Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum

Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Auglýsing

Ábati íslensks sam­fé­lags af lagn­ingu Sunda­brautar gæti orðið á bil­inu 186-236 millj­arðar króna, sam­kvæmt félags­hag­fræði­legri grein­ingu frá verk­fræði­stof­unum Mann­viti og COWI, sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri veittu form­lega við­töku í gær.

Í krónum talið yrði ábat­inn á því 30 ára tíma­bili sem grein­ingin tekur til mestur ef ákveðið verður að Sunda­brautin liggi í jarð­göngum undir Klepps­vík, sam­kvæmt því sem segir í skýrsl­unni, eða 236 millj­arðar króna.

Jarð­göngin á milli Gufu­ness og Laug­ar­ness eru þó dýr­ari val­kostur en brú yfir Klepps­vík­ina og er svo­kallað nytja-­kostn­að­ar­hlut­fall brú­ar­val­kosta hærra og innri vextir þeirra fram­kvæmda sömu­leið­is, sem þýðir að meira fæst til baka í sam­fé­lags­legan ábata fyrir hverja krónu sem lögð er út vegna brú­ar­gerð­ar.

Lykilniðurstöðurnar úr greiningu Mannvits og COWI.

Ástæðan fyrir því að ábati af jarð­göngum er met­inn meiri í krónum talið en brú­ar­val­kost­irn­ir, sem sagðir eru skila 185 og 208 millj­arða króna sam­fé­lags­legum ábata, er sú að færri vega­mót eru í Sunda­göngum og stærri hluti leið­ar­innar í frjálsu flæði – og því minni tafir fyrir öku­menn.

Eknum kíló­metrum fækki veru­lega en bíl­ferðum fjölgi líka

Í skýrsl­unni kemur fram að mestur ábati við lagn­ingu Sunda­brautar felist í færri eknum kíló­metrum, minni útblæstri og mengun og styttri ferða­tíma veg­far­enda vegna styttri leiða til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þar er þess þó einnig get­ið, í umfjöllun um áhrif á umferð einka­bíls­ins, að minni umferð­ar­tafir og styttri ferða­tími þýði að „fleiri muni velja bíl­inn sem sinn sam­göngu­máta, og fleiri bílar muni koma á göt­urn­ar“ sem dragi að ein­hverju leyti úr stytt­ingu ferða­tíma og fækkun ekinna kíló­metra, sem þó er umtals­verð eða á bil­inu 128-140 þús­und kíló­metrar dag­lega.

Þannig er gengið út frá því í skýrsl­unni að Sunda­braut muni fjölga bíl­ferð­um, miðað við að engin Sunda­braut verði byggð, á kostnað bæði ferða með almenn­ings­sam­göngum og ferðum á hjóli. Talið að að dag­legum bíl­ferðum muni fjölga um 2.550-5.000 með til­komu Sunda­brautar – mest ef jarð­göng verði fyrir val­inu.

Nið­ur­staða grein­ing­ar­innar frá Mann­viti og COWI er þó sú að Sunda­braut, hvort heldur sem er í jarð­göngum eða um brú, hafi mik­inn sam­fé­lags­legan ávinn­ing og sé metin sam­fé­lags­lega hag­kvæm fram­kvæmd sem slík.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu inn­við­a­ráðu­neyt­is­ins vegna máls­ins segir frá því að vinnu starfs­hóps um Sunda­braut, sem hóf störf í júní árið 2020, sé nú form­lega lok­ið, en hóp­ur­inn skil­aði skila­grein til ráð­herra og borg­ar­stjóra sam­hliða afhend­ingu félags­hag­fræði­legu grein­ing­ar­inn­ar.

Næstu skref eru sögð þau að Vega­gerðin vinni að und­ir­bún­ingi á mati á umhverf­is­á­hrifum og rann­sóknum í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg og Faxa­flóa­hafnir og Reykja­vík­ur­borg vinni að und­ir­bún­ingi nauð­syn­legra skipu­lags­breyt­inga.

„Gert er ráð fyrir að mat á umhverf­is­á­hrifum og nauð­syn­legar skipu­lags­breyt­ingar taki 2 til 3 ár, frek­ari rann­sóknir og hönnun 2 ár og útboðs­ferli stórrar fram­kvæmdar um 1-2 ár. Þessa verk­hluta má vinna að ein­hverju leyti sam­hliða og miðar allur und­ir­bún­ingur við að fram­kvæmdir við Sunda­braut geti haf­ist árið 2026 og að Sunda­braut frá Sæbraut að Kjal­ar­nesi verði lokið árið 2031,“ segir í til­kynn­ingu inn­við­a­ráðu­neyt­is­ins og Vega­gerð­ar­inn­ar.

Sig­urður Ingi segir að grafan mæti árið 2026

Í til­kynn­ingu frá inn­við­a­ráðu­neyt­inu er haft eftir Sig­urði Inga að nið­ur­stöð­urnar stað­festi þá sann­fær­ingu hans „að Sunda­braut muni hafa gríð­ar­lega þýð­ingu fyrir sam­göngur og mun umbylta umferð­inni á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.“

„Sunda­braut mun dreifa álagi, leysa umferð­ar­hnúta og styrkja örygg­is­leið­ir. Sunda­brautin mun auk þess stytta vega­lendir fyrir alla þá sem ferð­ast innan og til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu – óháð ferða­máta. Með þessa grein­ingu í fartesk­inu getum við nú brett upp ermar og haf­ist handa við að und­ir­búa fram­kvæmdir sem haf­ist geti innan fárra ára,“ er haft eftir ráð­herra, sem bætir um betur í færslu á Face­book-­síðu sinni boðar þar að fram­kvæmdum við Sunda­braut muni ljúka árið 2031.

„Tím­inn næstu fjögur árin verður nýttur vel með sam­tölum við íbúa og aðila í nærum­hverfi, breyt­ingum á skipu­lagi og gerð umhverf­is­mats og hönnun fer af stað á næst­unni. Útboðs­ferlið tekur þrjú til fjögur ár og í fram­haldi mætir grafan á stað­inn árið 2026 og fram­kvæmdum lýkur með þverun Kolla­fjarðar árið 2031,“ skrifar Sig­urður Ingi á Face­book.

Sunda­brautin er í traustum far­vegi. Hún verður ein stærsta ein­staka vega­fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, fyrir utan kannski...

Posted by Sig­urður Ingi Jóhanns­son on Tues­day, Janu­ary 25, 2022

Sam­ráð við íbúa og hags­muna­að­ila lyk­il­at­riði við leið­ar­valið

Haft er eftir Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra í sömu til­kynn­ingu að með sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu borgar og rík­is­ins síð­asta sum­ar, þess efnis að Sunda­braut verði lögð í einnig fram­kvæmd og tekin í notkun 2031, hafi Sunda­braut­ar­málið kom­ist í traustan og góðan far­veg.

„Fé­lags­hag­fræði­leg grein­ingin sem nú liggur fyrir er mik­il­vægur áfangi en segja má að sam­kvæmt henni sé minni munur en á þeim kostum sem hafa verið til skoð­un­ar, Sunda­braut á brú og Sunda­braut í göng­um,“ er haft eftir Degi í til­kynn­ing­unni, en í því sam­hengi má rifja upp að sam­ráð við íbúa í Laug­ar­dal og Graf­ar­vogi fyrr á öld­inni varð til þess að borgin gerði þá stefnu að sinni að Sunda­braut skyldi leggja í jarð­göng­um.

„Í sam­ræmi við sam­komu­lagið eru næstu skref þau að vinna ítar­legt umhverf­is­mat þar sem þessir báðir þessir kostir verða bornir saman við núll-­kost. Umhverf­is­matið og sam­ráð við íbúa og hags­muna­að­ila beggja vegna Klepps­víkur verður lyk­il­at­riði við end­an­legt leið­ar­val. Við útfærslu beggja leiða verða allir umhverf­is­þættir og mót­væg­is­að­gerðir vegna hugs­an­legra nei­kvæðra áhrifa af umferð fyrir nær­liggj­andi hverfi sér­stak­lega skoð­að. Þá liggur einnig fyrir að hag­munir almenn­ings­sam­gangna, gang­andi og hjólandi verða teknir inn í mynd­ina ásamt hafn­ar­starf­sem­i,“ er einnig haft eftir Degi í til­kynn­ing­unni frá inn­við­a­ráðu­neyt­inu.

Hag­fræði­stofnun HÍ telur tíma­virði of hátt metið

Í skila­grein starfs­hóps­ins um Sunda­braut­ina segir að Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands hafi verið fengin til þess að rýna helstu for­sendur grein­ing­ar­innar og nið­ur­stöður Mann­vits og COWI.

Fram kemur að Hag­fræði­stofnun telji mik­il­vægt að betri for­sendur liggi fyrir var­aðndi nokkra grunn­þætti sem liggi til grund­vallar grein­ingum sem þess­ari, t.d. mat á tíma­virði íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, for­sendur fyrir ferða­máta­vali í sam­göngu­lík­ani, töl­fræði­legt mat á verð­mæti manns­lífa í tengslum við mat á ábata vegna umferð­ar­slysa og mat á verð­mæti umhverf­is.

Þá segir frá því að Hag­fræði­stofnun hafi leitt líkum að því að sam­fé­lags­á­bat­inn í grein­ingu Mann­vits og COWI væri ofmet­inn, þar sem tíma­virði not­enda væri metið of hátt, en ekki liggi fyrir ítar­legar rann­sóknir á tíma­virði hér­lend­is.

Á móti telji Hag­fræði­stofnun þó að tölu­vert hátt álag sé á áætl­aðan stofn­kostnað við fram­kvæmd­ina, sem grein­ingin taki mið af, og að mik­il­vægt sé að horfa til kostn­aðar sam­bæri­legra verk­efna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent