Sverrir Ólafsson: Hæstiréttur vill ekki komast að hinnu sanna í málinu

sverrir.jpg
Auglýsing

Sverrir Ólafs­son, með­dóm­ari í Aur­um-­mál­inu fyrir hér­aðs­dómi og bróðir Ólafs Ólafs­son­ar, segir að Hæsti­réttur Íslands virð­ist ekki hafa áhuga á því að reyna að kom­ast að því sanna í ómerk­ing­ar­máli vegna Aur­um-­máls­ins. Nið­ur­staða Hæsta­réttar í því var að ummæli Sverris í fjöl­miðlum eftir að dómur féll sköp­uðu vafa um óhlut­drægni hans og því var nið­ur­staða hér­aðs­dóms, þar sem sak­born­ingar voru sýkn­að­ir, ómerkt. „Maður getur ein­ungis leyft sér að vona að þetta til­felli sé ekki dæmi­gert fyrir vinnu­brögð og afstöðu Hæsta­réttar til sann­leik­ans,“ segir Sverrir grein sinni.

Einn sak­born­ing­anna í mál­inu, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, hefur einnig skrifað greinar um nið­ur­stöðu Hæsta­réttar und­an­farna daga þar sem hann gagn­rýnir Hæsta­rétt. Umfjöllun um þær má lesa hér og hér.

Engar athuga­semdir við hæfi



Sverrir skrifar grein í Frétta­blaðið í dag þar sem hann fer yfir sína hlið á málið og rekur m.a. hvernig það kom til að hann varð með­dóm­ari í Aur­um-­mál­inu. Þar sagði hann mestu hafa ráðið að hann þekkti engan áærðu og að hann hafði umfangs­mikla þekk­ingu á málum sem því sem var til með­ferð­ar. Sverrir segir að hann hafi strax nefnt bræðra­tengslin við Ólaf við dóms­for­mann­inn, Guð­jón St. Mart­eins­son, sem hafi ekki séð mein­bug á þeim. Dóms­for­mað­ur­inn hafi síðan til­kynnt máls­að­il­um, verj­endum og sér­stökum sak­sókn­ara, um nöfn með­dóms­manna.

Í grein sinni segir Sverr­ir: „Eftir að dómur féll í Aur­um-­mál­inu í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur 5. júní 2014 fór sér­stakur sak­sókn­ari í fjöl­miðla og sagð­ist ekk­ert hafa vitað af tengslum mínum við Ólaf Ólafs­son. Hann hafði því rekið Aur­um-­málið fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, setið fyrir framan mig, sem settan sér­fróðan með­dóms­mann, í marga daga og ekki haft nokkra hug­mynd um það hver ég var. Hann hafði sem sagt ekki hirt um að kynna sér hver settur með­dóms­maður var í jafn umfangs­miklu máli. Mér er sagt að þegar sér­fróður með­dóms­maður er skip­aður þá sé það fyrsta verk allra máls­að­ila að afla sér upp­lýs­inga um með­dóms­mann­inn, með hugs­an­legt van­hæfi í huga.

Auglýsing

Sam­kvæmt mínum upp­lýs­ingum er sann­leik­ur­inn í þessu máli hins vegar allt ann­ar. Þegar rekstur Aur­um-­máls­ins var að hefj­ast fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, spurði ég dóms­for­mann­inn hvort sér­stökum sak­sókn­ara væri ekki ljóst um fjöl­skyldu­tengsl mín. Sagði hann svo vera og bætti við að þeir hefðu rætt bróð­ur­tengsl okkar Ólafs svo og ráð­gjafa­störf mín fyrir slita­stjórn Glitn­is, áður en rekstur máls­ins hófst. Hefði nið­ur­staðan af sam­tal­inu verið sú að þeir urðu sam­mála um að engin ástæða væri til að gera athuga­semdir við hæfi mitt til að sitja í dómn­um. Og sú varð reynd­in.“

Hefði átt að orða athuga­semdir sínar öðru­vísi



Sverrir segir að stað­hæf­ing Ólafs Þórs Hauks­son­ar, sér­staks sak­sókn­ara, um að hann hefði ekki vitað um bræðra­tengsl sín, hefði því eðli­lega haft mjög slæm áhrif á hann. „Eftir að ég frétti af útspili sér­staks sak­sókn­ara í fjöl­miðlum þá hringir frétta­maður frá RÚV í mig. Við spjöllum saman og í því við­tali læt ég nei­kvæð ummæli falla um fram­komu sér­staks sak­sókn­ara, í tengslum við aðför hans að Guð­jóni og mér.

Búið er að marg­spila og rita þessi ummæli í fjöl­miðlum lands­ins. Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að orða athuga­semdir mínar öðru­vísi. En, ummælin voru við­brögð við ómak­legri árás og lýsa fyrst og fremst skoðun minni á þessu sér­staka hátt­erni sér­staks sak­sókn­ara, sem hér um ræð­ir.“

Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að orða athuga­semdir mínar öðru­vísi. En, ummælin voru við­brögð við ómak­legri árás og lýsa fyrst og fremst skoðun minni á þessu sér­staka hátt­erni sér­staks sak­sókn­ara, sem hér um ræðir.

Farið var fram á að Sverrir og Guð­jón St. Mart­eins­son yrðu yfir­heyrðir í ómerk­ing­ar­mál­inu fyrir Hæsta­rétti. Sverrir seg­ist hafa orðið mjög hissa þegar sú leið var ekki far­ið. „Hér er um svo mik­il­vægt mál að ræða, ásökun virts dóm­ara á hendur sér­stökum sak­sókn­ara um að hann hafi sagt ósatt. Afstaða bæði Hér­aðs­dóms Reykja­víkur og Hæsta­réttar Íslands í mál­inu er mér á allan hátt óskilj­an­leg. Ef það er óleyfi­legt, eða jafn­vel ólög­legt, að yfir­heyra dóm­ara í tengslum við það mál sem þeir hafa dæmt í, þá hefur það, í þessu til­felli, leitt til þess að ómögu­legt reynd­ist að kom­ast að sann­leika máls­ins. Á sama tíma liggur einn æðsti maður ákæru­valds­ins undir ásökun eins virtasta dóm­ara lands­ins um að hafa sagt ósatt og á þann hátt haft áhrif á fram­hald mik­il­vægs dóms­máls.“

Hæsti­réttur ekki áhuga á að kom­ast að hinu sanna



„Nið­ur­stað­an, sem ég kemst að er að Hæsti­réttur Íslands virð­ist ekki hafa áhuga á að reyna að kom­ast að því sanna í mál­inu. Þetta er mjög alvar­leg­t.,“ segir Sverrir í grein sinni. „Maður getur ein­ungis leyft sér að vona að þetta til­felli sé ekki dæmi­gert fyrir vinnu­brögð og afstöðu Hæsta­réttar til sann­leik­ans.“

Hann segir að ummæli sín í fjöl­miðlum verði að met­ast í ljósi þeirra upp­lýs­inga sem hann hafði um að sér­stakur sak­sókn­ari væri að segja ósatt. „Er Hæsti­réttur virki­lega að segja að mínar upp­lýs­ingar um ósann­sögli sér­staks sak­sókn­ara gefi ekki til­efni til að hafa nei­kvæð áhrif á það traust sem ég ber til hans? Ummæli sér­staks sak­sókn­ara eru með til­liti til orða­vals ef til vill hóg­vær, en það er ekk­ert hóg­vært við það að segja ósatt um jafn mik­il­væga hluti og hér er um að ræða. Í mínum vinnu­reglum er slíkt hátt­erni óvið­un­andi og má undir engum kring­um­stæðum líð­ast og alveg sér­stak­lega ekki í rétt­ar­kerf­inu. Það er mitt mat að Hæsti­réttur hefði átt að setja meiri vinnu í það að reyna að kom­ast að hinu sanna í mál­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None