Spyr hvernig markaðssetning landsins og harðari aðgerðir á landamærum fara saman

Þingmaður Viðreisnar er „ringlaður“ því ríkisstjórn boðar hertar aðgerðir á landamærum á sama tíma og gosið í Geldingadölum er auglýst á Times Square. Hægt sé að taka á móti bólusettu ferðafólki án þess að fórna sóttvörnum segir ferðamálaráðherra.

Jón Steindór og Þórdís Kolbrún.jpg
Auglýsing

„Ég er að velta fyrir mér hvernig fer þetta saman eða getur þetta farið saman að hvetja ferða­menn til að koma í auknum mæli til lands­ins og að herða á sama tíma eft­ir­lit á landa­mær­un­um?“ spurði Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, nýsköp­un­ar-, iðn­að­ar- og ferða­mála­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Jón sagð­ist vera örlítið ringlaður eftir gær­dag­inn og vís­aði þar til blaða­manna­fundar sem hald­inn var í Hörpu „þar sem var verið að boða frum­varp sem var lagt fram í gær­kvöldi um hertar sótt­varnir á landa­mærum og á sama tíma sá maður í fjöl­miðlum að gosið í Geld­inga­dölum var tekið að falla niður hús­veggi á Times Squ­are þar sem var verið að hvetja ferða­menn erlenda til að sækja Ísland heim.“

Jón vitn­aði í grein­ar­gerð umrædds frum­varps þar sem segir að reynslan sýndi að ein­ungis þyrfti einn ein­stak­ling sem ekki virti sótt­kví eftir kom­una til lands­ins til að hrinda af stað hóp­sýk­ingu og jafn­vel nýrri bylgju far­ald­urs. Því næst spurði hann ráð­herra hvort hún ótt­að­ist ekki að gloppur og bað hana að skýra hvernig þetta tvennt færi sam­an, harð­ari tak­mark­anir á landa­mærum og mark­aðs­setn­ing lands­ins.

Auglýsing

Vilja tryggja að fólk skoði Ísland sem áfanga­stað

Þór­dís byrj­aði á að árétta að aug­lýs­ingin á Times Squ­are væri aug­lýs­ing Icelanda­ir. Hún sagði að fjár­munir hefðu verið teknir frá til þess að setja í mark­aðs­sókn. Þeir fjár­munir hefðu til dæmis verið nýttir til að kanna áhuga og ferða­vilja fólks. „Við erum í ákveð­inni her­ferð til að tryggja að Ísland sé í und­ir­með­vit­und fólks og fólk sé að skoða Ísland sem mögu­legan áfanga­stað,“ sagði Þór­dís.

Hún sagði að nú væri sótt á Banda­ríkja­markað vegna þess að þar hafi bólu­setn­ingar gengið vel og að fólk þar sé til­búið til að ferð­ast með bólu­setn­ing­ar­vott­orð. „Nýjar aðgerðir og breyt­ingar sem eru áform­aðar á landa­mærum snerta ekk­ert það fyr­ir­komu­lag sem við erum með varð­andi bólu­setn­ing­ar­vott­orð og vott­orð um mótefni. Þar er sú regla að það er ein­föld skimun á landa­mær­um. Það hefur gengið vel og ekk­ert smit komið þar upp það sem af er þeim tíma.“

Næstu vikur yrðu vænt­an­lega rólegar en Þór­dís sagð­ist vona að sum­arið yrði gott bæði fyrir Íslend­inga á ferða­lögum sem og fyrir ákveð­inn hóp ferða­manna.

Spyr hversu mikið inn­við­irnir þola

„Ég skil það þannig að Icelandair njóti þá ekki neinna fjár­muna frá íslenska rík­inu til að aug­lýsa þarna og að Íslands­stofa sé ekki í sér­stakri mark­aðs­her­ferð erlendis til að laða að erlenda ferða­menn á þess­ari stundu. Ég kýs að skilja það þannig. Hæst­virtur ráð­herra leið­réttir mig þá ef það er ekki rétt,“ sagði Jón Stein­dór þegar hann steig í pontu öðru sinni.

Jón Stein­dór sagði vel heppn­aðar mark­aðs­her­ferðir leiða til þess að áhugi ykist svo til­gangur her­ferðar hlyti því að vera að laða hingað að ferða­menn í stórum stíl. Hann spurði því hversu und­ir­búin við værum til þess að taka við slíkum fjölda.

„Þá er spurn­ingin um inn­við­ina og hvernig þeir geta tekið við. Þá er ég fyrst og fremst að vísa til þess hvernig menn ætla að taka sýni úr öllum þessum ferða­mönn­um, hvernig menn ætla að halda þeim við sótt­kví í sex klukku­tíma og hvernig menn ætla að halda því til streitu að þeir kom­ist ekki út í sam­fé­lag­ið, því að dæmin sanna að jafn­vel bólu­sett fólk getur borið með sér veiruna og dreift henn­i,“ sagði Jón Stein­dór og spurði hvort búið væri að hugsa þetta til enda.

Það borgi sig að taka á móti bólu­settum

Þór­dís Kol­brún sagði til skýr­ingar að Íslands­stofa væri að nýta fjár­muni til að mark­aðs­setja landið og hafi gert það að und­an­förnu. Enn væru þó tölu­verðar fjár­hæðir eftir sem yrðu vænt­an­lega nýttir þegar fleiri hafa verið bólu­settir hér á landi. „En við notum þá fjár­muni með mark­vissum hætti til þess bæði að mæla ferða­vilja, sjá hvar helstu tæki­færin eru og aug­lýsa Ísland meðal fólks víða um heim.“

Hægt sé að fá hingað ferða­menn án þess að það sé gert á kostnað sótt­varna að mati Þór­dís­ar. „Skimun­ar­getan hefur stór­auk­ist og það er staða sem við þurfum á hverjum tíma að vera örugg um að geta sinnt. En það er þá líka fjár­fest­ing sem myndi borga sig mjög hratt til að geta tekið á móti bólu­settu fólki, og eins og ég nefndi hefur eng­inn hingað til komið bólu­settur í gegnum skimun og greinst jákvæður þar. Þetta er við­leitni til að gera það sem við getum til að auka umsvif og tekjur rík­is­ins og íslensks atvinnu­lífs án þess að það sé á nokkurn hátt á kostnað sótt­varna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent