Sunnlenskir sveitarstjórar hugsi yfir auknum þungaflutningum um Suðurland

Bæjarstjórinn í Árborg segir ljóst að byggja þurfi upp nýjan veg umhverfis Selfoss til að anna stórkostlegri aukningu vöruflutninga úr austri og til Þorlákshafnar, óháð því hvort fyrirhugaðir flutningar Kötluvikurs af Mýrdalssandi verði að veruleika.

Bæjarstjórinn í Árborg lítur svo á að það þurfi að byggja upp nýjan veg, ýmist sunnan við Selfoss eða í Ölfusi, til að höndla þungaflutninga austan að og til Þorlákshöfn.
Bæjarstjórinn í Árborg lítur svo á að það þurfi að byggja upp nýjan veg, ýmist sunnan við Selfoss eða í Ölfusi, til að höndla þungaflutninga austan að og til Þorlákshöfn.
Auglýsing

Gísli Hall­dór Hall­dórs­son bæj­ar­stjóri í Árborg segir fyr­ir­sjá­an­legt að vöru­flutn­ingar úr austri og til Þor­láks­hafnar muni aukast stór­kost­lega á næstu árum, jafn­vel þrátt fyrir að ekki kæmi til þeirra stór­felldu vik­ur­flutn­inga úr landi Hjör­leifs­höfða á Mýr­dals­sandi sem áætl­anir eru uppi um að ráð­ast í af hálfu þýska fyr­ir­tæk­is­ins STEAG Power Miner­als.

Bæj­ar­stjór­inn segir í svari til Kjarn­ans að hann og póli­tísk for­ysta bæj­ar­stjórnar hafi vakið athygli á því að útlit sé fyrir mjög aukna flutn­inga í gegnum Sel­foss og að þessi mál hafi verið rædd margoft á fundum með Vega­gerð­inni og einnig við alþing­is­menn og ráð­herra, er þeir hafi rekið á fjörur Árborg­ara.

Hann segir að sveit­ar­fé­lagið hafi þegar gripið til aðgerða til að leysa fyr­ir­sjá­an­legan vanda til næstu örfárra ára, en það hafi reyndar ekki verið gert með þá stór­felldu vik­ur­flutn­inga sem fyr­ir­hug­aðir eru um Suð­ur­landið til hlið­sjón­ar.

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg.

Við­brögðin fólust í því að leggja veg­bút sem lengir göt­una Suð­ur­hóla, sem liggur í jaðri byggðar á Sel­fossi, yfir á Gaul­verja­bæj­ar­veg. Þessi ráð­stöfun kemur í veg fyrir að allir vöru­flutn­ingar frá austri til vest­urs þurfi að fara um Aust­ur­veg, sem kalla má aðal­göt­una í bænum og er hluti af þjóð­vegi 1 í dag.

„Suð­ur­hól­arnir í Árborg liggja hins­vegar í gegnum íbúa­byggðir á Sel­fossi og henta engan veg­inn fyrir stór­aukna flutn­inga fram­tíð­ar­inn­ar, með eða án vik­ur­flutn­ing­anna frá Mýr­dals­sandi. Þetta höfum við bent Vega­gerð­inni og stjórn­mála­mönnum á,“ segir Gísli Hall­dór.

Nýr vegur suður af Sel­fossi eða um Ölf­usið

Sel­fyss­ingar munu losna við þjóð­veg 1 út úr bænum þegar ný brú yfir Ölf­usá verður til­bú­in, en þegar hún verður komin í notkun mun þó áfram liggja bein­ast við að beina þeim vöru­flutn­ingum sem koma að austan og til Þor­láks­hafnar eða áfram út á Reykja­nes í gegnum þétt­býli bæj­ar­ins.

Bæj­ar­stjór­inn segir að með eða án þeirra miklu vik­ur­flutn­inga sem fyr­ir­hug­aðir eru frá Mýr­dals­sandi sé fyr­ir­sjá­an­legt að vöru­flutn­ingar þessa leið­ina auk­ist stór­kost­lega. Áhrifa­þætti í því segir hann vera stór­aukið fisk­eldi á Aust­fjörðum og sömu­leiðis aukna mat­væla­fram­leiðslu á Suð­ur­landi.

Auglýsing

Gísli Hall­dór bendir á tvær leið­ir, sem hann segir hugs­an­legar til lausn­ar. Önnur væri sú að byggja upp nýjan veg nokkuð suður af Sel­fossi. Segir hann bæj­ar­yf­ir­völd hafa bent á stað­setn­ingu Vot­múla­vegar í því sam­bandi, en að ef til vill ætti slíkur vegur að vera enn sunn­ar.

„Hin leiðin er að fara að Hvera­gerði og þaðan suður Ölf­usið til Þor­láks­hafn­ar, sem er sú leið sem Vega­gerðin horfir mest til. Í báðum til­vikum þarf að byggja upp nýjan veg. Ég læt aðra um að dæma hvor leiðin er heppi­legri. Bein­asta leiðin austan að til Þor­láks­hafnar liggur auð­vitað í gegnum Árborg, en okkur er síst af öllu kapps­mál að fá alla þessa þunga­um­ferð í gegnum sveit­ar­fé­lag­ið. Umfram allt viljum við þó leggja okkar af mörkum til að stuðla að far­sælli lausn,“ segir Gísli Hall­dór.

Áhugi hjá Rang­æ­ingum á að nýta Land­eyja­höfn meira

Lilja Ein­ars­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Rangár­þings eystra, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að fyr­ir­hug­aðir vik­ur­flutn­ingar frá Mýr­dals­sandi hafi til umræðu á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar.

„Vissu­lega höfum við velt þessu fyrir okkur og bent á þessa gríð­ar­legu umferð sem þessu myndi fylgja. Und­an­far­inn ára­tug hefur verið sívax­andi álag á Þjóð­veg 1 og myndi þetta síður en svo draga úr því álag­i,“ segir Lilja.

Land­eyja­höfn er í Rangár­þingi ytra, en eins og rakið var í umfjöllun Kjarn­ans í gær var viðrað í umsögn um til­lögu að mats­á­ætlun vegna vik­ur­náms­ins á Mýr­dals­sandi að skoðað yrði hvort hægt væri að skipa vikrinum upp í Land­eyja­höfn, en ekki í Þor­láks­höfn.

Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt Antoni Kára Halldórssyni fyrrverandi sveitarstjóra. Mynd: Rangárþing eystra

Í athuga­semdum sem verk­fræði­stofan Efla sendi Skipu­lags­stofnun fyrir hönd fram­kvæmda­að­il­ans sagði að það hefði verið skoðað á fyrri stig­um, en í ljós hefði komið að sam­kvæmt lögum og reglu­gerðum um Land­eyja­höfn megi ein­ungis nýta höfn­ina undir sigl­ingar með far­þega til og frá Vest­manna­eyj­um.

Lilja segir þó að það hafi verið áhugi hjá sveit­ar­stjórn­inni um að „nýta Land­eyja­höfn meira en gert er í dag,“ en full­ljóst sé að það til þess þyrfti að koma til end­ur­bóta og upp­bygg­ingar á höfn­inni sjálfri og svæð­inu umhverfis hana. „En Land­eyja­höfn er á höndum rík­is­ins sem er afar óvenju­leg­t,“ bætir sveit­ar­stjór­inn við.

Hún segir hlut­að­eig­andi aðila hafa viðrað þessa umræðu við fyrri sveit­ar­stjóra í Rangár­þingi eystra og að sveit­ar­stjórnin hafi alltaf verið opin fyrir umræðu um hvers konar upp­bygg­ingu og ný tæki­færi sem varði Land­eyja­höfn.

Á Hellu er fólk hugsi

Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í Rangarþingi ytra.

Ágúst Sig­urðs­son, sveit­ar­stjóri í Rangár­þingi ytra, segir í svari til Kjarn­ans að sveit­ar­stjórnin þar hafi ekki fengið neina kynn­ingu á mál­inu né beiðni frá Skipu­lags­stofnun um að veita umsögn um það.

„Höfum bara séð þetta í frétt­u­m,“ segir Ágúst, um fyr­ir­ætl­anir STEAG Power Miner­als og fyr­ir­hugað umfang vik­ur­flutn­inga, sem leið liggur um Suð­ur­landið og þar með í gegnum þétt­býlið á Hellu.

Hann segir bæj­ar­yf­ir­völd „að sjálf­sögðu hugsi yfir mál­inu“ en að sér­stök umræða hafi ekki verið tekin um það, enn sem komið er.

Kötluvikur á ferðinni um Suðurland

Fyr­ir­tækið STEAG Power Miner­als ætlar sér að moka vikri upp úr Mýr­dals­sandi og er með fyr­ir­ætl­anir sínar í umhverf­is­mats­ferli. Í til­lögu að mats­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins sagði að þegar vinnslan yrði komin á full afköst yrðu farnar 120 ferðir með vik­ur­inn um það bil 180 kíló­­metra leið frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafn­­ar, 249 daga árs­ins.

Þetta þýðir að ef ekið yrði lát­­laust með vik­­ur­inn til Þor­láks­hafnar og með tóma bíla til baka allan sól­­­ar­hring­inn færi vöru­bíll í aðra hvora átt­ina á 6 mín­útna fresti að með­­al­tali þá daga sem flutn­ingar færu fram. Gert er ráð fyrir því að nægt efni sé á staðnum til að halda vik­­ur­­nám­inu gang­andi á þessum hraða í rúma öld.

Eins og vega­­kerfið á Suð­­ur­landi er í dag liggur bein­­ast við að þessir flutn­ingar fari í gegnum fjóra þétt­býl­is­­staði á leið­inni frá Mýr­dals­sandi vestur í Þor­láks­höfn; Vík í Mýr­dal, Hvols­­völl, Hellu og Sel­­foss.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent