Rauðar tölur lækkana á mörkuðum - Áhyggjur magnast vegna Kína

hlutabref_kina_july.jpg
Auglýsing

Flestar hluta­bréfa­vísi­tölur á heims­mörk­uðum hafa lækkað í dag, og hafa því sést rauðar tölur víð­ast hvar. Í Banda­ríkj­unum hefur S&P 500 vísi­talan, Nas­daq og Dow allar lækk­að, um tæp­lega eitt pró­sent. Í Evr­ópu hefur lækk­unin verið mun meiri. FTSE 100 vísi­talan breska hefur lækkað um 1,4 pró­sent, CAC 40 í Frakk­landi um 3,4 pró­sent og DAX í Þýska­landi um 3,23 pró­sent.

Ástæð­urnar fyrir þessu rauðu tölum lækk­unar eru sagðar vera áhyggjur af stöðu mála í Kína, en stjórn­völd þar í landi, í sam­starfi við Seðla­banka Kína, hafa tvo daga í röð beitt sér fyrir lækkun á gengi kín­versja júansis með það að mark­miðið að örva útflutn­ings­hluta hag­kerf­is­ins.

Áhyggj­urnar eru þó mun víð­tækari, ef marka má skrif helstu fjöl­miðla sem fjalla um efna­hags­mál í dag. Þær snúa að því að kín­verska hag­kerfið gæti verið fall­valt, og að hrunið á hluta­bréfa­mark­aðnum í land­inu, lækkun geng­is­ins og erf­ið­leikar á hrá­vöru­mörk­uð­um, séu aðeins upp­haf­ið. Frek­ari erf­ið­leikar geti haft mikil áhrif á gang mála um allan heim, ekki síst hjá þjóðum sem hafa vaxið hratt með sölu á hrá­vörum til Kína og Asíu.

Auglýsing

Í New York Times er því haldið fram að þrátt fyrir að hag­tölur sýni að mark­mið um sjö pró­sent hag­vöxt muni nást, þá sé margt sem bendi til þess að brestir í hag­kerf­inu séu að kom­ast upp á yfir­borð­ið.

Í umfjölliun BBC er farið yfir mögu­lega sig­ur­veg­ara og tap­ara geng­is­fell­ing­ar­innar. Þeir sem eru ­sagðir mun­u hagn­ast eru meðal ann­ars kín­verskir útflutn­ings­að­ilar og ferða­menn á leið til Kína. Veik­ara júan mun aftur á móti hækka kostnað margra kín­verskra fyr­ir­tækja í formi hærri vaxta á erlendum skuld­um, ekki síst hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, auk þess sem flutn­ings­að­ilar á borð við flug­fé­lög og skipa­fé­lög munu tapa vegna dýr­ari kaupa á olíu í doll­ur­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None