Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir

Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.

Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Auglýsing

Alls eru 84 pró­sent þeirra sem leigja íbúð af óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum ánægðir með hús­næðið sem þeir leigja. Þeir eru ánægð­astir allra á leigu­mark­að­i. 

Ánægjan hjá þeim sem leigja hjá einka­reknu leigu­fé­lög­unum á Íslandi er hins vegar mun minni, en á meðal leigj­enda þeirra segj­ast 64 pró­sent vera ánægð með núver­andi hús­næði. Ánægjan er sömu­leiðis minni hjá þeim sem leigja af sveit­ar­fé­lög­um, þar sem 66 pró­sent segj­ast ánægð­ir. 

Mesta hús­næð­is­ör­yggið mælist hjá þeim sem leigja af óhagn­að­ar­drifnu leigu­fé­lagi, aðeins hærra en hjá þeim sem leigja hjá ætt­ingjum og vin­um. Minnst mælist hús­næð­is­ör­yggið hjá þeim sem leigja af ein­stak­lingi á almennum mark­aði en næstir í röð­inni eru þeir sem leigja af einka­reknu leigu­fé­lagi.

Þetta kemur fram í árlegri leigukönnun sem mark­aðs­rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Pró­sent gerði fyrir Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) 10. júní til 14. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Heild­ar­fjöldi svar­enda í könn­un­inni voru 640 og allir eldri en 18 ára. 

Auglýsing
Fjallað er um nýju leigukönn­un­ina í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu HMS. Þar kemur fram að stærstur hluti leigu­mark­að­ar­ins leigi af ein­stak­lingi á almennum mark­aði, eða 41,9 pró­sent. Alls 18 pró­sent leigj­enda leigja af ætt­ingjum eða vin­um. Hlut­deild einka­rek­inna leigu­fé­laga á mark­að­inum er um tíu pró­sent, svipað hlut­fall leigir af sveit­ar­fé­lög­um, 8,6 pró­sent á stúd­enta­görðum og 4,6 pró­sent leigja nú af óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lög­um. 

Áætla að byggja yfir þrjú þús­und almennar íbúðir fyrir lok árs 2022

Lög um almennar íbúðir voru sam­­­þykkt sum­­­­­arið 2016. Hið nýja íbúða­­­­kerfi er til­­­­raun til að end­­­­ur­reisa ein­hvern vísi að félags­­­­­­­lega hús­næð­is­­­­kerf­inu sem var aflagt undir lok síð­­­­­­­ustu aldar með þeim afleið­ingum að félags­­­­­­­legum íbúðum fækk­­­­aði um helm­ing milli áranna 1998 og 2017.

­Mark­mið þeirra laga var að bæta hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­­­ar­­­mörkum með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi leig­u­hús­næði. Þannig sé stuðlað að því að hús­næð­is­­­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­­­getu þeirra sem leigja hús­næðið og fari að jafn­­­aði ekki yfir 25 pró­­­sent af tekjum þeirra. 

Lögin byggja á yfir­­­lýs­ingu sem þáver­andi rík­­­is­­­stjórn Sig­­­mundar Dav­­­íðs Gunn­laugs­­­sonar gaf út í tengslum við kjara­­­samn­inga sem voru und­ir­­­rit­aðir í maí 2015. Í henni var gert ráð fyrir að 2.300 íbúðir yrðu byggðar á árunum 2015 til 2018.

Lengri tíma tók hins vegar að klára lögin og fyrstu úthlut­­­anir á grund­velli þeirra fóru ekki fram fyrr en á árinu 2016. Fjár­­­­­mála­á­ætlun síð­ustu rík­­­is­­­stjórnar áætlar nú að um 3.200 íbúðir verði byggðar á árunum 2016 til 2022. 

Lang­flestar almennar íbúðir í Reykja­vík

Íbúð­­­irnar sem hafa fengið stofn­fram­lög eru ætl­­­aðar fyrir allskyns hópa sem eru með lágar tekj­­­ur. Þar ber fyrst að nefna þá félags­­­hópa sem eru undir skil­­­greindum tekju- og eign­­­ar­við­mið­­­um. Þau eru 535 þús­und krónur að með­­­al­tali á mán­uði fyrir ein­stak­l­ing og 749 þús­und krónur á mán­uði fyrir hjón eða sam­­­búð­­­ar­­­fólk. Fyrir hvert barn eða ung­­­menni að 20 ára aldri sem býr á heim­il­inu bæt­­­ast við 133.750 krónur á mán­uði sem má hafa í tekj­­­ur. Heild­­­ar­­­eignir heim­il­is­ins mega þó ekki vera hærri en sem nemur 6.930.000 krón­­­um. Stór hluti þess­­­arar upp­­­­­bygg­ing­­­ar, sem er afar umfangs­­­mik­il, er á vegum Bjargs íbúða­­­fé­lags, sem var stofnað af ASÍ og BSRB fyrir nokkrum árum síð­­­an, og er rekið án hagn­að­­­ar­­­mark­miða.

Íbúða­­­kerfið er fjár­­­­­magnað þannig að ríkið veitir stofn­fram­lag sem nemur 18 pró­­­sent af stofn­virði almennra íbúða. Stofn­virði er kostn­að­­­ar­verð íbúð­­­ar­inn­­­ar, sama hvort það er við bygg­ingu hennar eða vegna kaupa á henn­i. 

Lang stærstur hluti þeirra íbúða sem byggðar hafa verið í almenna íbúð­ar­kerf­inu hafa risið í Reykja­vík. Í umfjöllun sem Kjarn­inn birti í lok síð­asta árs var hlut­fall þeirra 73 pró­sent allra almennra íbúða sem höfðu risið á þeim tíma. 

Lækk­uðu leig­una

Í maí síð­ast­liðnum til­­kynnti Bjarg leigu­fé­lag að það hygð­ist lækka leigu hjá um 190 leig­u­­tökum félags­­ins. Með­­alleig­u­greiðslur leig­u­­taka áttu sam­kvæmt þeirri ákvörðun að lækka um 14 pró­­sent, úr um 180 þús­und krónum í 155 þús­und. Þetta var gert í kjöl­far end­­ur­fjár­­­mögn­unar og end­­ur­­skoð­unar rekstrar fjöl­býl­is­húsa Bjargs við Móa­­veg og Urð­­ar­brunn í Reykja­vík.

Þrátt fyrir að fast­­eignir félags­­ins á Akra­­nesi og í Þor­láks­höfn hefðu einnig farið í gegnum end­­ur­fjár­­­mögnun breytt­ist leig­u­verð þar ekki, aðal­lega vegna breyt­inga á öðrum rekstr­ar­lið­um. Félagið sagði í til­kynn­ingu í maí að leig­u­verð þar væri engu að síður vera hóf­stillt og lægra en á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, eða rúm­­lega 120 þús­und krónur á mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent