Spyr hvernig markaðssetning landsins og harðari aðgerðir á landamærum fara saman

Þingmaður Viðreisnar er „ringlaður“ því ríkisstjórn boðar hertar aðgerðir á landamærum á sama tíma og gosið í Geldingadölum er auglýst á Times Square. Hægt sé að taka á móti bólusettu ferðafólki án þess að fórna sóttvörnum segir ferðamálaráðherra.

Jón Steindór og Þórdís Kolbrún.jpg
Auglýsing

„Ég er að velta fyrir mér hvernig fer þetta saman eða getur þetta farið saman að hvetja ferðamenn til að koma í auknum mæli til landsins og að herða á sama tíma eftirlit á landamærunum?“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Jón sagðist vera örlítið ringlaður eftir gærdaginn og vísaði þar til blaðamannafundar sem haldinn var í Hörpu „þar sem var verið að boða frumvarp sem var lagt fram í gærkvöldi um hertar sóttvarnir á landamærum og á sama tíma sá maður í fjölmiðlum að gosið í Geldingadölum var tekið að falla niður húsveggi á Times Square þar sem var verið að hvetja ferðamenn erlenda til að sækja Ísland heim.“

Jón vitnaði í greinargerð umrædds frumvarps þar sem segir að reynslan sýndi að einungis þyrfti einn einstakling sem ekki virti sóttkví eftir komuna til landsins til að hrinda af stað hópsýkingu og jafnvel nýrri bylgju faraldurs. Því næst spurði hann ráðherra hvort hún óttaðist ekki að gloppur og bað hana að skýra hvernig þetta tvennt færi saman, harðari takmarkanir á landamærum og markaðssetning landsins.

Auglýsing

Vilja tryggja að fólk skoði Ísland sem áfangastað

Þórdís byrjaði á að árétta að auglýsingin á Times Square væri auglýsing Icelandair. Hún sagði að fjármunir hefðu verið teknir frá til þess að setja í markaðssókn. Þeir fjármunir hefðu til dæmis verið nýttir til að kanna áhuga og ferðavilja fólks. „Við erum í ákveðinni herferð til að tryggja að Ísland sé í undirmeðvitund fólks og fólk sé að skoða Ísland sem mögulegan áfangastað,“ sagði Þórdís.

Hún sagði að nú væri sótt á Bandaríkjamarkað vegna þess að þar hafi bólusetningar gengið vel og að fólk þar sé tilbúið til að ferðast með bólusetningarvottorð. „Nýjar aðgerðir og breytingar sem eru áformaðar á landamærum snerta ekkert það fyrirkomulag sem við erum með varðandi bólusetningarvottorð og vottorð um mótefni. Þar er sú regla að það er einföld skimun á landamærum. Það hefur gengið vel og ekkert smit komið þar upp það sem af er þeim tíma.“

Næstu vikur yrðu væntanlega rólegar en Þórdís sagðist vona að sumarið yrði gott bæði fyrir Íslendinga á ferðalögum sem og fyrir ákveðinn hóp ferðamanna.

Spyr hversu mikið innviðirnir þola

„Ég skil það þannig að Icelandair njóti þá ekki neinna fjármuna frá íslenska ríkinu til að auglýsa þarna og að Íslandsstofa sé ekki í sérstakri markaðsherferð erlendis til að laða að erlenda ferðamenn á þessari stundu. Ég kýs að skilja það þannig. Hæstvirtur ráðherra leiðréttir mig þá ef það er ekki rétt,“ sagði Jón Steindór þegar hann steig í pontu öðru sinni.

Jón Steindór sagði vel heppnaðar markaðsherferðir leiða til þess að áhugi ykist svo tilgangur herferðar hlyti því að vera að laða hingað að ferðamenn í stórum stíl. Hann spurði því hversu undirbúin við værum til þess að taka við slíkum fjölda.

„Þá er spurningin um innviðina og hvernig þeir geta tekið við. Þá er ég fyrst og fremst að vísa til þess hvernig menn ætla að taka sýni úr öllum þessum ferðamönnum, hvernig menn ætla að halda þeim við sóttkví í sex klukkutíma og hvernig menn ætla að halda því til streitu að þeir komist ekki út í samfélagið, því að dæmin sanna að jafnvel bólusett fólk getur borið með sér veiruna og dreift henni,“ sagði Jón Steindór og spurði hvort búið væri að hugsa þetta til enda.

Það borgi sig að taka á móti bólusettum

Þórdís Kolbrún sagði til skýringar að Íslandsstofa væri að nýta fjármuni til að markaðssetja landið og hafi gert það að undanförnu. Enn væru þó töluverðar fjárhæðir eftir sem yrðu væntanlega nýttir þegar fleiri hafa verið bólusettir hér á landi. „En við notum þá fjármuni með markvissum hætti til þess bæði að mæla ferðavilja, sjá hvar helstu tækifærin eru og auglýsa Ísland meðal fólks víða um heim.“

Hægt sé að fá hingað ferðamenn án þess að það sé gert á kostnað sóttvarna að mati Þórdísar. „Skimunargetan hefur stóraukist og það er staða sem við þurfum á hverjum tíma að vera örugg um að geta sinnt. En það er þá líka fjárfesting sem myndi borga sig mjög hratt til að geta tekið á móti bólusettu fólki, og eins og ég nefndi hefur enginn hingað til komið bólusettur í gegnum skimun og greinst jákvæður þar. Þetta er viðleitni til að gera það sem við getum til að auka umsvif og tekjur ríkisins og íslensks atvinnulífs án þess að það sé á nokkurn hátt á kostnað sóttvarna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent