Íslenska sprotafyrirtækið SuitMe keppir í dag í undanúrslitakeppni í „Ólympíuleikum sprotafyrirtækja”, Get in the Ring, í Dortmund í Þýskalandi. SuitMe framleiðir snjallsíma-app sem notar myndavélina á símanum og háþróuð myndgreiningaralgrím til að mæla líkamsstærð fólks, að því er segir í fréttatilkynningu, en fyrirtækið var eitt tíu verkefna í Startup Reykjavík viðskiptahraðalnum í ár og fjallaði Kjarninn meðal annars um verkefnið, en fyrirtækið hefur þróað tæknina og starfsemina enn meira frá þessum tíma.
https://vimeo.com/99788449
Yfir 2000 fyrirtæki kepptu um sæti í Get in the Ring og SuitMe keppir nú fyrir hönd Íslands á móti Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Belgíu. Sigurvegarinn á mánudaginn fer áfram í alþjóðlegu úrslitakeppninni í Rotterdam á föstudag og keppir þar á móti efnilegustu sprotafyrirtækjum heims. SuitMe er fyrsta sprotafyrirtækið sem keppir fyrir Íslands hönd í Get in the Ring.
Sigurlaug Óskarsdóttir.
Markmið Get in the Ring er að setja sprotafyrirtæki sviðsljósið. Fyrirtækin keppa innbyrðis í fimm lotum í einhverju sem lítur út eins og hnefaleikahringur en sigurvegarinn er að lokum valinn af fjárfestum, sem fylgjast með öllu saman.
Sigurlaug Óskarsdóttir, ein stofnenda SuitMe, segir í tilkynningu Get in the Ring vera frábært tækifæri til þess að efla tengsl, kynnast fjárfestum og komast inn á alþjóðasvið með vöruna.