Tesla fer í hundrað á 2,8 sekúndum - hraðari en Ferrari

tesla1.jpg
Auglýsing

Banda­ríski raf­bíla­fram­leið­and­inn Tesla Motors kynnti á dög­unum upp­færslu fyrir Tesla S-bið­freið­arn­ar. Öfl­ugri raf­geymir og nýjar still­ingar gera bíl­stjórum nú kleift að kom­ast í hund­rað kíló­metra hraða á aðeins 2,8 sek­únd­um. Still­ing­unni var gefið nafn við hæfi og heitir hún „fá­rán­leika­still­ing­in“ eða „lu­dicrous mode“ á ensku.

Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um end­ur­bæt­urn­ar. Hrifn­ing bíla­blaða­manns breska rík­is­út­varps­ins, BBC, leynir sér ekki í umfjöllun fjöl­mið­ils­ins. „Jú, við erum sam­mála um að raf­bílar hafa ákveðin tak­mörk hvað varðar upp­lifun far­þeg­anna og bygg­ingu bíls­ins, en það varla hægt að segja að fárán­leika­still­ingin sé ekki veru­lega til­komu­mik­il,“ skrifar Ollie Kew.

Blaða­maður Bloomberg-frétta­stof­unnar fjallar um upp­færsl­una á bílnum á svip­uðum nótum og spáir því hrein­lega að bílar drifnir með jarð­efna­elds­neyti verði útdauðir á allra næstu ára­tug­um. „Ég giska á að árið 2035, ef ekki fyrr, verði mik­ill meiri­hluti bif­reiða sem seldar eru í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu ekki knúnir jarð­efna­elds­neyt­i,“ skrifar Barry Rit­holtz.

Auglýsing

Tesla-raf­bíl­arnir hafa verið vin­sælir meðal þeirra sem kjósa raf­magn sem aflgjafa enda eru bíl­arnir sport­legir á að líta og eru búnir raf­hlöðum sem end­ast lengur en flestir aðrir raf­bílar á mark­að­in­um. Tesla er því í fremstu víg­línu raf­bíla­væð­ingar heims­ins, ásamt Toyota sem hefur lagt mikla fjár­muni í þróun og fram­leiðslu slíkra bif­reiða.

Nýjasta útspil Tesla er hins vegar mik­il­vægt fyrir frek­ari þróun þess­ara tækja fram­tíð­ar­inn­ar. Tesla hefur tek­ist að beita öllu afli raf­knúnu vél­ar­innar í einu og dreifa því á öll fjögur hjólin án þess að vél­bún­aður bíls­ins bræði hrein­lega úr sér. Þar er nýtt „snjall­ör­yggi“ að verki sem bíla­fram­leið­and­inn hefur hann­að. „Fá­rán­leika­still­ing­in“ er mik­il­vægur liður í því að gera hefð­bundna bíla óþarfa.

FRANCE MOTOR SHOW PARIS Ofur­bíll­inn Bugatti Veyron er gríð­ar­lega öfl­ugur og sér­stak­lega hann­aður til að ná miklum hámarks­hraða.

 

Til að setja hröðun Tesla S-bíls­ins í fárán­leika­still­ingu í sam­hengi má telja til ofur­bíla á borð við Bugatti Veyron sem er 2,6 sek­úndur í hundraðið og sænska ofur­bíl­inn Königs­egg One sem kemst á 100 kíló­metra hraða á 2,5 sek­únd­um. Ferr­ari 458 Italia og McL­aren 570s eru til dæmis báðir lengur en Teslan að kom­ast í 100 kíló­metra hraða.

Rit­holtz leggur til á vef Bloomberg að Elon Musk, stofn­andi og eig­andi Tesla, setji flott­ari yfir­bygg­ingu á bíl­inn eða hreini­lega selji tækn­ina til þess­ara sport­bíla­fram­leið­enda svo þeir geti gert raf­magns­út­gáfur af bíl­unum sín­um. Þannig yrði mann­kynið fljót­ara að til­einka sér raf­bíla­bylt­ing­una.

„Enn á ný er Musk skrefi á und­an,“ skrifar Kew enn­fremur á BBC og veltir fyrir sér hvað sé næst - brjál­æð­is­still­ing? Musk hefur nefni­lega þegar sagt í yfir­lýs­ingu að næsta skref birt­ist í næstu kyn­slóð götu­bíl­anna frá Teslu eftir fjögur ár.


 

Upp­fært 23. júlí kl. 9:18 - Rang­lega var sagt að enska hug­takið „fu­se“ merki „kveiki­þráð­ur“ í raf­magns­bíl­um. Það er ekki rétt og hefur verið leið­rétt. Í raf­magns­bílum er átt við bræðslu­var­ið, sem í dag­legu tali kall­ast öryggi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None