Hagfræðideild Landsbankans spáir því að útflutningstekjur Íslands af ferðaþjónustu verði 349 milljarðar í ár. Það er 72,6 milljörðum krónum meira en þær voru árið 2013 sem jafngildir aukningum upp á 66,3 milljónir króna á hverjum degi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.
Í spánni er lagðar saman útflutningstekjur af ferðalögum og farþegaflutningum með flugi. Þær voru 276,4 milljarðar króna árið 2013 og 303,6 milljarðar króna í fyrra. Spáin gerir ráð fyrir mikilli aukningu í ár og að tekjurnar verði, líkt og áður sagði, 349 milljarðar kr´noa.
Í Morgunblaðinu er rætt við Gústaf Steingrímsson, sérfræðing hjá hagfræðideild Landsbankans,sem segir að verði útflutningstekjur af ferðaþjónustu 349 milljarðar í ár yrði það í fyrsta sinn sem þær eru orðnar meiri en milljón króna á hvern Íslending. Gústaf bendir á að á fyrri árshelmingi hafi útflutningstekjur ferðaþjónustunnar numið um 147,6 milljörðum, sem sé 15 prósent meira en á sama tímabili í fyrra. Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 28 prósent fleiri en á árinu 2014.