi lekið til fjöl­miðla áður en stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd kom saman til að fjalla um hana. Ég er líka hissa á því að drög að skýrsl­unni hafi lek­ið. Drög sem engir þing­nefnd og eng­inn þing­mað­ur, nema þeir þrír sem eiga sæti í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál, höfðu aðgang að. Ég ætla hins vegar ekki í ein­hvern dylgjuleik hérna um hvern kunni að hafa framið eitt­hvað trún­að­ar­brot.“ Hann biðl­aði svo til þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem tekið höfðu til máls um að fara ekki framúr sér í ásök­unum þegar ekki lægju fyrir neinar vís­bend­ingar um að trún­að­ar­brotið hafi átt sér stað hjá nefnd­ar­mönnum stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. 

Auglýsing
Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, sagði að það yrði ágætt ef þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefðu áhyggjur af því hvernig upp­lýs­ingar um sölu­ferlið á Íslands­banka hafi lekið út dag­anna áður en það fór fram með þeim afleið­ingum að við­skipti með bréf í bank­anum þurrk­uð­ust upp, en Fjár­mála­eft­ir­litið er með það til rann­sóknar sem stend­ur. „Ég hef meiri áhyggjur af þeim leka.“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.

Hann spurði þá Björg­vin og Frið­jón svo hverju þeir væru eig­in­lega að kalla eft­ir. „Á for­seti að fara í ein­hvern löggu­leik? Á for­seti að yfir­heyra þing­menn? Á hann að hafa í gegnum póst­hólfin hjá þing­mönn­um? Á að fara að yfir­heyra fjöl­miðla? Á að fara að taka frétta­stofu RÚV á teppið og spyrja hver er heim­ild­ar­mað­ur­inn?“

Sóru af sér dylgjur

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagði að það hafi verið svo aug­ljóst að eitt­hvað í lík­ingu við þessa lekaum­ræðu myndi ger­ast. „Til­gang­ur­inn með því að leka skýrsl­unni er nákvæm­lega eng­inn vegna þess að það kostar bara svona væl. Ef við eigum að fara að tala um ein­hverjar dylgjur þá er bara um einar dylgjur að ræða hérna sem er vert að segja, að það hafi verið þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem láku skýrsl­unn­i.“ Þeir hagn­ist mest á því að vera með orð­ræðu um leka. „Ég ætla hins vegar ekki að nota slíkar dylgj­ur. Ég ætla bara að vekja athygli á þeim. Þetta er ekki alvar­legt mál.“

Berg­lind Ósk Guð­munds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sem situr í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, fór í pontu og sagð­ist vera orð­laus. Hún skildi ekki hvernig Birni Leví dytti í hug að saka „nefnd­ar­menn stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Sjálf­stæð­is­flokks­ins um að hafa lekið skýrsl­unn­i [...] þetta er gjör­sam­lega fárán­legur mál­flutn­ing­ur. Ég ætla bara að koma hér upp og bera af mér sak­ir.“ Björn Leví kall­aði í kjöl­farið úr þing­sal að hann hefði alls ekki gert það og aðrir þing­menn tóku undir það. Hildur Sverr­is­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem situr líka í nefnd­inni, tók í sama streng og sór líka af sér sak­ir. 

„Um þetta fjallar Morg­un­blaðið ekki“

„Það er ótrú­legt að fylgj­ast með þessu leik­rit­i,“ sagði Jóhann Páll þegar hann steig öðru sinni í pontu. „Sjálf­stæð­is­menn koma hér í sal­inn [...] og gera að því skóna að þing­menn úr stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hafi lekið trún­að­ar­gagni. Þegar hálf­part­inn er dylgjað á móti að kannski hafi ein­hver þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins lekið trún­að­ar­gagni þá er það allt í einu alveg voða­legur glæpur og fólk svo­leiðis yfir sig hneykslað á því.“

Auglýsing
Hann hvatti svo for­seta Alþing­is, for­mann stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar og nefnd­ina í heild til að eiga fund með rík­is­end­ur­skoð­anda og reyna að fá frá honum upp­lýs­ingar um að það sé þing­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd sem hafi lekið skýrsl­unni. „Var það þá kannski líka þing­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd sem lak skýrslu­drögum sem eng­inn þing­maður nema þrír þing­menn í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál höfðu aðgang að?“

Þor­björg Sig­ríður sló botn­inn í þessa umræðu og byrj­aði á því að segja að auð­vitað væri það óheppi­legt að skýrslan hafi lek­ið. „Það er hins vegar með nokkrum ólík­indum að þeir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hingað koma upp og tala um leka, tali ekki um hinn eig­in­lega leka, sem eru auð­vitað þau drög sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir almenn­ings. Um þetta fjalla þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins ekki. Um þetta fjallar Morg­un­blaðið ekki. Og það væri áhuga­vert að heyra sjón­ar­mið Rík­is­end­ur­skoð­anda til þess hvað ölli því að drög sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir almenn­ings röt­uðu í fjöl­miðla. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ekki ræða banka­söl­una. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ekki ræða skýrslu um banka­söl­una. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ræða ótíma­bæra birt­ingu á skýrslu um banka­söl­una. Það er inn­an­hús­met í með­virkni hér að falla.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent