„Sumir kulna og gefast upp – og hreinlega geta ekki verið í þessum aðstæðum“

Formaður KÍ segir að það sé mjög stað- og einstaklingsbundið hversu vel kennarar upplifa að þeir geti komið til móts við einstaklinga og þarfir þeirra.

Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ.
Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ.
Auglýsing

Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambandsins segir að kennarar séu upp til hópa óbilandi hugsjónafólk að vinna í aðstæðum sem séu mjög krefjandi. Hér á landi sé krónískur kennaraskortur – alltaf vanti kennara á öllum skólastigum, alls staðar.

Þetta kemur fram í máli Ragnars Þór í ítarlegu viðtali sem birtist á Kjarnanum um helgina.

Hann segir að aðstæðurnar valdi því að kennurum fallist hendur og upplifi vonleysi. „Þeir hafa hins vegar alltaf reynt að leggja sig fram um að spila eftir reglunum eins og þær eru á hverjum tíma. Og þeir hafa til dæmis alveg fylgt eftir stuðningsfulltrúakerfinu og greiningarkerfinu eins og þeir hafa getað. En þeir eins og aðrir sjá alveg að þessi kerfi hafa ekki dugað til.“

Auglýsing

Vandamálin afhjúpast þegar börn fara í grunnskóla

Ragnar Þór segir að það sé skelfilegt fyrir kennara að upplifa sig í aðstæðum þar sem hann leggur sig fram og áttar sig á að það dugar ekki til.

„Að mörgu leyti er gott að starfa á leikskólastigi hvað þetta varðar vegna þess að þar er fyrst og fremst verið að styðja við eðlilegan og fjölbreyttan þroska barna í samfélagi. Þannig fær leikskólinn að vera sá staður þar sem ákveðið umburðarlyndi er gagnvart fjölbreytileika.

Til dæmis er stutt við frjálsan leik og lærdóm – og það er ekkert sjálfsagt við það. Við erum með eitt öflugasta leikskólastig í heimi, óvíða er jafn metnaðarfullt starf eins og hér og að mörgu leyti er það til fyrirmyndar. Um leið og barnið fer í grunnskóla er tilhneigingin aftur á móti sú að kröfurnar fara að verða aðrar, erfiðara verður að standa undir þeim og vandamálin afhjúpast.“

Hann segir að það sé mjög stað- og einstaklingsbundið hversu vel kennarar upplifa að þeir geti komið til móts við einstaklinga og þarfir þeirra.

„Ég þekki mörg dæmi þess að fötluð börn séu í sama skóla og ófötluð börn og það gengur bara frábærlega. Stundum eru þetta lítil samfélög þar sem ekki einu sinni er spurt um tilvistarréttinn – þau eru þarna eins og þau eru og allir eru eins og þeir eru. Það er hvort sem er enginn eins og þetta er frábært dæmi um það.“

Sumir kulna og gefast upp

Að hans mati er þetta það sárasta sem kennari upplifir; bjargarleysi gagnvart börnunum. „Sumir kulna og gefast upp – og hreinlega geta ekki verið í þessum aðstæðum. Aðrir setja undir sig höfuðið og ætla að bjarga ástandinu. Aðrir verða pirraðir á stoðleysinu og því að bíða með barn í alvarlegum vanda sem kemst ekki í þjónustu fyrr en eftir nokkur ár. Þetta er gríðarlega krefjandi.“

Hann segir að eftir að Íslendingar ákváðu á áttunda áratugnum að menntakerfið væri fyrir alla þá hafi stjórnmálin ekki ráðið við að fylgja stefnunni eftir.

Hér er hægt að lesa viðtalið í heild sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent