Sverrir Ólafsson: Hæstiréttur vill ekki komast að hinnu sanna í málinu

sverrir.jpg
Auglýsing

Sverrir Ólafs­son, með­dóm­ari í Aur­um-­mál­inu fyrir hér­aðs­dómi og bróðir Ólafs Ólafs­son­ar, segir að Hæsti­réttur Íslands virð­ist ekki hafa áhuga á því að reyna að kom­ast að því sanna í ómerk­ing­ar­máli vegna Aur­um-­máls­ins. Nið­ur­staða Hæsta­réttar í því var að ummæli Sverris í fjöl­miðlum eftir að dómur féll sköp­uðu vafa um óhlut­drægni hans og því var nið­ur­staða hér­aðs­dóms, þar sem sak­born­ingar voru sýkn­að­ir, ómerkt. „Maður getur ein­ungis leyft sér að vona að þetta til­felli sé ekki dæmi­gert fyrir vinnu­brögð og afstöðu Hæsta­réttar til sann­leik­ans,“ segir Sverrir grein sinni.

Einn sak­born­ing­anna í mál­inu, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, hefur einnig skrifað greinar um nið­ur­stöðu Hæsta­réttar und­an­farna daga þar sem hann gagn­rýnir Hæsta­rétt. Umfjöllun um þær má lesa hér og hér.

Engar athuga­semdir við hæfiSverrir skrifar grein í Frétta­blaðið í dag þar sem hann fer yfir sína hlið á málið og rekur m.a. hvernig það kom til að hann varð með­dóm­ari í Aur­um-­mál­inu. Þar sagði hann mestu hafa ráðið að hann þekkti engan áærðu og að hann hafði umfangs­mikla þekk­ingu á málum sem því sem var til með­ferð­ar. Sverrir segir að hann hafi strax nefnt bræðra­tengslin við Ólaf við dóms­for­mann­inn, Guð­jón St. Mart­eins­son, sem hafi ekki séð mein­bug á þeim. Dóms­for­mað­ur­inn hafi síðan til­kynnt máls­að­il­um, verj­endum og sér­stökum sak­sókn­ara, um nöfn með­dóms­manna.

Í grein sinni segir Sverr­ir: „Eftir að dómur féll í Aur­um-­mál­inu í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur 5. júní 2014 fór sér­stakur sak­sókn­ari í fjöl­miðla og sagð­ist ekk­ert hafa vitað af tengslum mínum við Ólaf Ólafs­son. Hann hafði því rekið Aur­um-­málið fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, setið fyrir framan mig, sem settan sér­fróðan með­dóms­mann, í marga daga og ekki haft nokkra hug­mynd um það hver ég var. Hann hafði sem sagt ekki hirt um að kynna sér hver settur með­dóms­maður var í jafn umfangs­miklu máli. Mér er sagt að þegar sér­fróður með­dóms­maður er skip­aður þá sé það fyrsta verk allra máls­að­ila að afla sér upp­lýs­inga um með­dóms­mann­inn, með hugs­an­legt van­hæfi í huga.

Auglýsing

Sam­kvæmt mínum upp­lýs­ingum er sann­leik­ur­inn í þessu máli hins vegar allt ann­ar. Þegar rekstur Aur­um-­máls­ins var að hefj­ast fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, spurði ég dóms­for­mann­inn hvort sér­stökum sak­sókn­ara væri ekki ljóst um fjöl­skyldu­tengsl mín. Sagði hann svo vera og bætti við að þeir hefðu rætt bróð­ur­tengsl okkar Ólafs svo og ráð­gjafa­störf mín fyrir slita­stjórn Glitn­is, áður en rekstur máls­ins hófst. Hefði nið­ur­staðan af sam­tal­inu verið sú að þeir urðu sam­mála um að engin ástæða væri til að gera athuga­semdir við hæfi mitt til að sitja í dómn­um. Og sú varð reynd­in.“

Hefði átt að orða athuga­semdir sínar öðru­vísiSverrir segir að stað­hæf­ing Ólafs Þórs Hauks­son­ar, sér­staks sak­sókn­ara, um að hann hefði ekki vitað um bræðra­tengsl sín, hefði því eðli­lega haft mjög slæm áhrif á hann. „Eftir að ég frétti af útspili sér­staks sak­sókn­ara í fjöl­miðlum þá hringir frétta­maður frá RÚV í mig. Við spjöllum saman og í því við­tali læt ég nei­kvæð ummæli falla um fram­komu sér­staks sak­sókn­ara, í tengslum við aðför hans að Guð­jóni og mér.

Búið er að marg­spila og rita þessi ummæli í fjöl­miðlum lands­ins. Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að orða athuga­semdir mínar öðru­vísi. En, ummælin voru við­brögð við ómak­legri árás og lýsa fyrst og fremst skoðun minni á þessu sér­staka hátt­erni sér­staks sak­sókn­ara, sem hér um ræð­ir.“

Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að orða athuga­semdir mínar öðru­vísi. En, ummælin voru við­brögð við ómak­legri árás og lýsa fyrst og fremst skoðun minni á þessu sér­staka hátt­erni sér­staks sak­sókn­ara, sem hér um ræðir.

Farið var fram á að Sverrir og Guð­jón St. Mart­eins­son yrðu yfir­heyrðir í ómerk­ing­ar­mál­inu fyrir Hæsta­rétti. Sverrir seg­ist hafa orðið mjög hissa þegar sú leið var ekki far­ið. „Hér er um svo mik­il­vægt mál að ræða, ásökun virts dóm­ara á hendur sér­stökum sak­sókn­ara um að hann hafi sagt ósatt. Afstaða bæði Hér­aðs­dóms Reykja­víkur og Hæsta­réttar Íslands í mál­inu er mér á allan hátt óskilj­an­leg. Ef það er óleyfi­legt, eða jafn­vel ólög­legt, að yfir­heyra dóm­ara í tengslum við það mál sem þeir hafa dæmt í, þá hefur það, í þessu til­felli, leitt til þess að ómögu­legt reynd­ist að kom­ast að sann­leika máls­ins. Á sama tíma liggur einn æðsti maður ákæru­valds­ins undir ásökun eins virtasta dóm­ara lands­ins um að hafa sagt ósatt og á þann hátt haft áhrif á fram­hald mik­il­vægs dóms­máls.“

Hæsti­réttur ekki áhuga á að kom­ast að hinu sanna„Nið­ur­stað­an, sem ég kemst að er að Hæsti­réttur Íslands virð­ist ekki hafa áhuga á að reyna að kom­ast að því sanna í mál­inu. Þetta er mjög alvar­leg­t.,“ segir Sverrir í grein sinni. „Maður getur ein­ungis leyft sér að vona að þetta til­felli sé ekki dæmi­gert fyrir vinnu­brögð og afstöðu Hæsta­réttar til sann­leik­ans.“

Hann segir að ummæli sín í fjöl­miðlum verði að met­ast í ljósi þeirra upp­lýs­inga sem hann hafði um að sér­stakur sak­sókn­ari væri að segja ósatt. „Er Hæsti­réttur virki­lega að segja að mínar upp­lýs­ingar um ósann­sögli sér­staks sak­sókn­ara gefi ekki til­efni til að hafa nei­kvæð áhrif á það traust sem ég ber til hans? Ummæli sér­staks sak­sókn­ara eru með til­liti til orða­vals ef til vill hóg­vær, en það er ekk­ert hóg­vært við það að segja ósatt um jafn mik­il­væga hluti og hér er um að ræða. Í mínum vinnu­reglum er slíkt hátt­erni óvið­un­andi og má undir engum kring­um­stæðum líð­ast og alveg sér­stak­lega ekki í rétt­ar­kerf­inu. Það er mitt mat að Hæsti­réttur hefði átt að setja meiri vinnu í það að reyna að kom­ast að hinu sanna í mál­in­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None