Stöðva á notkun félaga til að greiða lægri skatta og láta fjármagnstekjufólk borga útsvar

Frumvarp um að láta þá sem skrá laun sem fjármagnstekjur greiða útsvar og borga tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts er væntanlegt í apríl á næsta ári. ASÍ hefur áætlað að tekjur ríkissjóðs geti aukist um átta milljarða á ári við þetta.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja frumvarpið fram í vor.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja frumvarpið fram í vor.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ætlar að leggja fram frum­varp um end­ur­skoð­aðar og ein­fald­ari reglur um reiknað end­ur­gjald í atvinnu­rekstri eða sjálf­stæðri starf­semi aðila í eigin rekstri í apríl á næsta ári. Mark­mið þess er að með varna mis­munun í skatt­lagn­ingu úttekta eig­enda úr félög­um. Þá verður reglu­verk í kringum tekju­til­flutn­ing tekið til end­ur­skoð­unar til að tryggja að þau sem hafa ein­göngu fjár­magnstekjur reikni sér end­ur­gjald og greiði þannig útsvar.

Frum­varp­inu hefur verið bætt inn á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Í stjórn­­­­­­­­­ar­sátt­­­­­mála rík­­­­­is­­­­­stjórn­­­­­­­­­ar­innar frá 30. nóv­­­­­em­ber 2021 sagði að skatt­­­­­mats­­­­­reglur yrðu end­­­­­ur­­­­­skoð­aðar og að komið verði í veg fyrir „óeðli­­­­­lega og óheil­brigða hvata til stofn­unar einka­hluta­­­­­fé­laga“. 

Í grein sem Arn­aldur Sölvi Krist­jáns­­­son og Róbert Farest­veit, hag­fræð­ingar hjá Alþýðu­sam­bandi Íslands (ASÍ), skrif­uðu í Vís­bend­ingu í sept­­em­ber í fyrra kom fram að skatta­snið­­ganga í formi tekju­til­­flutn­ings, sem feli í sér að fólk skrái launa­­­tekjur sínar rang­­­lega sem fjár­­­­­magnstekj­­­ur, komi í veg fyrir að þeir greiði útsvar og heild­­ar­skatt­­pró­­senta þeirra verður fyrir mikið miklu lægri en ella. Þetta á sér aðal­­­­­lega stað á meðal atvinn­u­rek­enda með háar tekj­­ur sem taka þær í gegnum einka­hluta­fé­lög.

Auglýsing
Hag­fræð­ing­arnir tveir sögðu að með því að tak­­marka slíkan til­­­flutn­ing myndu árlegar skatt­­tekjur aukast um allt að átta millj­­arða króna á ári, styrkja tekju­öflun sveit­­ar­­fé­laga og auka skatt­­byrði þeirra sem eru tekju­hærri.

Skatt­mat á hlunn­indum tekið til end­ur­skoð­unar

Kjarn­inn spurð­ist fyrir um hvað fælist í þessu stefn­u­­­­máli rík­­­­is­­­­stjórn­­­­­­­ar­innar fyrr á þessu ári, en hvorki for­­­­sæt­is- né fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neytið gat svarað því.

Jóhann Páll Jóhanns­­­­son, þing­­­­maður Sam­­­­fylk­ing­­­­ar­inn­­­­ar, lagði í kjöl­farið fram fyr­ir­­­­spurn á Alþingi um sama mál, og fékk efn­is­­­­legt svar við henni frá fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Í því svari sagði að end­­­­ur­­­­skoðun skatt­­­­mats­regln­anna, til að koma í veg fyrir óeðli­­­­lega og óheil­brigða hvata til stofn­unar einka­hluta­­­­fé­laga, feli í sér að skatt­­­­mat á hlunn­indum og reglur um reiknað end­­­­ur­­­­gjald verði teknar til ein­hvers­­­­konar end­­­­ur­­­­skoð­un­­­­ar. 

Þeir sem eiga einka­hluta­­­­fé­lag utan um ein­hvers­­­­konar rekstur eiga að reikna sér laun fyrir þá vinnu sem felst í rekstr­in­um, sem getur eðli máls­ins sam­­­­kvæmt verið alls­­­­kon­­­­ar. Rík­­­­is­skatt­­­­stjóri setur árlega reglur um hver lág­­­­marks­­­­laun fyrir störf eigi að vera.

Munur á skatt­­­pró­­­sentu getur falið í sér hvata

Hæsta skatt­­þrepið í almennum tekju­skatti er 46,25 pró­­sent en sam­an­lagður skattur á hagnað og arð­greiðslur er tals­vert lægri, eða 37,6 pró­­sent.

Í svari Bjarna sagði að gætt hafi „til­hneig­ingar til þess að þeir sem telja fram launa­­­­tekjur á grund­velli reikn­aðs end­­­­ur­gjalds gangi út frá lægstu við­mið­unum sem regl­­­­urnar heim­ila og greiði sér í rík­­­­­­­ari mæli út hagnað eða arð af rekstri. Af því leiðir að þeir sem telja fram lægra reiknað end­­­­ur­­­­gjald en rétt mætti telja að séu tekjur þeirra í reynd greiða lægri tekju­skatt til rík­­­­is­­­­sjóðs en þeir sem starfa hjá ótengdum vinn­u­veit­end­­­­um. Lægri reiknuð laun þýða enn fremur að greitt er lægra trygg­inga­gjald og iðgjald til líf­eyr­is­­­­sjóðs en ella væri.“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Aðsend

Bjarni sagði að munur á tekju­skatti ann­­­ars vegar og sam­an­lögðum skatt­greiðslum vegna arðs og hagn­aðar hins vegar geta falið í sér hvata til að stofna félag utan um atvinn­u­­­­rekstur svo hagn­aður skatt­­­­legg­ist í lægra hlut­­­­falli en efsta þrep­inu. „Þessu til við­­­­bótar er hætta á að því að lög­­­­að­ilar og þeir sem stunda sjálf­­­­stæðan atvinn­u­­­­rekstur gjald­­­­færi útgjöld á rekstur sem rétt væri að þeir beri per­­­­són­u­­­­lega af launa­­­­tekjum sín­­­­um. Í því felst ígildi hlunn­inda eða tekna sem hvorki er greiddur tekju­skattur af í rík­­­­is­­­­sjóð né launa­tengd gjöld. Einnig að virð­is­auka­skattur af einka­­­­kostn­aði sé tal­inn fram sem inn­­­­skattur þannig að skil á virð­is­auka­skatti í rík­­­­is­­­­sjóð verði lægri sem því nem­­­­ur.“

Ætla að skipa starfs­hóp

Jóhann Páll spurði einnig af hverju það hafi ekki verið gripið fyrr til aðgerða til að sporna við þessum hvötum sem eru inn­­­­­­­byggðir inn í skatt­­­­mats­­­­kerfi Íslands. Í svari ráð­herra var því ekki svarað beint heldur þar þar meðal ann­­­­ars að í öðrum löndum hafi verið farnar „ýmsar aðrar leiðir en hér á landi til að reyna að sam­ræma skatt­lagn­ingu á tekjur af mis­­­­mun­andi upp­­­­runa en ljóst er að það getur verið vanda­­­­samt í fram­­­­kvæmd.“

Fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði að rík­­­­is­­­­stjórnin ætli sér að koma í veg fyrir þessa hvata, í sam­ræmi við fyr­ir­heit í stjórn­­­­­­­ar­sátt­­­­mála, með því að stofna sér­­­­stakan starfs­hóp um verk­efn­ið. Erindi þess hóps verður skil­­­­greint í skip­un­­­­ar­bréfi. „Þar verður m.a. kveðið á um end­­­­ur­­­­skoðun og ein­­­­földun reglna um reiknað end­­­­ur­­­­gjald í eigin atvinn­u­­­­rekstri og sam­­­­spil við skatt­lagn­ingu á hagnað og arð sem og skatt­­­­mat vegna hlunn­inda og úttekta eig­enda úr félög­­­­um.“

Ekki hefur verið til­kynnt um skipun þess starfs­hóps en á heima­síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins segir að það verk­efni að end­ur­meta skatt­mats­reglur sé haf­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent