Spæjaraleikur rifjaður upp á þýsku

Eitt víðlesnasta dagblað Þýskalands fjallar um framgöngu sjávarútvegsrisans Samherja gagnvart Helga Seljan í dag. Namibískur fréttamaður segist aldrei hafa þurft að standa frammi fyrir þvíumlíku í sínu heimalandi.

Skjáskot úr einu af fyrstu myndböndunum sem Samherji lét framleiða með ávirðingum í garð fréttamannsins Helga Seljan í lok síðasta sumars.
Skjáskot úr einu af fyrstu myndböndunum sem Samherji lét framleiða með ávirðingum í garð fréttamannsins Helga Seljan í lok síðasta sumars.
Auglýsing

Framganga sjávarútvegsrisans Samherja gegn blaðamanninum Helga Seljan er til umfjöllunar í þýska blaðinu Süddeutsche Zeitung í dag. Þar er vakin athygli á yfirlýsingu fagfélags namibískra blaðamanna, sem kölluðu eftir því í upphafi mánaðar að blaðamenn í Evrópu sýndu íslenskum blaðamönnum stuðning og sögðu Ísland hratt að verða óöruggan stað fyrir blaðamenn.

Í umfjöllun Süddeutsche Zeitung er haft eftir Sakeus Iikela, formanni namibíska stéttarfélagsins og blaðamanni The Namibian að hann sjálfur hafi skrifað um Fishrot-málið, eins og Samherjamálið er kallað þar í landi. Ekkert í líkingu við það sem Helgi Seljan hafi upplifað af hálfu Samherja hafi þó hent hann vegna starfa sinna í Namibíu.

Í umfjöllun þýska blaðsins er rakið hvernig afbrotafræðingurinn og einkaspæjarinn Jón Óttar Ólafsson, sem árum saman hefur starfað sem verktaki fyrir Samherji, áreitti bæði Helga Seljan og Inga Frey Vilhjálmsson blaðamann Stundarinnar á seinasta ári.

Auglýsing

Rætt er við Helga sjálfan, sem segir að honum hafi þótt alvarlegast þegar honum var tjáð að Jón Óttar hefði verið að fylgjast með heimili hans. „Skyndilega snerist þetta um fjölskyldu mína, öryggi barna minna og eiginkonu,“ er haft eftir Helga.

Þýska blaðið falaðist eftir svörum frá Jóni Óttari, sem vísaði í að því er virðist sömu skriflegu yfirlýsingu og hann sendi frá sér síðastliðið sumar eftir að Kjarninn fjallaði um tilburði hans í garð Helga. Þar játaði hann SMS sendingar og tíðar komur sína á kaffihús í miðborginni til þess að hitta á Helga, en sagði að Samherji hefði ekkert vitað um gjörðir hans.

Talskona Samherja er til svara fyrir fyrirtækið og segir það ekki hafa átt þátt í gjörðum Jóns Óttars. Í bréfi Samherja til blaðsins er þó vegið að Helga og starfsaðferðir hans sagðar fyrirlitlegar.

Skipt yfir í áróður

Blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem nýlega lét af störfum á RÚV og hóf störf hjá Stundinni, segir þýska blaðinu að það ótrúlegasta varðandi herferð Samherja gegn fréttamönnum sé að Samherji hafi ekki óskað eftir því að staðreyndir í fréttaflutningi af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu verði leiðréttar.

„Í stað þess skiptu þeir yfir í áróður og völdu Helga sem skotmark,“ hefur Süddeutsche Zeitung, sem er eitt víðlesnasta dagblað Þýskalands, eftir Aðalsteini.

Einnig er rætt við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, nýkjörinn formann Blaðamannafélags Íslands. Hún segir þýska blaðinu að aðferðir Samherja séu án fordæma á Íslandi. Samherji sé að senda út þau skilaboð að áreitni sé það sem búast megi við þegar fjallað sé um fyrirtækið og enginn blaðamaður vilji standa í sömu sporum og Helgi.

Umfjöllun þýska blaðsins um áróðursherferð Samherja er sú önnur sem snertir málefni fyrirtækisins á skömmum tíma, en í síðustu viku fjallaði blaðið um Samherjamálið í Namibíu og uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson og tók meðal annars lögfræðinginn Evu Joly tali.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent