Þétt byggð sem skapi grundvöll fyrir bættum almenningssamgöngum skynsamlegust

Alexandra Briem segir Pírata vilja hraða uppbyggingu Borgarlínu og bjóða upp á sex tíma ókeypis dagvistun en að gjald fyrir átta tíma vistun verði óbreytt. Píratar eru með sérstaka dýravelferðarstefnu.

Alexandra kveðst ánægð með meirihlutasamstarfið í borginni.
Alexandra kveðst ánægð með meirihlutasamstarfið í borginni.
Auglýsing

Alex­andra Briem sem skipar annað sæti á lista Pírata í Reykja­vík segir að umhverfið sé í fyrsta sæti í stefnu Pírata og að allar ákvarð­anir borg­ar­innar eigi að taka með lofts­lags­á­hrif til hlið­sjón­ar. Vissu­lega geti það verið kostn­að­ar­samt að fara í miklar aðgerðir til að draga úr kolefn­islosun en slíkar aðgerðir en hún segir það draga úr kostn­aði þegar fram í sæk­ir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í kosn­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, þar sem Eyrún Magn­ús­dóttir ræðir við fram­bjóð­endur úr þeim ell­efu flokkum sem bjóða sig fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag.

Vilja fækka bíl­ferðum í borg­inni

Að sögn Alexöndru hefur ekki orðið nein kúvend­ing á stefnu flokks­ins á síð­ustu árum en hún segir að búið sé að skerpa á stefn­unni. Mikil áhersla er lögð á upp­bygg­ingu Borg­ar­línu í stefnu flokks­ins. „Við viljum ganga lengra í að byggja upp borg­ar­lín­una, gera það hrað­ar. Við viljum þétta byggð­ina, við stöndum 100 pró­sent á bak­við það. Við teljum að það sé skyn­sam­leg­asta nýt­ingin á landi og innviðum og þannig getum við dregið úr umferð og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ segir Alex­andra að bætir því við að margir sem iðki bíl­lausan lífs­stíl upp­lifi það sem jað­ar­sport.

Auglýsing

Hún segir mark­miðið ekki vera að gera alla í borg­inni bíl­lausa heldur að fækka fjölda bíl­ferða í borg­inni. Það minnki þar að auki umferð­ar­þung­ann á göt­un­um. „Besta leiðin til þess draga úr traffík, líka fyrir þau sem eru á bíl, er að efla almenn­ings­sam­göng­ur,“ segir Alex­andra.

„Reykja­vík hefur til ára­tuga verið byggð upp þannig að fólk þurfi nokkurn veg­inn að vera á bíl ef það get­ur. Við teljum það vera mikil mis­tök sem þarf að vinda ofan af. Við viljum bjóða upp á val­mögu­leika. Við sjáum í skoð­ana­könn­unum að fleiri vilja nota bíl­inn minna eða mögu­lega ekk­ert heldur en geta það. Það er mjög mik­il­vægt að bjóða fólki upp á þann mögu­leika.“

Þétt byggð dragi úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Alex­andra segir þétta byggð skapa grund­völl fyrir góðum almenn­ings­sam­göng­um. Til dæmis séu fá hverfi í Reykja­vík það þétt að þau gætu borið spor­vagna­kerfi. Hún bendir á að Borg­ar­línu­kerfið sé þannig úr garði gert að hægt verði að breyta því í spor­vagna­kerfi ef vilji verður fyrir hendi síðar meir. Að mati Alexöndru er mik­il­vægt að þétta byggð mið­svæðis í borg­inni, í hverfis­kjörnum og með­fram Borg­ar­línu­ás­um. Það tryggi líka rekstr­ar­grund­völl í nærum­hverfi íbú­anna.

„Því þétt­ari sem við höfum byggð­ina á ákveðnum stöð­um, því meiri líkur eru á því að þessi þjón­usta sé nálægt þér og þá get­urðu labbað eða hjólað og þarft ekki að fara endi­lega á bíln­um. Þá dregur það líka úr traffík­inni fyrri þá sem þurfa að fara borg­ar­hluta á milli og geta ekki notað almenn­ings­sam­göng­urn­ar. Þannig að þetta er heild­rænt besta leiðin til þess að draga úr los­un, draga úr traffík og auka lífs­gæði fólks,“ segir Alex­andra.

Hún bendir á að vissu­lega geti það verið ódýr­ara í upp­bygg­ingu að byggja dreift en að það muni á end­anum verða dýr­ara fyrir sam­fé­lagið vegna dreifð­ari inn­viða. Dreifðri byggð fylgi líka aukin umferð með til­heyr­andi losun koldí­oxíðs og álagi á gatna­kerf­ið.

Sex tíma gjald­frjáls leik­skóli

Í leik­skóla­málum vilja Píratar geta boðið upp á sex tíma gjald­frjálsan leik­skóla. Alex­andra segir að boðið verði upp á lengri dag­vistun en sex tíma en að umfram­tím­arnir verði þá dýr­ari. Þannig muni átta tíma dag­vistun í kerf­inu sem Píratar vilja koma á fót kosta jafn mikið og átta tíma dag­vistun í dag.

Spurð að því hvort búið sé að kostn­að­ar­meta sex klukku­stunda ókeypis dag­vistun segir Alex­andra að Píratar telji kostnað borg­ar­innar verða þann sama í nýju kerfi, aðal­lega vegna þess að í nýju kerfi sparist útgjöld leik­skól­anna á móti lægri tekj­um, til að mynda launa­kostn­að­ur.

Ánægð með meiri­hluta­sam­starfið

Eitt af þeim stefnu­málum sem ef til vill fer meira fyrir í stefnu Pírata en í stefnu ann­arra flokka eru dýra­mál. „Við erum dýra­vinir og dýra­vel­ferð­ar­stefnan er ekki jafn kostn­að­ar­söm og nafnið gefur til kynna,“ segir Alex­andra. „Við viljum hunda­gerði í öll hverfi eða í það minnsta lausa­göngu­svæði. Við viljum fá betri þjón­ustu við dýr og dýraunn­end­ur. Við viljum tryggja öryggi lausa­göngu­katta og lausa­göngu­kan­ína.“

Alex­andra segir Pírata vera ánægða með sam­starfið í borg­inni. Vinnan miði hins vegar oft­ast að því að fikra sig í átt að mála­miðl­unum sem allir geti sætt sig við. „Ef við viljum Píra­ta­legri áherslur í borg­ar­stjórn þá þurfum við fleiri Pírata í borg­ar­stjórn,“ segir hún.

Spurð að því hvort Píratar geti unnið með hvaða flokki sem er segir Alex­andra svo ekki vera. „Það myndi ég ekki segja. Ég er mjög opin fyrir ýmsum mögu­leikum og við erum það held ég bara flest en við höfum úti­lok­að, og ég tel að við gerum það áfram, bein­línis sam­starf við flokka sem við teljum að sé ekki treystandi, að það sé ekki hægt að stóla á þá. Svo ég segi það skýrt, ég myndi ekki vilja með Sjálf­stæð­is­flokknum og ég myndi ekki vilja vinna með Mið­flokkn­um. Allt annað er alveg til umræðu. Mis­mik­illar umræðu vissu­lega en ég per­sónu­lega úti­loka bara þessa tvo flokka.“

Hægt er að hlusta á við­talið við Alexöndru í heild sinni í spil­­­ar­­­anum hér að neð­an:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent