„Það skipti máli fyrir stjórnmálamenn að ná árangri – ekki bara tala“

Forsætisráðherra segist vera mjög ánægð með árangur VG á þessu kjörtímabili og muni hún leggja á það áherslu að flokkurinn leiði áfram ríkisstjórn – og haldi áfram að ná árangri fyrir íslenskt samfélag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG
Auglýsing

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata og fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna ræddu söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í vik­unni og hver sjón­ar­mið Vinstri grænna væru gagn­vart banka­sölu fyrir næstu kosn­ing­ar.

Hann spurði hana meðal ann­ars hvort Vinstri græn, ef þau kæmust í næstu rík­is­stjórn, myndu standa að því að Íslands­banki yrði seldur að fullu. Katrín sagði að Vinstri græn í fyrsta lagi hefðu aldrei haft þá stefnu að ríkið ætti að eiga allt banka­kerfið og í öðru lagi að Lands­bank­inn yrði ekki seld­ur.

Verið að einka­væða Íslands­banka í óþökk þjóð­ar­innar

„Það er mikil eft­ir­spurn eftir umbylt­ingu fjár­mála­kerf­is­ins. Slík umbylt­ing mætti til dæmis fel­ast í því að færa hluta banka­starf­semi yfir á sam­fé­lags­banka­stig þar sem bankar gætu jafn­framt starfað með græn sjón­ar­mið og lofts­lags­mark­mið að leið­ar­ljósi umfram hina stríp­uðu arð­sem­is­kröf­u,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Auglýsing

Benti hann á að þetta væri eitt­hvað sem Katrín hefði sjálf lengi talað fyr­ir. „Ég ótt­ast að þessa dag­ana séum við að missa ákveðið tæki­færi til slíkra breyt­inga vegna þess að verið er að einka­væða Íslands­banka í óþökk þjóð­ar­inn­ar. Meðan ríkið átti tvo banka hefði verið svo borð­leggj­andi að beita sér fyrir betra banka­kerfi í gegnum eign­ar­hlut rík­is­ins. Hæst­virtur ráð­herra hefur látið hafa eftir sér að ákvarð­anir um frek­ari banka­sölu bíði næstu rík­is­stjórn­ar.“

Spurði hann því Katrínu hvort flokk­ur­inn væri ein­huga í þeim mál­um. „Munu Vinstri græn, ef þau kom­ast í næstu rík­is­stjórn, standa að því að Íslands­banki verði seldur að fullu?“

Bætti hann því við að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði sagst vilja ganga lengra og selja stóran hlut í Lands­bank­anum á næsta kjör­tíma­bili. „Þegar á hólm­inn er komið og Vinstri græn fara aftur í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um, hver fær að ráða? Geta kjós­endur treyst því að Vinstri græn muni ekki standa að rík­is­stjórn sem stefni á að einka­væða Lands­bank­ann? Eða verður það kannski bara eins og þegar við treystum því að VG myndi ekki stökkva í stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum fyrir kosn­ing­arnar 2017?“ spurði hann.

Andrés Ingi Jónsson Mynd: Bára Huld Beck

Aldrei haft þá stefnu að ríkið eigi að eiga allt banka­kerfið

Katrín svar­aði og benti á að Andrés Ingi hefði sjálfur verið á sama lands­fundi og hún árið 2017 sem sam­þykkti stefnu VG en hann var þá enn í flokkn­um.

„Þannig að hátt­virtur þing­maður veit það alveg jafn vel og ég hver stefna VG er í þessum málum og við hana hefur verið staðið á þessu kjör­tíma­bili. Stefna VG er að ríkið eigi Lands­bank­ann. Sú stefna hefur ekki breyst. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að eiga fleiri banka. Íslands­banki kom upp í fang rík­is­ins, eins og hátt­virtur þing­maður veit líka ósköp vel, með til­teknum hætti í tengslum við stöð­ug­leika­samn­inga. Og VG hefur aldrei haft þá stefnu að ríkið eigi að eiga allt banka­kerf­ið. Það veit hátt­virtur þing­maður líka jafn vel og ég af því að hann var á sama lands­fundi þar sem síð­asta ályktun var sam­þykkt um þetta, um að ríkið skyldi eiga Lands­bank­ann. Við þá stefnu mun VG standa, eins og það hefur staðið við hana á þessu kjör­tíma­bil­i,“ sagði hún.

Sagð­ist Katrín sem for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs hafa sagt að flokk­ur­inn myndi vinna með þeim sem væru reiðu­búnir að vinna með honum að málum sem væru til fram­fara fyrir íslenskt sam­fé­lag.

„Þar for­gangs­röð­uðum við heil­brigð­is­málum og lofts­lags­málum og í þeim mála­flokkum hefur náðst ótví­ræður árangur á þessu kjör­tíma­bili, enda er ég þeirrar skoð­unar að það skipti máli fyrir stjórn­mála­menn að ná árangri, ekki bara tala. Þannig að ég er mjög ánægð með árangur VG á þessu kjör­tíma­bili og ég mun leggja á það áherslu að VG leiði áfram rík­is­stjórn og haldi áfram að ná árangri fyrir íslenskt sam­fé­lag.“

Spurði hvort ráð­herr­ann teldi þjóð­ina illa upp­lýsta

Andrés Ingi steig aftur í pontu og sagði að stefna Vinstri grænna kynni að vera sú að ekki ætti að selja Lands­bank­ann. Sagði hann í því sam­hengi að hann hefði átt orða­stað við Lilju Raf­n­eyju Magn­ús­dóttur þing­mann VG við lok vor­þings þar sem hún „þrá­stag­að­ist á því að stefna Vinstri grænna væri að banna olíu­leit en gat ekki treyst sér til að leggja fram nefnd­ar­á­lit þess efn­is“.

Því spurði hann Katrínu hvort hún myndi standa gegn hug­myndum Bjarna um að einka­væða Lands­bank­ann ef Vinstri græn kæmust í rík­is­stjórn eftir kosn­ing­ar. „Í ljósi þess að kann­anir síð­ustu miss­erin hafa allar sýnt fram á and­stöðu við meiri hluta þjóð­ar­innar við banka­sölu, telur ráð­herr­ann að and­staða þjóð­ar­innar sé ein­fald­lega vegna þess að hún sé illa upp­lýst?“ spurði hann.

Sér­stök áhersla lögð á dreift eign­ar­hald og gagn­sæi

For­sæt­is­ráð­herra svar­aði í síð­ara sinn og sagði að svör hennar í fyrra svari hefðu verið mjög skýr. „Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð hefur staðið við sína stefnu á þessu kjör­tíma­bili og meðal ann­ars þess vegna var stjórn­ar­sátt­máli sam­þykktur með yfir­gnæf­andi meiri hluta í flokks­ráði Vinstri grænna, þó að hátt­virtur þing­maður hafi ekki sam­þykkt hann og átt mjög erfitt með að styðja þessa rík­is­stjórn, enda er hann far­inn. En við í VG höfum staðið við okkar stefnu og höldum því bara áfram.“

Benti hún á að sala Íslands­banka, sem boðuð var í stjórn­ar­sátt­mála, hefði verið rædd á Alþingi. „Það var óskað eftir áliti efna­hags- og við­skipta­nefndar um málið og fyrir liggja álits­gerðir hennar um hvaða sjón­ar­mið eigi að hafa að leið­ar­ljósi við þessa sölu. Þar var sér­stök áhersla lögð á dreift eign­ar­hald og gagn­sæi og að farin yrði sú leið sem farin er. Sömu­leiðis var í raun og veru bæði stuðlað að dreifðu eign­ar­haldi og fjöl­breyti­leika og það var líka lagt upp úr því að þeir sem byðu lægri fjár­hæðir yrðu ekki skert­ir.“

Katrín sagði að lokum að salan hefði verið fram­kvæmd í sam­ræmi við vilja meiri­hluta Alþingis – og upp úr því hefði verið lagt að fylgja þeirri leið­bein­ingu og tryggja dreifða eign­ar­að­ild, gagn­sæi og skýr og vönduð vinnu­brögð. „Ég von­ast til þess að það verði til að auka traust.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent