Svandís: „Við höfum ekki slegið stóreignaskatt út af borðinu“

„Þegar að Morgunblaðið hefur [eitthvað] eftir Katrínu Jakobsdóttur þá mæli ég með því að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur frekar en það sem Morgunblaðið segir að hún hafi sagt,“ segir Svandís Svavarsdóttir um skattastefnu VG.

Svandís Svavarsdóttir (VG) og Magnús Norðdahl (Pírötum) tókust á um skattamál í Silfrinu í dag.
Svandís Svavarsdóttir (VG) og Magnús Norðdahl (Pírötum) tókust á um skattamál í Silfrinu í dag.
Auglýsing

„Spilling kostar mjög mikið og allir flokkar gætu staðið við öll sín loforð ef við myndum losna við spillinguna,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, í stjórnmálaumræðu í Silfrinu á RÚV í morgun. Fulltrúar Sex flokka sátu fyrir svörum í þætti dagsins og spilling og stóreignaskattur voru meðal þess sem tekist var á um.

„Hvar finnur þú alla þessa spillingu, Guðmundur?“ spurði Egill Helgason, stjórnandi Silfursins. „Hún byrjar hjá stjórnmálamönnum,“ svaraði Guðmundur. „Hún byrjar hjá kjörnum fulltrúum sem starfa við það að útdeila sameiginlegum verðmætum.“ Þar var Guðmundur að vísa til sjávarútvegsins. „Það er verið að gefa hundruð milljarða á hverju einasta ári til nokkurra fyrirtækja.“

Auglýsing

Magnús Norðdahl, frambjóðandi Pírata, hafði einnig orð á því sama. „Ef að við tökum á spillingu þá að sjálfsögðu spörum við fjármuni.“

Ásta Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, tók sömuleiðis í sama streng og sagði spillinguna á Íslandi „gríðarlega“. Það hafi hún upplifað á eigin skinni. Hún einnig fundið fyrir henni vegna formannsstarfa sinna fyrir Hagsmunasamtök heimilanna síðustu fjögur ár. „Þar höfum við verið að berjast við mestu spillingu sem fyrirfinnst á Íslandi sem er í sambandi við fjármálakerfið.“ Sagði hún það kerfi hafa „fitnað eins og púkinn á fjósbitanum“ frá hruni. Þrátt fyrir að bankarnir væru í dag að stórum hluta í eigu ríkisins sagði Ásta þá „ekkert skárri fyrir vikið, því miður“.

Ásta Lóa Þórsdóttir.

Frá hruni hafi bankarnir fengið um 900 milljarða króna í arð. „Í arð,“ endurtók hún. „Við erum að tala um eftir allan kostnað og allt.“

Í hruninu hafi fjármálafyrirtækin verið sett í forgang. Nú verði að fara að setja fólkið fremst í forgangsröðina. Hefði það verið gert í hruninu hefðu fimmtán þúsund fjölskyldur ekki misst heimili sín. „Þetta sýnir það að það er til fullt af peningum í þessu samfélagi. Þeim er bara öllum beint til fárra útvalinna.“

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og fulltrúi Vinstri grænna í Silfri dagsins, var spurð hvort þetta væri rétt. Eru peningarnir til?

„Já, þeir eru það,“ svaraði hún um hæl. „Ég er alveg sannfærð um það. Hluti af þessu eru auðvitað peningar sem eru annars [staðar] í kerfinu heldur en í dagsbirtunni. Það vitum við.“ Áður fyrr hafi verið talað um að Ísland væri laust við spillingu, „að við værum heilagri og betri en aðrar þjóðir en við erum svo langt frá því“. Mögulega vegna smæðarinnar væri hér of mikið af kunningjasamskiptum sem færu „undir radar“.

Guðmundur Franklín Jónsson.

Spurð hvort nóg hefði verið að gert á kjörtímabilinu að sækja meiri fjármuni sagði Svandís meðal annars að hugsjónin um jöfnuð snúist m.a. um að „nýta skattkerfið þannig að það sé ekki bara tekjujöfnunarkerfi fyrir ríkissjóð heldur leið til að jafna kjör. Og þess vegna höfum við innleitt aftur þrepaskipt skattkerfi.“

Magnús minnti á að búið væri að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra. „Það er verið að minnka eftirlitið þar sem það helst ætti að vera. Þessu þarf að breyta. Verk þurfa að ganga orðum framar í stjórnmálum.“

Dýpra var svo farið í skattamálin í beinu framhaldi af spillingarumræðunni. Magnús sagði Pírata vilja skattleggja þá sem „breiðust hafa bökin“ og að flokkurinn væri hlynntur stóreignaskatti. En hjá VG færi ekki saman hljóð og mynd, eins og hann orðaði það. „Nú talar VG um að það þurfi að nýta skattkerfið til að búa til meiri jöfnuð en á sama tíma vilja þau ekki taka upp stóreignaskatt.“

Svandís sagðist heyra „að Magnús hefur lesið Morgunblaðið. Sem er ákveðið afl í íslenskum stjórnmálum og hefur ákveðnar skoðanir og ákveðinn vilja til að láta hluti gerast í pólitík. Og hefur alltaf verið þannig. Þegar að Morgunblaðið hefur [eitthvað] eftir Katrínu Jakobsdóttur þá mæli ég með því að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur frekar heldur en það sem Morgunblaðið segir að hún hafi sagt.“

Hún sagði VG hafa talað fyrir þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti og að það sé næsta skref þegar komi að því að beita skattkerfinu til aukins jöfnuðar. „Við höfum ekki slegið stóreignaskatt út af borðinu. Við höfum sagt að það væri líka partur af þessari heildarmynd.“

Magnús hélt þessum bolta áfram á lofti. Sagði VG hafa setið í stjórn í fjögur ár og stóreignaskatti hefði ekki enn verið komið á. Þegar hann sagði að ekki hefði verið ráðist í breytingar á skattkerfinu til að auka hér jöfnuð, mótmælti Svandís því og benti á þrepaskipta tekjuskattskerfið.

Ásmundur Einar Daðason.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og fulltrúi Framsóknarflokksins í umræðuþættinum, bætti við að sérstakt þrep í skattkerfinu hefði verið hluti af lífskjarasamningnum – til að létta sérstaklega á tekjulægri hópum. „En það er alveg rétt að það var ekki sett á hátekjuskattþrep.“

Spurður hvort að honum þætti koma til greina að setja á hátekjuskatt sagðist hann „persónulega alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegt að setja á hátekjuskatt og talaði fyrir því. En það varð niðurstaðan að það var tekið skref sem fólst í því að bæta við skattþrepi neðst.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent