Stefán Vagn leiðir fyrir Framsókn í Norðvesturkjördæmi

Framsóknarflokkurinn hefur lokið við að velja á lista sinn í Norðvesturkjördæmi og eftirmaður Ásmundar Einars Daðasonar í oddvitasætið liggur fyrir. Sitjandi þingmaður, sem sóttir eftir oddvitasæti, á litla sem enga möguleika á að halda sér á þingi.

Stefán Vagn Stefánsson
Stefán Vagn Stefánsson
Auglýsing

Stefán Vagn Stefánsson, núverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Stefán Vagn er einnig yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra og varaformaður byggðarráðs sveitarfélags Skagafjarðar. Hann ákvað að sækjast eftir oddvitasætinu eftir að að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ákvað að færa sig um set og bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Valið var á lista Framsóknar í kjördæminu með póstkosningu og 1.157 tók þátt í henni. Athygli vekur að ​Halla Signý Kristjánsdóttir, sitjandi þingmaður flokksins, féll um eitt sæti og lenti í því þriðja. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 24 ára formaður Sambands Ungra Framsóknarmanna og núverandi varaþingmaður, náði öðru sætinu á listanum. Halla Signý hafði gefið það út að hún vildi leiða í kjördæminu en nú lítur allt út fyrir að dagar hennar sem þingmaður séu taldir eftir kosningarnar í haust, að minnsta kosti að sinni

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu þingkosningum, 2017, og var næst stærsti flokkurinn þar með 18,4 prósent atkvæða. Einungis Sjálfstæðisflokkurinn var stærri en hann fékk þó sama fjölda þingmanna. 

Þau sem hlutu kosningu í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi voru:

  • Stefán Vagn Stefánsson hlaut 580 atkvæði í fyrsta sæti
  • Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hlaut 439 atkvæði í fyrsta og annað sæti
  • Halla Signý Kristjánsdóttir hlaut 418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti
  • Friðrik Már Sigurðsson hlaut 526 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti
  • Iða Marsibil Jónsdóttir hlaut 563 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti

Ásmundur Einar tilkynnti um miðjan janúar að hann ætlaði að færa sig til Reykjavíkur í komandi kosningum. Við það tilefni sagði hann í stöðuuppfærslu á Facebook: „Það kann að virð­ast sérstök ákvörðun að fara úr því́ sem næst öruggu þing­sæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á ​sér langa og far­sæla sögu, í framm­boð þar sem flokk­ur­inn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosn­ing­um. Að baki þess­ari ákvörðun liggur metn­aður til að ná fram stórum pólitískum breyt­ingum í íslensku samfélagi.“

Ásmundur Einar sagði enn fremur að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni ekki ná að verða leið­andi afl í stórum kerf­is­breyt­ingum sem hann telur að þurfi að eiga sér stað í íslensku sam­fé­lagi án þess að flokk­ur­inn nái að styrkja sig í þétt­býli og þá sér­stak­lega í Reykja­vík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent