Óttast er að mannfall sé mikið vegna gríðarlegrar sprengingar sem varð í kínversku borginni Tianjin, næst stærstu borg Kína, um klukkan tólf á miðnætti að staðartíma. Myndband af sprengingunni má sjá hér að neðan en hún varð í geymslu fyrir púður og sprengiefni, auk þess sem olíubirgðastöð í grennd virðist einnig hafa sprungið, að því er fram hefur komið í fréttum fjölmiðla í Kína.
https://www.youtube.com/watch?t=12&v=MHQPX2TJPQc
Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC berjast slökkviliðsmenn nú við eldinn, og verður fréttin uppfærð eftir því sem tíðindi berast.
Auglýsing