Spæjaraleikur rifjaður upp á þýsku

Eitt víðlesnasta dagblað Þýskalands fjallar um framgöngu sjávarútvegsrisans Samherja gagnvart Helga Seljan í dag. Namibískur fréttamaður segist aldrei hafa þurft að standa frammi fyrir þvíumlíku í sínu heimalandi.

Skjáskot úr einu af fyrstu myndböndunum sem Samherji lét framleiða með ávirðingum í garð fréttamannsins Helga Seljan í lok síðasta sumars.
Skjáskot úr einu af fyrstu myndböndunum sem Samherji lét framleiða með ávirðingum í garð fréttamannsins Helga Seljan í lok síðasta sumars.
Auglýsing

Fram­ganga sjáv­ar­út­vegs­ris­ans Sam­herja gegn blaða­mann­inum Helga Seljan er til umfjöll­unar í þýska blað­inu Südd­eutsche Zeit­ung í dag. Þar er vakin athygli á yfir­lýs­ingu fag­fé­lags namibískra blaða­manna, sem köll­uðu eftir því í upp­hafi mán­aðar að blaða­menn í Evr­ópu sýndu íslenskum blaða­mönnum stuðn­ing og sögðu Ísland hratt að verða óör­uggan stað fyrir blaða­menn.

Í umfjöllun Südd­eutsche Zeit­ung er haft eftir Sakeus Iikela, for­manni namibíska stétt­ar­fé­lags­ins og blaða­manni The Namibian að hann sjálfur hafi skrifað um Fis­hrot-­mál­ið, eins og Sam­herj­a­málið er kallað þar í landi. Ekk­ert í lík­ingu við það sem Helgi Seljan hafi upp­lifað af hálfu Sam­herja hafi þó hent hann vegna starfa sinna í Namib­íu.

Í umfjöllun þýska blaðs­ins er rakið hvernig afbrota­fræð­ing­ur­inn og einka­spæj­ar­inn Jón Óttar Ólafs­son, sem árum saman hefur starfað sem verk­taki fyrir Sam­herji, áreitti bæði Helga Seljan og Inga Frey Vil­hjálms­son blaða­mann Stund­ar­innar á sein­asta ári.

Auglýsing

Rætt er við Helga sjálfan, sem segir að honum hafi þótt alvar­leg­ast þegar honum var tjáð að Jón Óttar hefði verið að fylgj­ast með heim­ili hans. „Skyndi­lega sner­ist þetta um fjöl­skyldu mína, öryggi barna minna og eig­in­kon­u,“ er haft eftir Helga.

Þýska blaðið fal­að­ist eftir svörum frá Jóni Ótt­ari, sem vís­aði í að því er virð­ist sömu skrif­legu yfir­lýs­ingu og hann sendi frá sér síð­ast­liðið sumar eftir að Kjarn­inn fjall­aði um til­burði hans í garð Helga. Þar ját­aði hann SMS send­ingar og tíðar komur sína á kaffi­hús í mið­borg­inni til þess að hitta á Helga, en sagði að Sam­herji hefði ekk­ert vitað um gjörðir hans.

Tals­kona Sam­herja er til svara fyrir fyr­ir­tækið og segir það ekki hafa átt þátt í gjörðum Jóns Ótt­ars. Í bréfi Sam­herja til blaðs­ins er þó vegið að Helga og starfs­að­ferðir hans sagðar fyr­ir­lit­leg­ar.

Skipt yfir í áróður

Blaða­mað­ur­inn Aðal­steinn Kjart­ans­son, sem nýlega lét af störfum á RÚV og hóf störf hjá Stund­inni, segir þýska blað­inu að það ótrú­leg­asta varð­andi her­ferð Sam­herja gegn frétta­mönnum sé að Sam­herji hafi ekki óskað eftir því að stað­reyndir í frétta­flutn­ingi af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu verði leið­rétt­ar.

„Í stað þess skiptu þeir yfir í áróður og völdu Helga sem skot­mark,“ hefur Südd­eutsche Zeit­ung, sem er eitt víð­lesn­asta dag­blað Þýska­lands, eftir Aðal­steini.

Einnig er rætt við Sig­ríði Dögg Auð­uns­dótt­ur, nýkjör­inn for­mann Blaða­manna­fé­lags Íslands. Hún segir þýska blað­inu að aðferðir Sam­herja séu án for­dæma á Íslandi. Sam­herji sé að senda út þau skila­boð að áreitni sé það sem búast megi við þegar fjallað sé um fyr­ir­tækið og eng­inn blaða­maður vilji standa í sömu sporum og Helgi.

Umfjöllun þýska blaðs­ins um áróð­urs­her­ferð Sam­herja er sú önnur sem snertir mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins á skömmum tíma, en í síð­ustu viku fjall­aði blaðið um Sam­herj­a­málið í Namibíu og upp­ljóstr­ar­ann Jóhannes Stef­áns­son og tók meðal ann­ars lög­fræð­ing­inn Evu Joly tali.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent