Staða faraldursins og erlendir listar hafa ekki haft mikil áhrif: „Sjö, níu, þrettán“

Þegar ný bylgja kórónuveirusmita var að rísa lýstu talsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu yfir áhyggjum af því að Ísland færðist inn á „rauða lista“ erlendis. Áhrifin af því hafa verið hverfandi, þó enn sé „spurning hvernig Ameríkaninn bregst við“.

Það hefur ekki verið mikið um afbókanir erlendra ferðamanna eftir að smitum tók að fjölga innanlands.
Það hefur ekki verið mikið um afbókanir erlendra ferðamanna eftir að smitum tók að fjölga innanlands.
Auglýsing

Full­trúar fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, sem nýlega lýstu yfir miklum áhyggjum af því að Ísland yrði „rautt land“ með til­liti til stöðu far­ald­urs­ins inn­an­lands, segja við Kjarn­ann nú þegar Ísland er orðið rautt á korti Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu og komið á lista yfir lönd sem banda­ríska sótt­varna­stofn­unin mælir gegn ferða­lögum til, að áhrifin af vexti far­ald­urs­ins inn­an­lands á vilja ferða­manna til að koma hingað séu enn sem komið er hverf­andi.

„Sjö, níu, þrett­án,“ segir Stein­grímur Birg­is­son fram­kvæmda­stjóri Bíla­leigu Akur­eyrar og Hölds. Hann sagði við Morg­un­blaðið fyrir rúmum tveimur vikum að ef Ísland yrði „allt í einu rautt“ og talið háá­hættu­svæði myndi það hafa miklar afleið­ing­ar.

Að hans sögn ber ekki mikið á þeim enn, utan þess að ferða­menn frá Ísr­ael hafi verið að afbóka bíla­leigu­bíla. Á morgun bæt­ist Ísland nefni­lega á lista yfir háá­hættu­svæði í Ísr­ael og þá munu allir þurfa að fara í sótt­kví eftir að þeir koma til Ísr­ael eftir Íslands­ferð, jafnt bólu­settir sem óbólu­sett­ir.

Banda­ríkja­menn hafa verið meiri­hluti erlendri ferða­manna sem til lands­ins koma það sem af er ári og nú mælir sótt­varna­stofn­unin þar í landi gegn ferða­lögum til Íslands, bæði fyrir bólu­setta og óbólu­setta. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrifi þessi til­mæli munu hafa, en þau má kalla sam­bæri­leg við þau sem emb­ætti sótt­varna­læknis hefur gefið út hér á landi. Sam­kvæmt til­mæl­unum hér­lendis er heim­ur­inn all­ur, utan reyndar Græn­lands, skil­greindur sem áhættu­svæði.

Stein­grímur segir að allir í grein­inni hafi haft áhyggjur af því að staða far­ald­urs­ins á Íslandi gæti orðið enn eitt áfallið fyrir ferða­þjón­ust­una, sem hafi tekið á sig ítrekuð högg það sem af er far­aldr­in­um. „Af reynslu und­an­far­ins árs þá eru menn alltaf stress­aður og hrædd­ir,“ segir fram­kvæmda­stjór­inn.

„Það er smá titr­ing­ur“

Davíð Torfi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela, stærstu hót­el­keðju lands­ins, segir að áhrifin af risi far­ald­urs­ins hér­lendis eigi ef til vill eftir að koma í ljós, en í sam­tali við Morg­un­blaðið þann 24. júlí sagði hann að það væri lita­kóð­inn sem þetta allt sner­ist um í raun og veru, staða far­ald­urs­ins á Íslandi væri áhyggju­efni fyrir ferða­þjón­ust­una.

„Það hefur ekki verið að koma hrina af afbók­unum yfir okk­ur,“ segir Dav­íð, en nefnir þó að það hafi hægst á bók­unum und­an­farnar vik­ur, eftir að bók­anir inn í haustið og vetur hafi áður verið komnar á gott skrið.

Auglýsing

„Það er smá titr­ing­ur,“ segir Davíð og nefnir að stærri verk­efni sem verið hafi verið fyr­ir­huguð hér á landi, til dæmis kvik­mynda­verk­efni og fleira slíkt, séu mögu­lega í óvissu. Fólk sé að velta fyrir sér hlut­un­um, en ekki búið að afbóka.

Davíð seg­ist telja að ferða­skrif­stofur séu dug­legar að upp­lýsa sína við­skipta­vini um að bólu­setn­ing sé útbreidd á Íslandi og er von­góður um að ferða­menn sem hafa verið að koma til lands­ins und­an­farna mán­uði haldi áfram að skila sér. Þannig sé Ísland til dæmis enn „grænt“ í bókum Bret­lands og þaðan muni ferða­menn koma, sömu­leiðis frá Þýska­landi og víðar að úr Evr­ópu, auk Banda­ríkj­anna. Asíu­mark­að­ur­inn er hins vegar alveg í frosti og ólík­legt að það breyt­ist fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, að sögn Dav­íðs.

Fleira gæti komið til en bara staða far­ald­urs­ins inn­an­lands

Snorri Pétur Egg­erts­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og mark­aðs­sviðs Kea­hót­ela, sagði Mogg­anum fyrir rúmum tveimur vikum að hann teldi það gera Ísland að væn­legum áfanga­stað að landið væri búið að vera „grænt“ og hefði verið það í langan tíma.

Hann segir núna í sam­tali við Kjarn­ann að það sé ljóst að frá því að fréttir af delta-af­brigði veirunnar fóru að taka meira pláss í umræð­unni hafi eitt­hvað verið um afbók­anir og hægst hafi á sölu.

Þó sé ekki alveg ljóst hvað sé að valda því að það hægist á bók­un­um, ann­ars vegar gæti delta-af­brigðið og staðan hér inn­an­lands og raunar á erlendum mark­aðs­svæðum líka verið að hafa áhrif. Hins vegar sé komið fram í enda sum­ars, hót­elin séu orðin nokkuð vel bókuð og verðið aðeins orðið hærra, sem hafi líka áhrif.

Ferðamenn við Skógafoss. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Hann seg­ist merkja að afbók­anir séu algeng­ari á þriggja stjörnu hót­elum en þeim sem eru með fleiri stjörnur og að svo virð­ist sem ein­stak­lingar séu fremur að halda sínum ferða­á­ætl­unum til streitu en hópar í skipu­lögðum ferð­um. Hann segir þessa til­gátu þó byggja á frekar tak­mörk­uðum gögn­um.

Snorri segir ferða­menn frá Evr­ópu hafa verið að halda sig við sínar bók­anir að mestu þrátt fyrir að breytta stöðu Íslands á evr­ópska sótt­varna­kort­inu. „Svo er spurn­ing hvernig Amer­ík­an­inn bregst við þegar við erum komin í efsta þrep hjá þeim.“

Hann segir að nú séu þess merki að fólk sé að bóka ferðir með skömmum fyr­ir­vara, kannski tveimum vikum fyrir kom­una til lands­ins eða jafn­vel skemmri fyr­ir­vara. Dregið hafi úr bók­unum fram í tím­ann, sem juk­ust tölu­vert í sum­ar.

„Fólk er ekki að bóka fram í tím­ann og kannski þorir því ekki,“ segir Snorri, sem segir þó flestar bók­anir Kea­hót­ela þannig að þær séu sveigj­an­legar fyrir kúnn­ann og end­ur­greið­an­legar að fullu fram á síð­ustu stundu. Fáir kjósi að greiða ein­hverjum þús­und­köllum minna fyrir gist­ing­una ef það þýði að hún fáist ekki end­ur­greidd.

Hann segir þetta hald­ast í hendur við það sem flug­fé­lögin sem fljúga til lands­ins séu að gera, þau bjóði upp á sveigj­an­lega skil­mála og leyfi fólki að fresta flug­inu sínu eftir henti­semi.

„Þá ertu að taka þessa pressu af fólki og það er ekki að tapa pen­ingn­um. Það er engum greiði gerður með að vera harð­ur,“ segir Snorri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent