Sóttvarnalæknir telur ástæðu til að aflétta takmörkunum hraðar

Sóttvarnalæknir segir stjórnvöld gera sitt besta til að aflétta sóttvarnatakmörkunum í öruggum skrefum og vonar að hægt verði að aflétta hraðar en kynnt var í síðustu viku.

„Ég tel að góðar vonir séu til þess að við munum ná í mark í þessari baráttu og í þessu langhlaupi í síðari hluta mars og jafnvel fyrr ef ekkert óvænt kemur upp á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Ég tel að góðar vonir séu til þess að við munum ná í mark í þessari baráttu og í þessu langhlaupi í síðari hluta mars og jafnvel fyrr ef ekkert óvænt kemur upp á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir ástandið vegna COVID-19 hafa lag­ast og álagið á spít­al­anum sömu­leiðis minnk­að. Því sé það til skoð­unar af stjórn­völd­um, í sam­vinnu við sótt­varna­lækni að ráð­ast í frek­ari aflétt­ingar en þær sem kynntar voru í síð­ustu viku.

Þetta er meðal þess sem fram kom í mála hans á upp­lýs­inga­fundi dags­ins þar sem hann fór yfir stöðu far­ald­urs­ins ásamt Víði Reyn­is­syni yfir­lög­reglu­þjóni hjá almanna­vörn­um. Þórólfur segir það áhættu mat sem nú er stuðst við snúi ekki lengur ein­ungis að hættu­legum afleið­ingum sýk­ing­ar­innar sjálfr­ar, heldur einnig að þeim sam­fé­lags­legu afleið­ingum sem sjást af útbreiddum veik­indum og fjar­vistum starfs­manna.

„Þannig tel ég skyn­sam­legt að halda áfram að aflétta í ákveðnum skrefum og miða aflétt­ing­arnar við stöð­una eins og hún er og von­andi verður hægt að aflétta hraðar en kynnt var í síð­ustu viku,“ segir Þórólf­ur.

Auglýsing

1.379 smit greindust inn­an­lands í gær og 49 á landa­mær­un­um. 36 pró­sent þeirra sem greindust inn­an­lands voru í sótt­kví. Fimm pró­sent lands­manna eru ýmist í sótt­kví eða ein­angr­un, 10.653 í ein­angrun og 6.887 í sótt­kví.

Til skoð­unar að stytta ein­angrun og sótt­kví fyrr en áætlað var

Fyrsta skref af þremur í aflétt­ing­ar­á­ætlun stjórn­valda tók gildi 29. jan­ú­ar. Síðan þá hefur almanna­varn­ar­stig vegna far­ald­urs­ins verið fært af neyð­ar­stigi, sem lýst var yfir 11. jan­ú­ar, niður á hættu­stig og Land­spít­al­inn hefur sömu­leiðis verið færður af neyð­ar­stigi niður á hættu­stig. Næsta skref aflétt­inga á að taka gildi 24. febr­úar en Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra sagði í kvöld­fréttum RÚV í gær að mögu­lega verði ráð­ist í frekar aflétt­ingar fyrr, jafn­vel á föstu­dag.

Þórólfur tekur undir með heil­brigð­is­ráð­herra en segir ekki víst hvort hann skili minn­is­blaði um frek­ari aflétt­ingar til heil­brigð­is­ráð­herra fyrir rík­is­stjórn­ar­fund á föstu­dag en aflétt­ingar sem eru til skoð­unar snúi að því að stytta frekar ein­angrun og sótt­kví.

Bæði Víðir og Þórólfur nefndu að greina megi tölu­verðan óró­leika vegna aflétt­ing­ar­á­ætl­unar stjórn­valda. Þórólfur telur hins vegar að stjórn­völd séu að gera sitt besta til að aflétta í öruggum skref­um, en á sama tíma sé stöðugt verið að end­ur­skoða allt ferlið og koma til móts við þær athuga­semdir sem fram hafa kom­ið.

„Ég tel að góðar vonir séu til þess að við munum ná í mark í þess­ari bar­áttu og í þessu lang­hlaupi í síð­ari hluta mars og jafn­vel fyrr ef ekk­ert óvænt kemur upp á,“ segir Þórólf­ur, sem skorar á lands­menn að standa saman þessa síð­ustu metra.

Far­sótt­ar­nefnd í takt við til­lögur sótt­varna­læknis

Aðspurður hvort COVID-19 sé enn skil­greindur sem sjúk­dómur sem ógnar sam­fé­lag­inu segir Þórólfur slíkt lög, eins og eru til að mynda í Dan­mörku, séu ekki hér á landi en í sótt­varna­lögum er talað um sjúk­dóma sem ógna almanna­heill. Þórólfur benti á drög að nýjum sótt­varna­lögum þar sem sem reynt verður að sam­ræma skil­grein­ingar af þessu tagi við dönsku lög­in.

Umrætt frum­varp um sótt­varna­lög er til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en sam­kvæmt því verður sótt­varna­læknir skip­aður af ráð­herra og níu manna far­sótt­ar­nefnd mun leggja til hvaða sótt­varna­ráð­staf­ana eigi að grípa til hverju sinni. Þórólfur segir nefnd­ina skyn­sam­legt skref og í takt við þær til­lögur sem hann lagði til við starfs­hóp­inn sem vann frum­varps­drög­in.

Sam­kvæmt frum­varp­inu mun far­sótt­ar­nefndin taka að nokkru leyti við verk­efnum sótt­varna­læknis sam­kvæmt gild­andi lög­um, þ.e. að koma með til­lögur til ráð­herra um beit­ingu veiga­mestu opin­beru sótt­varna­ráð­staf­anna. Mark­miðið með til­komu far­sótta­nefndar er að færa verk­efni og ábyrgð sótt­varna­læknis yfir á fleiri hendur með „breið­ari þekk­ingu og skírskot­un“, eins og segir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu.

Í frum­varp­inu er lagt til að reglu­gerðir um sótt­varna­ráð­staf­anir gildi ekki lengur en fjórar vikur í senn en sótt­varna­læknir geti ákveðið að grípa til ráð­staf­ana í sjö daga án þess að leita heim­ilda, telji hann þörf á. Í frum­varp­inu er einnig lagt til að aðkoma og eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis að opin­berum sótt­varna­ráð­stöf­unum verði styrkt og að heil­brigð­is­ráð­herra eigi að upp­lýsa Alþingi um sótt­varna­að­gerðir með mán­að­ar­legri skýrslu­gjöf.

Afslapp­aður klæðn­aður Víðis tákn um bjart­ari tíma

Upp­lýs­inga­fund­ur­inn, sem er sá 197. í röð­inni end­aði á léttum nótum þegar Þórólfur sagði að um tíma­móta­dag væri að ræða þar sem þetta væri fyrsti upp­lýs­inga­fund­ur­inn þar sem Víðir er ekki í lög­reglu­bún­ingi. „Þetta er von­andi merki um það að bjart­ari tímar eru í vænd­um,“ sagði Þórólf­ur. Víðir brosti og sagði að mögu­lega teng­ist það því „hversu myglaður hann var í morg­un.“ „En við sjáum til,“ sagði Víð­ir.

Víðir skildi lögreglubúninginn eftir heima fyrir upplýsingafund dagsins, í fyrsta sinn. Skjáskot:RÚV

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent