„Sumir kulna og gefast upp – og hreinlega geta ekki verið í þessum aðstæðum“

Formaður KÍ segir að það sé mjög stað- og einstaklingsbundið hversu vel kennarar upplifa að þeir geti komið til móts við einstaklinga og þarfir þeirra.

Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ.
Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ.
Auglýsing

Ragnar Þór Pét­urs­son for­maður Kenn­ara­sam­bands­ins segir að kenn­arar séu upp til hópa óbilandi hug­sjóna­fólk að vinna í aðstæðum sem séu mjög krefj­andi. Hér á landi sé krónískur kenn­ara­skortur – alltaf vanti kenn­ara á öllum skóla­stig­um, alls stað­ar.

Þetta kemur fram í máli Ragn­ars Þór í ítar­legu við­tali sem birt­ist á Kjarn­anum um helg­ina.

Hann segir að aðstæð­urnar valdi því að kenn­urum fall­ist hendur og upp­lifi von­leysi. „Þeir hafa hins vegar alltaf reynt að leggja sig fram um að spila eftir regl­unum eins og þær eru á hverjum tíma. Og þeir hafa til dæmis alveg fylgt eftir stuðn­ings­full­trúa­kerf­inu og grein­ing­ar­kerf­inu eins og þeir hafa get­að. En þeir eins og aðrir sjá alveg að þessi kerfi hafa ekki dugað til.“

Auglýsing

Vanda­málin afhjúp­ast þegar börn fara í grunn­skóla

Ragnar Þór segir að það sé skelfi­legt fyrir kenn­ara að upp­lifa sig í aðstæðum þar sem hann leggur sig fram og áttar sig á að það dugar ekki til.

„Að mörgu leyti er gott að starfa á leik­skóla­stigi hvað þetta varðar vegna þess að þar er fyrst og fremst verið að styðja við eðli­legan og fjöl­breyttan þroska barna í sam­fé­lagi. Þannig fær leik­skól­inn að vera sá staður þar sem ákveðið umburð­ar­lyndi er gagn­vart fjöl­breyti­leika.

Til dæmis er stutt við frjálsan leik og lær­dóm – og það er ekk­ert sjálf­sagt við það. Við erum með eitt öfl­ug­asta leik­skóla­stig í heimi, óvíða er jafn metn­að­ar­fullt starf eins og hér og að mörgu leyti er það til fyr­ir­mynd­ar. Um leið og barnið fer í grunn­skóla er til­hneig­ingin aftur á móti sú að kröf­urnar fara að verða aðr­ar, erf­ið­ara verður að standa undir þeim og vanda­málin afhjúp­ast.“

Hann segir að það sé mjög stað- og ein­stak­lings­bundið hversu vel kenn­arar upp­lifa að þeir geti komið til móts við ein­stak­linga og þarfir þeirra.

„Ég þekki mörg dæmi þess að fötluð börn séu í sama skóla og ófötluð börn og það gengur bara frá­bær­lega. Stundum eru þetta lítil sam­fé­lög þar sem ekki einu sinni er spurt um til­vistar­rétt­inn – þau eru þarna eins og þau eru og allir eru eins og þeir eru. Það er hvort sem er eng­inn eins og þetta er frá­bært dæmi um það.“

Sumir kulna og gef­ast upp

Að hans mati er þetta það sárasta sem kenn­ari upp­lifir; bjarg­ar­leysi gagn­vart börn­un­um. „Sumir kulna og gef­ast upp – og hrein­lega geta ekki verið í þessum aðstæð­um. Aðrir setja undir sig höf­uðið og ætla að bjarga ástand­inu. Aðrir verða pirraðir á stoð­leys­inu og því að bíða með barn í alvar­legum vanda sem kemst ekki í þjón­ustu fyrr en eftir nokkur ár. Þetta er gríð­ar­lega krefj­and­i.“

Hann segir að eftir að Íslend­ingar ákváðu á átt­unda ára­tugnum að mennta­kerfið væri fyrir alla þá hafi stjórn­málin ekki ráðið við að fylgja stefn­unni eft­ir.

Hér er hægt að lesa við­talið í heild sinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent