Þingmaður upplifði „landsbyggðarrasisma“ við sjónvarpsáhorf á öðrum degi jóla

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins horfði á fyrsta þátt Verbúðarinnar í gærkvöldi og spurði í kjölfarið hvort það væri ekki kominn tími til að „landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins“ linnti.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist vera orð­inn leiður á „lands­byggð­ar­ras­isma höf­uð­borg­ar­búa og Rík­is­út­varps­ins“ sem hann telur að hafi birst í fyrsta þætti af Ver­búð­inni, sem sýndur var á RÚV í gær­kvöldi.

Þætt­irn­ir, sem koma úr smiðju Vest­ur­ports og eru skrif­aðir af þeim Gísla Erni Garð­ars­syni, Birni Hlyn Har­alds­syni og Mik­ael Torfa­syni, eru átta tals­ins í þess­ari fyrstu þátta­röð. Ásmundur var ekki ánægður með þann fyrsta.

„Í þessu fram­lagi rík­is­út­varps­ins til menn­ing­ar­innar í land­inu er dregin upp sú mynd af fólki í sjáv­ar­plássi að þar sé meira og minna um und­ir­máls­fólk. Topp skip­stjórar séu drykkju­sjúk­lingar sem láti troða amfetamíni í óæðri end­ann á sér. Sam­farir þar sem ekk­ert er dregið undan en ljót­leik­inn í aðal­hlut­verki. Þá er fisk­vinnslu­fólkið ekki látið líta vel út eins ég upp­lifði það,“ ­skrif­aði þing­mað­ur­inn í færslu á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi.

Auglýsing

Tölu­verða nekt bæði kvenna og karla mátti sjá í þessum fyrsta þætti af Ver­búð­inni. Ásmundur sagði að konur hefðu verið lít­il­lækk­aðar í þætt­in­um, „með fárán­legu stripli“ sem engan til­gang hefði, og spurði hvort þetta væri „menn­ing­ar­fram­lag Rík­is­út­varps­ins“ til MeToo-hreyf­ing­ar­inn­ar.

„Er ekki komin tími til að land­byggð­ar­ras­isma menn­ing­ar­vit­anna og Rík­is­út­varps­ins linni. Bar­áttu­málum Rík­is­út­varps­ins og sam­starfs­að­ilum þess má koma á fram­færi á annan hátt en gera lítið úr fólki sem vinnur mik­il­væg gjald­eyr­is­skap­and[i] störf á lands­byggð­inni og í sjáv­ar­plássum allt í kringum land­ið,“ skrif­aði þing­mað­ur­inn.

Í athuga­semdum við Face­book-­færslu þing­manns­ins taka sumir undir þessa gagn­rýni hans á fyrsta þátt Ver­búð­ar­inn­ar, á meðan að aðrir eru á önd­verðum meiði. Páll Valur Björns­son fyrr­ver­andi þing­maður Bjartrar fram­tíðar er í síð­ar­nefnda hópn­um, en hann segir þátt­inn hafa fært fram ótrú­lega raunsanna lýs­ingu á íslensku sam­fé­lagi í upp­hafi níunda ára­tug­ar­ins.

Páll Valur segir síðan Ásmundi að hætta „þessu bulli um höf­uð­borg vs lands­byggð“ – og að bætir við að það sé „ótrú­lega þreytt tugga“ sem þing­menn eigi „aldrei að taka sér í munn.“

Það er ekki oft sem ég sest við sjón­varp­ið. Gerði það þó í kvöld og horfði á Ver­búð­ina á Rík­is­út­varp­inu. Ég verð að...

Posted by Ásmundur Frið­riks­son on Sunday, Decem­ber 26, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent