Svandís: „Við höfum ekki slegið stóreignaskatt út af borðinu“

„Þegar að Morgunblaðið hefur [eitthvað] eftir Katrínu Jakobsdóttur þá mæli ég með því að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur frekar en það sem Morgunblaðið segir að hún hafi sagt,“ segir Svandís Svavarsdóttir um skattastefnu VG.

Svandís Svavarsdóttir (VG) og Magnús Norðdahl (Pírötum) tókust á um skattamál í Silfrinu í dag.
Svandís Svavarsdóttir (VG) og Magnús Norðdahl (Pírötum) tókust á um skattamál í Silfrinu í dag.
Auglýsing

„Spill­ing kostar mjög mikið og allir flokkar gætu staðið við öll sín lof­orð ef við myndum losna við spill­ing­una,“ sagði Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, for­maður Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins, í stjórn­mála­um­ræðu í Silfr­inu á RÚV í morg­un. Full­trúar Sex flokka sátu fyrir svörum í þætti dags­ins og spill­ing og stór­eigna­skattur voru meðal þess sem tek­ist var á um.

„Hvar finnur þú alla þessa spill­ingu, Guð­mund­ur?“ spurði Egill Helga­son, stjórn­andi Silf­urs­ins. „Hún byrjar hjá stjórn­mála­mönn­um,“ svar­aði Guð­mund­ur. „Hún byrjar hjá kjörnum full­trúum sem starfa við það að útdeila sam­eig­in­legum verð­mæt­u­m.“ Þar var Guð­mundur að vísa til sjáv­ar­út­vegs­ins. „Það er verið að gefa hund­ruð millj­arða á hverju ein­asta ári til nokk­urra fyr­ir­tækja.“

Auglýsing

Magnús Norð­da­hl, fram­bjóð­andi Pírata, hafði einnig orð á því sama. „Ef að við tökum á spill­ingu þá að sjálf­sögðu spörum við fjár­mun­i.“

Ásta Lóa Þórs­dótt­ir, odd­viti Flokks fólks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, tók sömu­leiðis í sama streng og sagði spill­ing­una á Íslandi „gríð­ar­lega“. Það hafi hún upp­lifað á eigin skinni. Hún einnig fundið fyrir henni vegna for­manns­starfa sinna fyrir Hags­muna­sam­tök heim­il­anna síð­ustu fjögur ár. „Þar höfum við verið að berj­ast við mestu spill­ingu sem fyr­ir­finnst á Íslandi sem er í sam­bandi við fjár­mála­kerf­ið.“ Sagði hún það kerfi hafa „fitnað eins og púk­inn á fjós­bit­an­um“ frá hruni. Þrátt fyrir að bank­arnir væru í dag að stórum hluta í eigu rík­is­ins sagði Ásta þá „ekk­ert skárri fyrir vik­ið, því mið­ur“.

Ásta Lóa Þórsdóttir.

Frá hruni hafi bank­arnir fengið um 900 millj­arða króna í arð. „Í arð,“ end­ur­tók hún. „Við erum að tala um eftir allan kostnað og allt.“

Í hrun­inu hafi fjár­mála­fyr­ir­tækin verið sett í for­gang. Nú verði að fara að setja fólkið fremst í for­gangs­röð­ina. Hefði það verið gert í hrun­inu hefðu fimmtán þús­und fjöl­skyldur ekki misst heim­ili sín. „Þetta sýnir það að það er til fullt af pen­ingum í þessu sam­fé­lagi. Þeim er bara öllum beint til fárra útval­inna.“

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra og full­trúi Vinstri grænna í Silfri dags­ins, var spurð hvort þetta væri rétt. Eru pen­ing­arnir til?

„Já, þeir eru það,“ svar­aði hún um hæl. „Ég er alveg sann­færð um það. Hluti af þessu eru auð­vitað pen­ingar sem eru ann­ars [stað­ar] í kerf­inu heldur en í dags­birt­unni. Það vitum við.“ Áður fyrr hafi verið talað um að Ísland væri laust við spill­ingu, „að við værum heil­agri og betri en aðrar þjóðir en við erum svo langt frá því“. Mögu­lega vegna smæð­ar­innar væri hér of mikið af kunn­ingja­sam­skiptum sem færu „undir rad­ar“.

Guðmundur Franklín Jónsson.

Spurð hvort nóg hefði verið að gert á kjör­tíma­bil­inu að sækja meiri fjár­muni sagði Svan­dís meðal ann­ars að hug­sjónin um jöfnuð snú­ist m.a. um að „nýta skatt­kerfið þannig að það sé ekki bara tekju­jöfn­un­ar­kerfi fyrir rík­is­sjóð heldur leið til að jafna kjör. Og þess vegna höfum við inn­leitt aftur þrepa­skipt skatt­kerf­i.“

Magnús minnti á að búið væri að leggja niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra. „Það er verið að minnka eft­ir­litið þar sem það helst ætti að vera. Þessu þarf að breyta. Verk þurfa að ganga orðum framar í stjórn­mál­u­m.“

­Dýpra var svo farið í skatta­málin í beinu fram­haldi af spill­ing­ar­um­ræð­unni. Magnús sagði Pírata vilja skatt­leggja þá sem „breið­ust hafa bök­in“ og að flokk­ur­inn væri hlynntur stór­eigna­skatti. En hjá VG færi ekki saman hljóð og mynd, eins og hann orð­aði það. „Nú talar VG um að það þurfi að nýta skatt­kerfið til að búa til meiri jöfnuð en á sama tíma vilja þau ekki taka upp stór­eigna­skatt.“

Svan­dís sagð­ist heyra „að Magnús hefur lesið Morg­un­blað­ið. Sem er ákveðið afl í íslenskum stjórn­málum og hefur ákveðnar skoð­anir og ákveð­inn vilja til að láta hluti ger­ast í póli­tík. Og hefur alltaf verið þannig. Þegar að Morg­un­blaðið hefur [eitt­hvað] eftir Katrínu Jak­obs­dóttur þá mæli ég með því að hlusta á Katrínu Jak­obs­dóttur frekar heldur en það sem Morg­un­blaðið segir að hún hafi sag­t.“

Hún sagði VG hafa talað fyrir þrepa­skiptum fjár­magnstekju­skatti og að það sé næsta skref þegar komi að því að beita skatt­kerf­inu til auk­ins jöfn­uð­ar. „Við höfum ekki slegið stór­eigna­skatt út af borð­inu. Við höfum sagt að það væri líka partur af þess­ari heild­ar­mynd.“

Magnús hélt þessum bolta áfram á lofti. Sagði VG hafa setið í stjórn í fjögur ár og stór­eigna­skatti hefði ekki enn verið komið á. Þegar hann sagði að ekki hefði verið ráð­ist í breyt­ingar á skatt­kerf­inu til að auka hér jöfn­uð, mót­mælti Svan­dís því og benti á þrepa­skipta tekju­skatts­kerf­ið.

Ásmundur Einar Daðason.

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra og full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í umræðu­þætt­in­um, bætti við að sér­stakt þrep í skatt­kerf­inu hefði verið hluti af lífs­kjara­samn­ingnum – til að létta sér­stak­lega á tekju­lægri hóp­um. „En það er alveg rétt að það var ekki sett á hátekju­skatt­þrep.“

Spurður hvort að honum þætti koma til greina að setja á hátekju­skatt sagð­ist hann „per­sónu­lega alltaf verið þeirrar skoð­unar að það sé skyn­sam­legt að setja á hátekju­skatt og tal­aði fyrir því. En það varð nið­ur­staðan að það var tekið skref sem fólst í því að bæta við skatt­þrepi neðst.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent