Spá hraðri hækkun stýrivaxta á næstu misserum

mar.jpg
Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion banka spáir því að Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands muni hækkað stýri­vexti um 0,5 pró­sentu­stig og um 1,25 pró­sentu­stig það sem eftir lifir árs. Þá verði stýri­vextir komnir í 6,25 pró­sent og verð­bólga verði um þrjú pró­sent, en verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands er 2,5 pró­sent.

Í síð­ustu yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefnd­ar, í júní, eftir að línur höfðu tek­ist að skýr­ast í kjara­samn­ing­um, sagði: „Enn fremur virð­ist ein­sýnt að hækka þurfi vexti umtals­vert í ágúst og frekar á kom­andi miss­erum eigi að tryggja stöðugt verð­lag til lengri tíma lit­ið.“ Síðan þá hafa verð­bólgu­horfur ekki breyst stór­vægi­lega, að mati grein­ing­ar­deild­ar. „Enn er tals­verður upp­gangur víða í hag­kerf­inu og inn­streymi fjár­magns, sem birt­ist í um 70 ma.kr. gjald­eyr­is­kaupum Seðla­bank­ans frá síð­asta vaxta­á­kvörð­un­ar­fundi, ýtir enn frekar undir eft­ir­spurn í hag­kerf­in­u,“ að því er segir í umfjöllun grein­ing­ar­deildar Arion banka. Þá er enn óvíst hvernig skatta­lækk­anir og boð­aðar aðgerðir stjórn­valda í hús­næð­is­málum verða fjár­magn­aðar en pen­inga­stefnu­nefnd sagði í júní að bank­inn myndi „grípa til við­eig­andi aðgerða til mót­vægis ef þörf kref­ur“.

Þá segir grein­ing­ar­deildin að verð­bólgu­horfur hafi heldur batn­að, frá síð­asta fundi. „Horfur um inn­flutta verð­bólgu hafa batnað frá síð­asta fundi, sér­stak­lega vegna lækk­andi heims­mark­aðs­verðs á olíu, sem grein­ing­ar­að­ilar telja að muni ekki snú­ast við á næst­unni. Frá því að pen­inga­stefnu­nefnd gaf síð­ast frá sér til­kynn­ingu hefur heims­mark­aðs­verð á hrá­olíu (Brent) lækkað um 24% mælt í íslenskum krónum og koma áhrif þess á inn­lent verð­lag fram með töf­um. Minni inn­flutt verð­bólga og lægra olíu­verð hækkar raun­vaxta­stig að öllu óbreyttu svo Seðla­bank­inn mun lík­lega hækka vexti minna og/eða hægar vegna þessa,“ segir í umfjöllun grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar.

Auglýsing

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None