Sósíaldemókratar sækja í sig veðrið

Fliss á flóðasvæðum hefur að margra mati breytt kosningabaráttunni í Þýskalandi mikið. Olaf Scholz leiðtogi Sósíaldemókrata er nú sá sem flestir vilja sjá sem næsta kanslara, samkvæmt skoðanakönnunum.

Olaf Scholz fjármálaráðherra Þýskalands og leiðtogi Sósíaldemókrata.
Olaf Scholz fjármálaráðherra Þýskalands og leiðtogi Sósíaldemókrata.
Auglýsing

Mikil spenna er hlaupin í kosn­inga­bar­átt­una í Þýska­landi, en þar fara fram þing­kosn­ingar 26. sept­em­ber, degi eftir að Íslend­ingar ganga að kjör­borð­inu. Á síð­ustu vikum hefur flokkur Sós­í­alde­mókrata sótt í sig veðrið og mælist leið­togi flokks­ins, Olaf Scholz, nú trekk í trekk sá sem Þjóð­verjar vilja helst sjá sem eft­ir­mann Ang­elu Merkel, sem kansl­ari Þýska­lands.

Banda­lags­flokkur Kristi­legra demókrata mælist þó enn með for­skot á Sós­í­alde­mókrata í skoð­ana­könn­unum á lands­vísu og þar á eftir koma Græn­ingjar, sem voru á miklu flugi í fyrr í sumar og mæld­ust um hríð með mest fylgi í skoð­ana­könn­un­um.

Lítið skilur flokk­anna að, í síð­ustu könn­un­um. Kristi­legir demókrat­ar, flokkur Merkel, sem hefur haldið um stjórn­ar­taumana í Þýska­landi umliðin 16 ár, mælist þó stærstur og er að mæl­ast með um 23-25 pró­senta fylgi í nýlegum könn­un­um.

Auglýsing

Sós­í­alde­mókratar Scholz, sem er fjár­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Merkel, hafa sótt veru­lega í sig veðrið og mæl­ast nú með rúm­lega tutt­ugu pró­senta fylgi. Græn­ingjar koma svo í kjöl­farið og hafa verið að mæl­ast með með um 18-20 pró­senta fylgi á und­an­förnum vik­um. Þetta er því þriggja turna tal.

Stjórn­mála­skýrendur í Þýska­landi og víðar telja margir að fylgis­tap Kristi­legra demókrata und­an­farnar vikur megi að mestu rekja til þess að æ færri sjá fyrir sér að kansl­ara­efni flokks­ins, Armin Laschet, sé verð­ugur eft­ir­maður Merkel á kansl­ara­stóli.

Flissandi á flóða­svæðum

Stjórn­málaum­hverfið í Þýska­landi er kvikt um þessar mundir og miklar sveiflur hafa verið á fylgi stærstu flokk­anna und­an­farin miss­eri.

Kjós­endur fylktu sér að baki Kristi­legra demókrata í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, er sam­staða var um aðgerðir sem heftu mann­líf­ið, en veru­lega hall­aði undan fæti hjá flokknum þegar veiran fór á flug í Þýska­landi á vor­mán­uðum og grípa þurfti til harðra aðgerða á ný til að bæla smit­bylgj­una nið­ur.

Armin Laschet kanslaraefni Kristilegra demókrata. Mynd: EPA

Þá nutu Græn­ingjar góðs af þessum sveifl­um, en fylg­is­aukn­ing þeirra hefur gengið til baka að miklu leyti.

Á allra síð­ustu vikum hafa Kristi­legir demókratar svo misst mikið fylgi og margir tengja það við við­brögð Arm­ins Laschet, leið­toga flokks­ins, við flóð­unum mann­skæðu í vest­ur­hluta lands­ins fyrr í mán­uð­in­um.

Hann þótti sýna léttúð við þær alvar­legu aðstæður sem þar voru uppi – og mynd­band sem sýndi hann hlæja á meðan for­seti lands­ins, Frank-Walter Stein­meier, hélt ávarp á flóða­svæð­un­um, fór hreint ekki vel í þýskan almenn­ing.

Reglu­lega eru fram­kvæmdar skoð­ana­kann­anir um afstöðu þýskra kjós­enda til þeirra þriggja sem hafa verið útnefnd sem kansl­ara­efni stærstu flokk­anna. Þar hefur Olaf Scholz vinn­ing­inn sem stendur og mælist með gott for­skot á bæði Laschet og Önnu­lenu Baer­bock, kansl­ara­efni Græn­ingja.

Það sem ef til vill stendur upp úr í nýlegum skoð­ana­könn­unum um kansl­ara­efnin er það að val­mögu­leik­inn „ekk­ert þeirra“ er nær alltaf sá vin­sæl­asti – og slagar hlut­fall þeirra sem segj­ast ekki vilja sjá Scholz, Laschet né Baer­bock á kansl­ara­stóli gjarnan yfir 50 pró­sent í nýlegum könn­un­um.

Það sem ef til vill markar helst kosn­inga­bar­átt­una í Þýska­landi er því að mati margra það að eng­inn sér fyrir sér að skór Ang­elu Merkel verðir fylltir að fullu, en eftir 16 ár í kansl­ara­emb­ætti og hlut­verki hálf­gerðrar lands­móður lá reyndar fyrir að það yrði ávallt erfitt.

Merkel sjálf hefur stigið fram til stuðn­ings Laschet, á kosn­inga­fundi í höf­uð­borg­inni Berlín. Hún sagð­ist algjör­lega sann­færð um að Kristi­legi demókrat­inn væri með réttu við­horfin til að geta orðið þýsku þjóð­inni góður kansl­ari. Hvort yfir­lýs­ingar Merkel muni sann­færa þýska kjós­endur á þó eftir að koma í ljós – enn er rúmur mán­uður til kosn­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent