Svandís: „Við höfum ekki slegið stóreignaskatt út af borðinu“

„Þegar að Morgunblaðið hefur [eitthvað] eftir Katrínu Jakobsdóttur þá mæli ég með því að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur frekar en það sem Morgunblaðið segir að hún hafi sagt,“ segir Svandís Svavarsdóttir um skattastefnu VG.

Svandís Svavarsdóttir (VG) og Magnús Norðdahl (Pírötum) tókust á um skattamál í Silfrinu í dag.
Svandís Svavarsdóttir (VG) og Magnús Norðdahl (Pírötum) tókust á um skattamál í Silfrinu í dag.
Auglýsing

„Spill­ing kostar mjög mikið og allir flokkar gætu staðið við öll sín lof­orð ef við myndum losna við spill­ing­una,“ sagði Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, for­maður Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins, í stjórn­mála­um­ræðu í Silfr­inu á RÚV í morg­un. Full­trúar Sex flokka sátu fyrir svörum í þætti dags­ins og spill­ing og stór­eigna­skattur voru meðal þess sem tek­ist var á um.

„Hvar finnur þú alla þessa spill­ingu, Guð­mund­ur?“ spurði Egill Helga­son, stjórn­andi Silf­urs­ins. „Hún byrjar hjá stjórn­mála­mönn­um,“ svar­aði Guð­mund­ur. „Hún byrjar hjá kjörnum full­trúum sem starfa við það að útdeila sam­eig­in­legum verð­mæt­u­m.“ Þar var Guð­mundur að vísa til sjáv­ar­út­vegs­ins. „Það er verið að gefa hund­ruð millj­arða á hverju ein­asta ári til nokk­urra fyr­ir­tækja.“

Auglýsing

Magnús Norð­da­hl, fram­bjóð­andi Pírata, hafði einnig orð á því sama. „Ef að við tökum á spill­ingu þá að sjálf­sögðu spörum við fjár­mun­i.“

Ásta Lóa Þórs­dótt­ir, odd­viti Flokks fólks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, tók sömu­leiðis í sama streng og sagði spill­ing­una á Íslandi „gríð­ar­lega“. Það hafi hún upp­lifað á eigin skinni. Hún einnig fundið fyrir henni vegna for­manns­starfa sinna fyrir Hags­muna­sam­tök heim­il­anna síð­ustu fjögur ár. „Þar höfum við verið að berj­ast við mestu spill­ingu sem fyr­ir­finnst á Íslandi sem er í sam­bandi við fjár­mála­kerf­ið.“ Sagði hún það kerfi hafa „fitnað eins og púk­inn á fjós­bit­an­um“ frá hruni. Þrátt fyrir að bank­arnir væru í dag að stórum hluta í eigu rík­is­ins sagði Ásta þá „ekk­ert skárri fyrir vik­ið, því mið­ur“.

Ásta Lóa Þórsdóttir.

Frá hruni hafi bank­arnir fengið um 900 millj­arða króna í arð. „Í arð,“ end­ur­tók hún. „Við erum að tala um eftir allan kostnað og allt.“

Í hrun­inu hafi fjár­mála­fyr­ir­tækin verið sett í for­gang. Nú verði að fara að setja fólkið fremst í for­gangs­röð­ina. Hefði það verið gert í hrun­inu hefðu fimmtán þús­und fjöl­skyldur ekki misst heim­ili sín. „Þetta sýnir það að það er til fullt af pen­ingum í þessu sam­fé­lagi. Þeim er bara öllum beint til fárra útval­inna.“

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra og full­trúi Vinstri grænna í Silfri dags­ins, var spurð hvort þetta væri rétt. Eru pen­ing­arnir til?

„Já, þeir eru það,“ svar­aði hún um hæl. „Ég er alveg sann­færð um það. Hluti af þessu eru auð­vitað pen­ingar sem eru ann­ars [stað­ar] í kerf­inu heldur en í dags­birt­unni. Það vitum við.“ Áður fyrr hafi verið talað um að Ísland væri laust við spill­ingu, „að við værum heil­agri og betri en aðrar þjóðir en við erum svo langt frá því“. Mögu­lega vegna smæð­ar­innar væri hér of mikið af kunn­ingja­sam­skiptum sem færu „undir rad­ar“.

Guðmundur Franklín Jónsson.

Spurð hvort nóg hefði verið að gert á kjör­tíma­bil­inu að sækja meiri fjár­muni sagði Svan­dís meðal ann­ars að hug­sjónin um jöfnuð snú­ist m.a. um að „nýta skatt­kerfið þannig að það sé ekki bara tekju­jöfn­un­ar­kerfi fyrir rík­is­sjóð heldur leið til að jafna kjör. Og þess vegna höfum við inn­leitt aftur þrepa­skipt skatt­kerf­i.“

Magnús minnti á að búið væri að leggja niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra. „Það er verið að minnka eft­ir­litið þar sem það helst ætti að vera. Þessu þarf að breyta. Verk þurfa að ganga orðum framar í stjórn­mál­u­m.“

­Dýpra var svo farið í skatta­málin í beinu fram­haldi af spill­ing­ar­um­ræð­unni. Magnús sagði Pírata vilja skatt­leggja þá sem „breið­ust hafa bök­in“ og að flokk­ur­inn væri hlynntur stór­eigna­skatti. En hjá VG færi ekki saman hljóð og mynd, eins og hann orð­aði það. „Nú talar VG um að það þurfi að nýta skatt­kerfið til að búa til meiri jöfnuð en á sama tíma vilja þau ekki taka upp stór­eigna­skatt.“

Svan­dís sagð­ist heyra „að Magnús hefur lesið Morg­un­blað­ið. Sem er ákveðið afl í íslenskum stjórn­málum og hefur ákveðnar skoð­anir og ákveð­inn vilja til að láta hluti ger­ast í póli­tík. Og hefur alltaf verið þannig. Þegar að Morg­un­blaðið hefur [eitt­hvað] eftir Katrínu Jak­obs­dóttur þá mæli ég með því að hlusta á Katrínu Jak­obs­dóttur frekar heldur en það sem Morg­un­blaðið segir að hún hafi sag­t.“

Hún sagði VG hafa talað fyrir þrepa­skiptum fjár­magnstekju­skatti og að það sé næsta skref þegar komi að því að beita skatt­kerf­inu til auk­ins jöfn­uð­ar. „Við höfum ekki slegið stór­eigna­skatt út af borð­inu. Við höfum sagt að það væri líka partur af þess­ari heild­ar­mynd.“

Magnús hélt þessum bolta áfram á lofti. Sagði VG hafa setið í stjórn í fjögur ár og stór­eigna­skatti hefði ekki enn verið komið á. Þegar hann sagði að ekki hefði verið ráð­ist í breyt­ingar á skatt­kerf­inu til að auka hér jöfn­uð, mót­mælti Svan­dís því og benti á þrepa­skipta tekju­skatts­kerf­ið.

Ásmundur Einar Daðason.

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra og full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í umræðu­þætt­in­um, bætti við að sér­stakt þrep í skatt­kerf­inu hefði verið hluti af lífs­kjara­samn­ingnum – til að létta sér­stak­lega á tekju­lægri hóp­um. „En það er alveg rétt að það var ekki sett á hátekju­skatt­þrep.“

Spurður hvort að honum þætti koma til greina að setja á hátekju­skatt sagð­ist hann „per­sónu­lega alltaf verið þeirrar skoð­unar að það sé skyn­sam­legt að setja á hátekju­skatt og tal­aði fyrir því. En það varð nið­ur­staðan að það var tekið skref sem fólst í því að bæta við skatt­þrepi neðst.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent