Tesla fer í hundrað á 2,8 sekúndum - hraðari en Ferrari

tesla1.jpg
Auglýsing

Banda­ríski raf­bíla­fram­leið­and­inn Tesla Motors kynnti á dög­unum upp­færslu fyrir Tesla S-bið­freið­arn­ar. Öfl­ugri raf­geymir og nýjar still­ingar gera bíl­stjórum nú kleift að kom­ast í hund­rað kíló­metra hraða á aðeins 2,8 sek­únd­um. Still­ing­unni var gefið nafn við hæfi og heitir hún „fá­rán­leika­still­ing­in“ eða „lu­dicrous mode“ á ensku.

Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um end­ur­bæt­urn­ar. Hrifn­ing bíla­blaða­manns breska rík­is­út­varps­ins, BBC, leynir sér ekki í umfjöllun fjöl­mið­ils­ins. „Jú, við erum sam­mála um að raf­bílar hafa ákveðin tak­mörk hvað varðar upp­lifun far­þeg­anna og bygg­ingu bíls­ins, en það varla hægt að segja að fárán­leika­still­ingin sé ekki veru­lega til­komu­mik­il,“ skrifar Ollie Kew.

Blaða­maður Bloomberg-frétta­stof­unnar fjallar um upp­færsl­una á bílnum á svip­uðum nótum og spáir því hrein­lega að bílar drifnir með jarð­efna­elds­neyti verði útdauðir á allra næstu ára­tug­um. „Ég giska á að árið 2035, ef ekki fyrr, verði mik­ill meiri­hluti bif­reiða sem seldar eru í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu ekki knúnir jarð­efna­elds­neyt­i,“ skrifar Barry Rit­holtz.

Auglýsing

Tesla-raf­bíl­arnir hafa verið vin­sælir meðal þeirra sem kjósa raf­magn sem aflgjafa enda eru bíl­arnir sport­legir á að líta og eru búnir raf­hlöðum sem end­ast lengur en flestir aðrir raf­bílar á mark­að­in­um. Tesla er því í fremstu víg­línu raf­bíla­væð­ingar heims­ins, ásamt Toyota sem hefur lagt mikla fjár­muni í þróun og fram­leiðslu slíkra bif­reiða.

Nýjasta útspil Tesla er hins vegar mik­il­vægt fyrir frek­ari þróun þess­ara tækja fram­tíð­ar­inn­ar. Tesla hefur tek­ist að beita öllu afli raf­knúnu vél­ar­innar í einu og dreifa því á öll fjögur hjólin án þess að vél­bún­aður bíls­ins bræði hrein­lega úr sér. Þar er nýtt „snjall­ör­yggi“ að verki sem bíla­fram­leið­and­inn hefur hann­að. „Fá­rán­leika­still­ing­in“ er mik­il­vægur liður í því að gera hefð­bundna bíla óþarfa.

FRANCE MOTOR SHOW PARIS Ofur­bíll­inn Bugatti Veyron er gríð­ar­lega öfl­ugur og sér­stak­lega hann­aður til að ná miklum hámarks­hraða.

 

Til að setja hröðun Tesla S-bíls­ins í fárán­leika­still­ingu í sam­hengi má telja til ofur­bíla á borð við Bugatti Veyron sem er 2,6 sek­úndur í hundraðið og sænska ofur­bíl­inn Königs­egg One sem kemst á 100 kíló­metra hraða á 2,5 sek­únd­um. Ferr­ari 458 Italia og McL­aren 570s eru til dæmis báðir lengur en Teslan að kom­ast í 100 kíló­metra hraða.

Rit­holtz leggur til á vef Bloomberg að Elon Musk, stofn­andi og eig­andi Tesla, setji flott­ari yfir­bygg­ingu á bíl­inn eða hreini­lega selji tækn­ina til þess­ara sport­bíla­fram­leið­enda svo þeir geti gert raf­magns­út­gáfur af bíl­unum sín­um. Þannig yrði mann­kynið fljót­ara að til­einka sér raf­bíla­bylt­ing­una.

„Enn á ný er Musk skrefi á und­an,“ skrifar Kew enn­fremur á BBC og veltir fyrir sér hvað sé næst - brjál­æð­is­still­ing? Musk hefur nefni­lega þegar sagt í yfir­lýs­ingu að næsta skref birt­ist í næstu kyn­slóð götu­bíl­anna frá Teslu eftir fjögur ár.


 

Upp­fært 23. júlí kl. 9:18 - Rang­lega var sagt að enska hug­takið „fu­se“ merki „kveiki­þráð­ur“ í raf­magns­bíl­um. Það er ekki rétt og hefur verið leið­rétt. Í raf­magns­bílum er átt við bræðslu­var­ið, sem í dag­legu tali kall­ast öryggi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None